Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 21
steöjar. Foreldrar hafa ekki tíma eöa gefa sér ekki tíma til þess aö sinna börnunum sinum eins og vera skyldi. Afleiðingin liggur fyrir. Sýna ekki skoðanakannanir aö mikill meirihluti unglinga á aldr- inum 13-16 ára óttast ofbeldi í umhverfi sínu? Er ekki verið aö bjóöa unglingum áfengi til sölu allt niöur í 15 ára í opinberum auglýsingum skemmtistaöa? Og eru ekki flestir að vinna meö náminu sem skráðir eru i fram- haldsskólana án þess aö foreldrar kippi sér upp viö þaö? 5. Ekki aðeins meðalfjölskyldur Ég hef hér fjallað um stööu meö- alfjölskyldunnar á íslandi í dag. Margar fjölskyldur eiga auk þess sem hér hefur veriö talað um í miklum erfiðleikum bæði fjár- hagslega og félagslega. Þaö eru ekki allar fjölskyldur túrbófjöl- skyldur, sem búnar eru aukakrafti. Ekki þarf aö fjölyröa um stööu ör- yrkja, hún er þekkt af öllum. En þeir eiga víst líka börn. Og hiö sama má segja um þá sem missa heilsuna af einhverjum ástæöum. Fólk sem er frá störfum í langan tíma vegna veikinda og fer á sjúkradagpeninga missirgrund- völlinn undan framfærslu heimil- isins. Þaö kemur aö sjálfsögöu niður á börnunum, því sjúklingar eiga líka börn. Fátækt ríkir því miður orðið víöa í samfélaginu okkar. Fátækt gerir þaö að verkum aö foreldrar geta ekki veitt börnunum sínum jafna stööu á viö önnur börn, geta ekki veitt þeim sjálfsagða hluti eins og t.d. tónlistarmenntun eöa tannréttingar. 6. Að styrkja hjónabandið og fjölskylduna En hvernig er hægt að leysa úr þessum vanda og styrkja hjóna- bandið og fjölskylduna? Viö ætt- um hæglega aö geta búiö fjöl- skyldunni og hjónabandinu líf- vænleg skilyrði á nýrri öld, ein rík- asta þjóð i heimi. Aö sjálfsögðu þarf hver og einn aö byrja heima hjá sér. Við getum ekki aðeins beðiö eftir því aö stjórnvöld og fýrirtækin í landinu taki til á hinum opinbera vettvangi Gátlisti hamingjunnar Gefum okkur tíma til þess aö tala viö fjöl- skyldu okkar um hluti sem i raun og veru skipta okkur máli. Tökum lika reglulega þátt í einhverju meö maka okkar og börn- um sem auðgar fjölskyldulífiö þannig aö kærleikurinn fái að halda áfram aö vaxa hjá okkur. Og tölum einlæglega saman, um samskipti okkar og vandamál hins daglega lífs. Reynum aö læra aö rækta ástina í samskiptum okkar, með því að fullnægja þörfum okkar fyrir hrós, viðurkenningu, snertingu, hlýju, viröingu og umhyggju. Þaö er erfitt aö elska þann sem ekki er hægt aö hlæja með. Skopskynið er stór og mikilvægur hluti af sameiginlegri tilveru okkar. Tökum ekki hvert annað of alvar- lega. Sjáum til þess aö skopskyniö og leik- urinn fái aö vaxa og dafna. Aö snerta hvort annaö mikiö og oft styrkir sambandiö. Það er hægt aö gefa af sér margar hlýjar tilfinningar meö því aö strjúka hvort öðru, taka utan um hvort annað og sýna hvort ööru bliðu, án þess aö markmiðið sé endilega kynlíf. Snerting er þögul samskipti, hljóö en hlý rödd er lendir ekki í þeim gildrum sem oröin geta leitt okkur í. Meö því að upplifa maka sinn upp á nýtt í gegnum snertingu fingurgómanna einna, er hægt aö opna fyrir nýjar leiðir og endurnýjaö samfélag. Þögnin getur bæöi veriö jákvæö og neikvæð. Þaö er sameiginlegt einkenni hjá flestum pörum sem hafa lent í gildru van- ans og leiðans aö þau segja „við erum hætt aö tala saman". Þaö er staöreynd aö par sem viðheldur ástinni talar mikið sam- an. Samtaliö er fyrir sambúöina eins og blóðið fyrir líkamann. Án samtals getur sambúöin ekki lifaö af, eins og líkaminn lifir ekki án blóðsins. Finniö ykkur stundir til aö tala saman ein. Gott kynlíf er hornsteinn sérhvers sam- bands. Kynlífið getur viðhaldið sambandinu þó aö margt annað bregöist. Og á sama hátt getur gott samband lent í erfiöleikum ef kynlífið dofnar. Þaö eru allt of margir sem nota rúmiö til aö gera út um málin, svona rétt fyrir svefninn. Afleiöingin verður sú að kynlífinu hrakar, vandamálin leysast ekki og andvökunætur auka á erfiöleikana í sambúðinni. Því ættu pör aö reyna að sættast fýrir nóttina i stað þess aö breyta hjónarúminu í dómssal. Að gefa hvort öðru litlar og stórar gjafir er ein aðferðin sem nota má til að sýna að maður taki eftir og sé aö hugsa til maka sins. Gjafir gefnar meö jákvæöu hug- arfari, sem tákn ástar og umhyggju, styrkja sambandiö og efla, sama hversu mörg árin verða. En umfram allt skulum við gefa hvort öðru tíma. Meö því aö „gefa" tíma látum við maka okkar vita aö þaö erum „viö" sem höfum forgang. Venjum okkur á að byggja upp fjölskylduna með þvi að segja hvernig okkur líöur í sambandi okkar, i staö þess að brjóta niður meö þögninni. Fyrirgefum hvert ööru og okkur sjálfum. Og biðjum Guö um aö fylla samband okkar af kær- leika og krafti. og forgangsraði með hag fjölskyld- unnar í huga. Viö þurfum líka aö forgangsraöa hvert og eitt heima hjá okkur. Gætum viö ekki verið opnari fyrir þörfum hvert annars á heimilinu, sýnt hvert öðru meiri hlýju og viröingu, hrósaö hvert öðru meira, hlegiö meira saman? Og umfram allt, gætum viö ekki gefið fjölskyldunni og börnunum okkar meiri tíma? Mig langar til aö enda þessar vangaveltur á lista yfir nokkur hagnýt atriöi sem hvert og eitt okkar getur gert til aö auka hamingjuna á heimilinu, hvort sem viö erum í sambúð eöa einstæðir foreldrar, rík eða fátæk. Ég kalla þennan lista „Gátlista hamingjunn- ar". Þetta er eins konar minnismiði sem viö getum hengt á ísskápinn heima hjá okkur og lesið saman. Viö ættum siöan aö spyrja okkur sjálf hvert og eitt hvað viö getum gert fyrir ástina í sambandinu okk- ar við maka okkar og börn, en ekki bara bíöa eftir því aö hinir í fjöl- skyldunni geri eitthvaö fyrir okkur. Þá endum viö eins og karlinn sem vildi skilja við konuna sína af þvi aö hún geröi aldrei neitt skemmti- legt og datt aldrei neitt í hug. Sjálfur hafði hann ekki hugsaö út í það að e.t.v. þyrfti hann aö líta í eigin barm. Flöfundur er prestur við Hafnarfjaröar- kirkju og MA I trúarbragðafræðum. theimis@simnet.is 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.