Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 11
ing eftir stúlku sem lýsir því aö hún hafi séö auglýst I blöðunum fyrirlestur Ólafíu í lönó: Ástir ungra manna. Hún fór á fyrirlesturinn til aö sjá stúdentana sem mættu á fund Stúdentafélagsins og lýsir þessu svo: Sigurður Nordal talaði fyrst og var mikil hrifning. Svo kemur inn á sviðiö kona um sex- tugt með köflótta svuntu og grátt hár til að flytja fyrirlestur um ástir ungra manna. Stúdentarnir byrjuðu bara aö hlæja, en hún horfði fram fyrir sig. „Já, hlæið þið bara út drengir mínir, svo er svolítið sem ég þarf að segja ykkur." Síðan tal- aði hún um kynferðissjúkdóma, um sýfilis, sem átti ekki að fyrirfinnast á íslandi en gerði það vissulega, það var bara ekki talað um það. Eins var þagað yfir því þegar ein- hver sýktist, t.d. er stúlkurnar fóru út í dönsku skipin. En Ólafía vissi um hvað var að ræða. Það mátti heyra saumnál detta á fundinum þeim. Hvílíkur kjarkur! Hvaða þáttátti trúin í iifi Óiafíu? Það má segja að trúin hafi haft allt að segja. Hún fór virkilega að byrja að afreka þegar hún gekk fram í krafti Guös. Stúlkurnar sem hún starfaði á meðal fundu þetta. Ævisagan hennar, Frámyrkritil ijóss, á að vera trúarboðskapur, vitnisburður um trú hennar en hún til sinnar endurnýjunar í trúnni. Auðvitað er svo fólk sem skilur ekkert í þessu. Ég hef heyrt unga sagnfræðinga segja að hún hafi trúlega orðið geðbiluð um tíma, þ.e. á því tímabili sem trúin tók yfir. Þetta fólk skilur ekki að Ólafía hafi haft nokkurn hlut til að iðrast. En það er fyrst þegar við förum að skynja okkur sem syndara að hlutirnir fara að gerast og Guð kemst að í lífi okkar. Árið 1908 gaf hún út hér á landi bók- ina Daglegtljós. Fyrirmyndin er ensk eða bandarísk, en formálinn i bókinni er eftir Ólafiu, alveg ynd- islegur. Síðan er margbúið að endurprenta þessa perlu. Ég er með Biblíuna hennar í láni frá KFUK. Ég er víst búin að hafa hana nokkurn tíma. Ólafía las þessa bók, strikaði undir og skrif- aði eitt og annað á spássiuna. Það er óskaplega mikill styrkur að lesa þessa Biblíu hennar og það er eins og Ólafía sé að tala og ég veit hvað hún er að hugsa þegar ég sé undirstrikanir hennar í Bibliunni. Á hennar tíma voru bréf og bréfsefni svo dýr að nýta þurfti það sem til var. Oft eru þetta enskar þýðingar á textanum og þannig var hún i raun að bera saman og leiörétta íslensku útgáfuna. Hún hefur lesiö Biblíuna mikið og veriö mótuð af boðskap hennar. Kristin amma (Guðrún Ásmundsdóttir) og Ólafia (Ragnheiður Harpa Leifsdóttir). ekki einhver afrekasaga. Hún segir manni hvað breytist þegar maður kemst til trúar. Hjá Ólafíu var að- alatriöiö aö iörast, þannig komst Þetta var þrekvirki að semja leikritið og koma því upp. Já, þetta var mikið verk. En ýmsir greiddu götu okkar þó svo að aldrei hafi þetta verið neitt sem gaf af sér, ég er ekki enn laus við allar skuldir. Við settum þetta upp í öllum einfaldleika, ég hafði ekki fjármagn I leiktjöld, en vissi að ég yrði að hafa almennilega leikbún- inga, gömlu peysufötin og það allt. Kvenfélög um land allt tóku sig til og styrktu þennan þátt, sendu t.d. 5 eða 25 þúsund krónur og það safnaðist saman til að greiða fyrir búningana. Leikritið fékk síðan geysilega góöar mót- Einar Benediktsson (Guðmundur Sigurðs- son) og Ólafía, ung stúlka (Ragnheiður Harpa Leifsdóttir). Ævisagan hennar, Frá myrkri til Ijóss, á að vera trúarboðskapur, vitnisburður um trú hennar en ekki einhver afrekasaga. Hún segir manni hvað breytist þegar maður kemst til trúar. tökur. Aftur og aftur var fullt hús. Við frumsýndum í Mosfellskirkju en fluttum okkur svo í Fríkirkjuna og gamla Iðnó. Á frumsýningunni hugsaði ég: Svona vil ég að Ólafía sé leikin, einhvern tímann hafði ég hugsað mér stórsýningu með öllu því sem leikhúsiö getur veitt, en þessi fá- tæklega sýning, með fallegum búningum, stórum Ijósmyndum frá Reykjavík þessa tíma, leikurinn og sagan er svo stórkostleg. Góðir 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.