Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 8
Ragnar Gunnarsson Hún var mótuð af trú sinni Viðtal við Guðrúnu Ásmundsdóttur höfund og leikstjóra leikritsins um Úlafíu Jóhannsdóttur Ég var mættur á Grandaveginn upp úr hádeginu fyrir stuttu. Guðrún hefur löngum verið með mörg járn í eldinum og því þurfti að leita færis svo viö gætum hist. Er ég kom var lagt á borðið, kaffi, brauð og kökur. Um leið og kaffið rann Ijúflega niður rifjuöum viö upp skemmti- legar minningar frá fyrri fund- um. Síðan fórum við að ræða um Olafíu Jóhannsdóttur og leikritið góða. Hvernig kynntist þú Ólafíu? Þetta byrjaði allt með því að mikil vinkona mín frá Eskifirði sendi mér ævisöguna hennar, Frá myrkri til Ijóss (Arthur Gook, Akureyri 1925). Flún sagöi mér að þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga fyrir. Mér fannst þetta lika merki- legt en einhvern veginn kom ég mér ekki til að lesa bókina strax, þó svo hún heillaði mig. Ólafía kom til tals i sambandi við 100 ára afmæli Hvítabandsins áriö 1995. í því sambandi var ég að nefna við þær að skrifa leikrit. Ólafía var ein af stofnendunum. En úr þessu varð ekki útgáfa sögu Hvítabandsins var mér ásamt mörgu öðru mikil hjálp. Ég hitti svo Helgu Hróbjartsdóttur og hún heyrði á mér að mig langaöi að skrifa leikrit um Ólafíu og var hin mesta hvatningarkona í því að fá mig af staö. Þá var eins og kveikt væri á púðurtunnu. Hún gekkst í að ég kæmist til Noregs og KFUK styrkti mig til þess. Konurnar í KFUK fengu fyrir mig herbergi í Osló, og þar dvaldi ég í mánuð og stúderaöi. Þegar Ijóst var að þetta stóð til þá komu til mín svo mörg tilboö. Þaö er alltaf verið að áreita mann, með alls kyns verk- efni. Viö það ýttist Ólafía til hlið- ar, en þá dreymdi mig hana. Hvernig var draumurinn? í draumnum leigði ég íbúð með henni þar sem ég var komin í mitt hreina hvíta rúm í sama herbergi og Ólafia. Ólafia lagöi alltaf svo mikið upp úr þvi að all- ar manneskjur ættu að geta sofnað í hreinu rúmi. Hjálpræðis- herinn dreifði um tima hreinu lini til fólks fyrir jólin. Ég fór í draumnum í hreint rúm, úr poka- lérefti. Þá hringdi bjallan og ég stökk fram. „Þú þarft ekki alltaf að hlaupa Guðrún," sagði Ólafía. Ég skreið aftur upp i og fann sængina, og þá fylltist forstofan * *

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.