Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit 4 The Passion of the Christ Kvikmyndin margumtalaða verður brátt frumsýnd hér á landi en Ragnar Schram hefur kynnt sér hana og gerir grein fyrir þvi sem mestu skiptir. g Hún var mótuð af trú sinni Viötal viö Guörúnu Ásmunds- dóttur, höfund og leikstjóra leik- ritsins um Ólafíu Jóhannsdóttur. Ritstjóri Bjarma heimsótti Guö- rúnu til aö fræöast um leikritiö og konuna merku, Ólafíu, frumkvööul og blessaö verkfæri Drottins. 13 Kraftaverk eða ferill Kristin Bjarnadóttir ræddi viö Martein Steinar Jónsson sálfræö- ing um fyrirgefninguna. Hún spuröi hann ágengra spurninga og hér birtist afraksturinn. 18 Hamingjuleitin Sr. Þórhallur Heimisson fjallar um hjónabandiö og hvaö viö get- um gert til aö styrkja þaö. 22 Verndum og verjum lífið! Sr. Ólafur Jóhannsson heldur áfram meö umfjöllun sína um boöoröin og nú er komið að því fimmta, sem fjallar um lífiö og mikilvægi þess aö standa vörö um þaö. 24 Krossinn þinn Kristín Sverrisdóttir skrifar hug- leiöingu Bjarma aö þessu sinni og fjallar þar um gildi krossins fyrir okkur. 25 Lífið með Guði er spennandi og viðburðaríkt Agnes Eiriksdóttir settist meö gömlum góöum vinum, Ragnari Snæ Karlssyni æskulýösfulltrúa og Málfríöi Jóhannsdóttur leik- skólakennara, og ræddi viö þau um trú þeirra og gönguna meö Guði. 29 Kemur það mál við mig? Páskapredikun eftir sr. Sigurö Pálsson. Auk þess: Innskot, og fleira. Kvikmynd sem boðunartæki Þessar vikurnar er verið að frumsýna um víöa veröld kvikmynd Mels Gibson, Píslarsögu Krists, (The Passion of the Christ). Metaðsókn hefur verið á hana í Bandaríkjunum. Hér á landi er frumsýn- ing í sömu viku og þetta blað kemur út. Fastan er valin af framleiðandanum til að undirstrika píslir og þjáningu Jesú á leið hans til krossins og dauðastríð hans á krossinum. Þetta tölublað Bjarma er að hluta tileinkaö þessari mynd og þemum sem henni tengjast. Margt fólk hefur oröið til að benda á það hversu einstakt tækifæri sé hér á ferðinni. Sumir telja þetta jafnvel besta tækifæri til boðunar trúarinnar í 2000 ár. Án efa má um það deila. Ekki er það þó gott ef samtal um trú okkar er svo fjar- lægt daglegu lífi okkar að viö stundum það ekki nema mynd með metaðsókn gefi okkur tilefni þar til. Myndin hefurfengið athygli og mikla umfjöllun og er ýmsu velt upp í því sam- bandi. Ofbeldið sem birtist á hvíta tjald- inu er eitt af mörgu sem bent er á. Þau orö eru til að fá okkur til að hugsa og taka eftir. Eftir stendur engu að síöur að myndin hefur fengið athygli og engin ástæða er til að halda aö hún fái ekki athygli hér á landi þó svo að það verði ef til vill ekki í sama mæli og í Bandaríkjunum. Kvikmyndin beinir sjónum okkar að Jesú Kristi og rifjar upp orð Hallgríms Péturssonar I Passíusálmunum. Jesús dó dauða staðgengils, hann var Guðs lamb sem bar syndir heimsins og var leiddur til slátrunar þess vegna. Hann tók á sig sekt mína og synd. Vonandi verður umræðan sem mest um aðalatriðin og minna um aukaatriöin. Kvikmyndin gefur okkur tækifæri til að vitna um trú okkar, ræða innihald hennar við ættingja og vini og minna á fagn- aðarerindið. Þó svo að eflaust verði myndin bönnuð innan 16 ára er enginn vafi á að fjöldi ungs fólks á eftir að sjá hana og velta henni fyrir sér. Viöbúið er að einhverjir unglingar sæki kvikmynda- húsin heim í fylgd foreldra sinna. Passíusálmarnir eru því miður ekki eins handgengnir hinum ungu eins og var hjá horfnum kynslóðum. Gamlir sálmar, þó svo þeir séu snilldarverk og Guös gjöf, höfða ekki til fjöldans í sama mæli og áður var. En það gerir kvikmyndin. Vonandi á hún eftir að verða til að leiöa huga fólks að því hvers vegna Jesús Kristur kom, dó og sigraði. Undirritaður hefur sjálfur verið vitni að því hvernig kvikmynd um ævi Jesú, byggð á Lúkasar- guðspjalli, ýtti viö hjörtum margra þegar hún var sýnd á afskekktum stöðum Pókothéraös i Kenýu. Hún hefur einnig reynst góður inngangur að samtali við múslima um trúna. Hin nýja mynd lætur mann heldur ekki ósnortinn. Verum því vakandi þegar fólk fer að ræöa efni myndarinnar. Verum viðbúin aö tala um innihald hennar og merkingu fyrir trú okkar og líf, hvort sem við höfum séö hana eða ekki. Efni hennar á ekki að vera okkur ókunnugt. Þar að auki er kvik- myndin tækifæri til aö efna til samveru- stunda þar sem fólk fær tækifæri til að tjá sig, spyrja spurninga, halda leitinni áfram og vonandi að finna það sem hún bendir á: Blóöskuld og bölvan mína burt tók Guðs sonar pína. Ragnar Gunnarsson Bjarmi 98. árg. 1. tbl. mars 2004 Útgefandi: Samhand íslenskra krístniboflsfélaga. Ritstjóri: Ragnar Gunnarsson. Ritnefnd: Kjartan Jónsson, Kristján E. Einarsson og Haraldur Jóhannsson. Ritnefndarfulltrúi: Ragnar Schrarn. Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28,104 Reykjavík, simi 588 8899, fax 588 8840, vefslóðir www.bjarmi.is og sik.is. Árgjald: 3.200 kr. innanlands, 3.700 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. april. Verð i lausasölu 800 kr. Ljósmyndir: IC0N, Krístín Rut Ragnarsdóttir, Leifur Sigurðsson, Ragnar Gunnarsson, Ragnar Snær Karlsson o. fl. Forsíðumynd: IC0N. Umbrot: Reynir Fjalar Reynisson. Prentun: Prentmet. 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.