Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 25
'ú'I Agnes Eiríksddttir Lífið með Guði er spennandi og viðburðaríkt Viðtal við Ragnar Snæ Karlsson og Málfríði Jóhannsdóttur Ragnar: Ég kem annars staöar að, er Austfiröingur, nánar tiltekiö frá Norðfirði, þó ég sé ekki alinn upp þar nema þau 10 sumur sem ég dvaldi hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu á Hornafirði. Viö bjuggum á nokkrum stöðum, en svo flyst ég til Keflavíkur. Á mínu heimili var ekki talað mikiö um kristindóminn, ekki þannig að fólk væri á móti honum, hann var bara ekki til umræðu né trúin yfirhöf- uð. Þegar ég fór að hugsa um þessi mál síðar, þá komst ég aö þeirri niðurstöðu með sjálfum mér aö það væru örugglega engir sem tryöu á Guð. Þegar ég kynnist Málfríði, kynnist ég í fyrsta skipti manneskju sem talar um trúna sem raunverulegan hlut. Ég var alveg tilbúinn að keyra hana og koma með henni á þessa KSS (Kristileg skólasamtök) fundi í Ragnar Snær Karlsson starfar sem æskulýðsfulltrúi fyrir Lands- samband KFUM og KFUK og kona hans, Málfríður Jóhanns- dóttir leikskólakennari, starfar á leikskóla KFUM og KFUK. Ég heimsótti þau ekki alls fyrir löngu með það fyrir augum að leyfa lesendum Bjarma aö kynn- ast þeim örlitið betur. Þrátt fyrir að ég sé búin að þekkja þau í um 30 ár, varð ég margs vísari. Þau sem vita einhver deili á þeim hjónum, vita að þau hafa lengi veriö leiötogar í kristilegu barna- og unglingastarfi. Þó gera allir sér vart grein fyrir því hversu miklir frumkvöðlar þau hafa ver- iö. Starf þeirra í Guðs ríki hefur veriö einstaklega fjölbreytt. Það getur verið mjög lærdómsríkt að heyra um handleiöslu Guðs í lífi fólks sem starfar í Guðs ríki og þar eru Ragnar og Málfríöur engin undantekning. Ég baö þau um að byrja á því að segja okkur dálítil deili á sjálfum sér og hvernig þau komust til trúar. Málfríður: Ég er fædd og uppalin í Keflavík. Ég er alin upp í kristinni trú og elst upp við að fara í sunnudagaskóla í Fíladelfíukirkj- unni í Keflavík fyrst og síðan á Hliðarfundi, sem þá voru kallaðir. Mamma er ein af stofnendum Kristniboösfélagsins í Keflavík; en það var stofnað í stofunni heima. Ég vex því upp í trúarlegu um- hverfi, fæ mjög góðan grunn í sunnudagaskóla Hvítasunnu- manna hjá Haraldi Guðjónssyni, sem ég hef búið að alla mína ævi. Einnig var ég í Vindáshlíð á sumr- in og þegar ég komst á unglingsár, sótti ég KSS fundi i Reykjavík og aðra unglingafundi, sem og kristi- leg mót í Vatnaskógi. Mér var alltaf mjög eðlilegt aö trúa á Guö og þurfti aldrei að velta mér upp úr neinum efasemdum, þetta var bara hluti af lifinu. Það var svo á biblíunámskeiði í Vatnaskógi þeg- ar ég var 16 ára sem ég tók meö- vitað á móti Kristi. Þá var ég reyndar búin að kynnast Ragga, og þá kom hann með ýmsar spurningar og efasemdir sem ég hafði aldrei haft og aldrei haft neina þörf fyrir. Reykjavík. Það var kannski mín leiö til aö fá hana á rúntinn með mér! Þegar ég fór þangað, varð ég fyrir hálfgerðu menningarsjokki, þvi þar var fullt af fólki, sem átti þessa einlægu trú. Það tók mig i rauninni heilt ár að hugsa þetta mál og gera upp viö mig að ég vildi fylgja Kristi. Það var svo haustið 1972 á biblíunámskeiði í Vatnaskógi að ég gafst Guöi heils hugar. Við héldum áfram að fara til Reykjavíkur og leita okkur að samfélagi og andlegri næringu og 25

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.