Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 14
veru skiptir trúarþroskinn stóran sess, aö mínu mati, fyrir þroska- ferli mannsins. í trúnni er komið inn á mikilvægi þess að við hætt- ...þess vegna tel ág að fyrirgefning geti aldrei átt sér stað nema réttlæti eigi sér stað, sem undanfari. um að streitast við aö vinna okkur inn velþóknun annarra og að Guð hafi tekið okkur að sér án skilyrða. Þannig að Ijóst er að þáttur trúarinnar er mikilvægur í þeirri nálgun og mannskilningi sem ég vil hafa að leiðarljósi í lífinu. Virð- ingin fyrir einstaklingnum þarf að vera í fyrirrúmi og innan sálfræð- innar skiptir það einnig megin- máli. í meðferðarvinnu ganga hlutirnir því í raun og veru ekki út á ráðgjöf heldur þaö aö hjálpa fólki að átta sig á á tilfinningum sínum og, í kjölfariö, aö finna eig- in svör við vandanum. Hvað er fyrirgefning? Fyrirgefning held ég að sé annað hvort kraftaverk eða ferill, eða þá hvort tveggja. Maður hefur heyrt hjónabandsaðilinn yfirgefur hjónabandið vegna þess að ein- hver annar eða önnur var komin í spilið. Við aðstæður sem þessum hafa mikilvæg grunngildi tryggðar og trúnaöar verið troöin ofan í svaðið. Slíkur verknaður veldur djúpum særindum, allt hefurverið sett úr skoröum og vandamálin og erfiðleikarnir hrúgast upp. Við getum með sanni sagt að margt það sem gerist sé í raun ófyrirgef- anlegt. Og þess vegna tel ég að fyrirgefning geti aldrei átt sér staö nema réttlæti eigi sér staö, sem undanfari. Við þekkjum sög- una um Jósef í Biblíunni. Flann fyrirgaf ekki bræðrum sínum fyrr en hann haföi hlotiö upphefö og var orðinn háttsettur í Egypta- landi, hann var búinn að fá rétt- læti. Fyrirgefning er úrvinnsluferli þar sem fara þarf í gegnum. Þegar brotið er á manni veröur afleið- ingin sálræn meiðsl, særindi, dep- urö, kvíöi og vanlíðan sem þarf að horfast í augu viö og sigrast á - þetta er ferli. Fyrirgefningin er gjöf, sá sem fyrirgefur gefur þá gjöf í styrkleika en ekki i veikleika - sem niðurbrotiö og sigrað fórn- arlamb ranglætis. Ef fólk reynir að talað um hvernig fólk hafi megn- að að fyrirgefa í aðstæðum sem virtust vera ófyrirgefanlegar. Til dæmis þegar fjölskyldan er myrt eða í aðstæöum þar sem annar fyrirgefa án þess að eiga „tilfinn- ingalega innstæðu" fyrir fyrirgefn- ingunni, þá verður alls ekki um fyrirgefningu að ræða, því hver getur gefið það sem hann á ekki? Geturðu útskýrt betur þetta með réttlœtið? í bók sinni „Forgiving the Unforgi- vable" ræðir Beverly Flanigan nið- urstöður mikillar rannsóknar á ferli fyrirgefningarinnar. Viðtöl voru tekin við hundrað manns sem allir áttu það sammerkt að hafa orðið fórnarlömb þess sem viö getum taliö óf/rirgefanlegt, t.d. aö börn þeirra voru misnotuö af nánum ættingja eða svikin meö grófum hætti, o.s.frv.. Beverly lagði sig eft- ir því að rannsaka hvernig þolend- ur höfðu unnið sig frá sársaukan- um og hvort það ferli sem kom i Ijós var á einhvern hátt hliðstætt frá einum einstaklingi til annars. Eins og við var aö búast kom fram að um tiltekið ferli var að ræða. Við skulum núna lita á þessi skref eða ferli f/rirgefningarinnar auk þess að athuga nánar hvað í raun og veru einkennir sálræn meiösl - afleiðingu þess að brotið er á manni þannig að lífið gengur ekki lengur upp. Alvarleg brot á fólki setja allt úrskorðum - heimurinn hrynur. Sálræn meiösl valda nístandi sárs- auka og særindum sem snerta innsta kjarna sjálfsmyndarinnar og því ekki raunhæft að ætla að þolendur geti ýtt þessari líðan til hliöar og fyrirgefið. Það er búið aö troða á siðferöisleg gildi sem talin voru sjálfgefin, verknaðurinn er oft framinn af þeim sem hafa per- sónuleg náin tengsl - það gerir allt miklu verra. Við þurfum að skilja að upplifun fólks er sértæk og breytileg frá einum einstaklingi til annars. Þegar fólk verður fyrir sál- rænum meiðslum missir það stjórn á aðstæðunum, missir fótanna í tilfinningarlegum skilningi og get- an til að treysta veröur lítil sem engin. Þegar búið er að „rústa" getunni til að treysta hefurðu þol- andinn ekkert lengur til að byggja hvað varðar það að fyrirgefa. Fyr- irgefningarferlið miöar aö endur- uppbyggingu. Sjálfstraustið er horfiö, trú á réttlæti og sanngirni sundurmoluö og við þurfum þess vegna að endurskilgreina og end- urheimta þau mikilvægu grunn- gildi réttlætis og heiðarleika sem höfðu áður veriö sjálfgefin. Þessar afleiöingar eru í raun og veru eitt þaö versta sem hlýst af sálrænum 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.