Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Blaðsíða 10
8
verði skýrðir út fyrir þeim til nokkurrar lilítar, svo að
pau hafi verulegt gagn af því; eg tek til dæmis 108.,
og að nokkru leyti 141. og 155. gr.
Barnalærdómr síra Helga er víðast hvar mjög auð-
skilinn, og því mjög gott að spyrja út úr honum, eins
og eg hefi áðr minnzt á. Enn eg hefi og vikið á það,
hv,e mikils er um það vert. að vel sé spurt út úr.
Enn þá kemur til álita, hvort það sé nóg, að spyrja út
úr orðum greinanna, liða í sundr greinarnar, meining-
nna og efnið. Eg verð að segja, að það munu margir
láta sér nægja, og þykja þó allgóðir barnafræðendr.
|>að er líka milcið undir því komið, hve þolinmóðr
fræðarinn — t. d. prestrinn er, live mikið harn hann
getr gert sig á meðal barnanna; og hve lagið honum
er að leiða barnið, þegar það getr ekki svarað, með
hliðarspurningum, að efni spurningarinnar, og lokka
þannig fram hjá því hugsunina og rétt svar. Hann
má alls ekki verða, óþolinmóðr eða hastr, þó að jafnvel
öfugt svar komi við spurningu. Mér þykir stórum betra
ramöfugt svar enn ekkert svar; bæði lýsa skilnings-
leysi, og öfuga svarið oft enda frámunalegu hugsunar-
leysi. Enn það gefr æfinlega efni til annara spurn-
inga, sem hægt er með lagi að leiða svo, að svarið
hlýtr að koma rétt út úr þeim, ef barnið er ekki því
heimskara; og ef öfuga svarið er svo borið sarnan við
rétta svarið, finnr barnið jafnan hvað fjarlægt fyrra
svarið var, og það svar kemr sjaldan aftr. Oft hafa
þannig svör orðið að lífiegustu köflunum í spurninga-
tímunum. Enn ef fræðarinn svarar ranga svarinu á
þessa leið: «Nei, hvaða vitleysu ertu að fara með —
,hvað stendr í greininni?» J>á skal eg setja svo, að
barnið komi með það á endanum, sem greinin segir;
og svo segi hann: «Jú, þarna kóm það rétt hjá
þér!» — J)á er eg hræddr um, að báðir sé jafnnær,