Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 27
og þegar við vorum að fara upp í bílinn til að leggja af staö heim, kom einn maður á fleygiferð á hjóli meö brúðu á bögglaberanum, sem hann vildi aö við tækjum með okkur. Peningum var síðan safnað til að við gætum byrjað með brúð- urnar og þaö varð til þess að við gerðum það. Aö því er við best vitum, er það í fyrsta sinn sem brúður voru notaðar í barnastarfi í þjóökirkjunni. Við vorum síðan fengin til að halda námskeiö um barnastarf og brúðunotkun innan þjóðkirkjunnar og víðar. A þeim tíma var Raggi kominn í æskulýðs- nefnd þjóðkirkjunnar. Þið voru eitthvað igötutrúboði líka, ekki satt? R: Á þessum tíma vorum við líka í sambandi viö YWAM í Hollandi og tókum þátt í götutrúboði með þeim í Amsterdam. Þá var í gangi samstarf á milli YWAM og In de Ruimte (hollensku samtökin sem hýstu ráðastefnuna) en þau ráku meðferðarheimili fyrir eiturlyfja- sjúklinga. Forstöðumaður þessa heimilis var þá Teo van der Weele sem sumir hér á landi kannast vel við. Þetta var spennandi tími en ögrandi. Þetta var skrautlegt lið sem var á götunum á þessum tíma. YWAM var að reyna að ná til krakka sem voru á svo kallaðri „Hippy Trail". Við reyndum aö komast i samband við þessa krak- ka og fleiri sem voru á götunni. Við vorum með stóran bát sem var við eitt síkið þarna niðri í bæ. Hann var allur innréttaður í hippastíl. Þangaö fórum við með fólk, gáfum því að borða og létum þaö sofa úr sér. Síðan var reynt að ná betra sambandi við það. Þetta var mjög þroskandi tími i lífi okk- ar. Það var gaman og gefandi að sjá fólk snúa lifi sínu til Krists. I gegnum þetta starf komst mikið af fólki til trúar. En minnisstæðast er þegar meðlimir frá samtökun- um Hell's Angels geröu skotárás á húsið sem við bjuggum í og allt í einu komu byssukúlur í gegnum gluggann á herberginu okkar og lentu í veggnum fýrir ofan höfuð okkar! Aöeins nokkrum sekúndum fyrr hafði ég staðiö viö gluggann og verið að lita út. R: Götutrúboðinu lauk nú ekki alveg hér ég hélt áfram að starfa með unglingum bæði í Grensás- kirkju og með unglingahóp UFMH sem hafði aðsetur í Stakkholti 3. Þá fórum við sem eldri vorum niður í miöbæ um helgar og reyndum að ná sambandi við krakkana sem þarvoru. Ef við náðum góðu sambandi þá fórum með þá krakka aftur upp í Stakk- holt í kakó eða kaffi. Stundum fórum við með þá sem voru illa á sig komnir i Rauða kross-húsið eða niður á Herkastala. Þið stofnuðuð fjölskyldu og eign- uðust börn, hvernig gekk að sam- rœma þetta því? M: Svona starf krefst mikillar fórn- ar og samræmingar. Eftir að dætur okkar komu i heiminn varð þetta erfiðara. Við tókum þá stefnu að reyna hafa starfið þannig að þær gætu verið sem mest með í þvi. Sunnudagskólastarfið var einn þáttur í því. Svo tókum t.d. í starfi með King's Kids en KK er starf inn- an YWAM. Við fórum með hóp af börnum með okkur til Skotlands. Þar vorum viö í mánuð af sumar- fríinu i þjálfunarbúðum. Siðan fór- um við í boðunarferðir til Prestwick og um Glasgowborg. í KK eru börnin eins og systkini og við önnuðumst þau eins og mamma og pabbi, þvoðum af þeim, hugguðum þau og hugsuö- um alveg um þau. Við sáum um 20 börn frá ýmsum þjóðum, sem voru á breiöum aldri og var hugs- unin sú að þau elstu, sem voru um 19 ára aðstoðuðu þau yngri, en Hanna, yngri dóttir okkar var yngst. Við fórum í boðunarferðir m.a. á erfið svæði í Glasgow þar sem bjórflöskum og dósum var kastað í börnin á meöan þau sungu og dönsuðu fyrir fólkið. Þegar þau voru búin með dag- skrána sína, fóru börnin og báöu fyrir þeim sem höföu kastað í þau. Þetta var mjög þroskandi og trú- arstyrkjandi fyrir þau og okkur líka. Nú hafið þið tekið þátt íýmsu námskeiðahaldi? R: Það er nú þannig að samhliða barna- og unglingastarfinu vorum við reglulega með ýmis námskeið fyrir fullorðna, t.d. námskeið um uppeldi barna, bænanámskeið, o.þ.h. Eftir að hafa heyrt um Alfa- námskeiðin, útvegaði ég mér bæk- urnar eftir Nicky Gumbel, höfund efnisins. Þá sá ég strax aö þetta var eins og talað úr mínu hjarta. Þarna var kristindómnum komið á framfæri við fólk á aðgengilegan og einfaldan hátt. Við ákváðum að byrja með svona námskeiö árið 1997. Mér telst til aö fýrstu Alfa- námskeiðin sem haldin voru hér á landi voru í Biblíuskólanum við Holtaveg og í Bibliuskóla UFMH á Eyjólfsstöðum. Námskeiðið i Kefla- víkurkirkju erfyrsta námskeiðið sem byrjar í þjóðkirkjusöfnuöi. Mér fannst strax í upphafi að við ætt- um að halda 10 námskeið, því þetta er lagt þannig upp að maður haldi ekki bara eitt, heldur þrauki 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.