Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 9
af fólki, fólki sem kom óboðið. Þegar ég vaknaði minntist ég þessarar setningar, ég þurfti ekki að taka öll verkefnin sem mér stóðu til boða, ég átti að ein- beita mér að Ólafíu. Heilagur andi og Jesús Kristur hafa fylgt mér í vinnunni allri. Þar fyrir utan hefur ótrúlegasta fólk rétt mér hjálparhönd og veitt mér nýja sýn inn i líf þessarar konu. Eg finn mikinn samhljóm í trú hennar. Þessi frábæra setning er frá Ólafíu: „Að deyja er eins og aö hátta upp í hreint rúm beint komin úr baði að loknu dagsverki kvöldið fyrir páskadag." Hvað getur þú sagt okkur um œsku Ólafiu? Ólafía fæddist árið 1863 og bjó fyrstu árin á Mosfelli. Þar var fað- ir hennar, Jóhann Knútur Bene- diktsson, prestur, en hann var drykkjumaður. A Mosfelli varö messufall vegna þess aö prestur- inn var drukkinn og biskup þurfti að setja ofan í við hann. Þetta kemur fram í leikritinu. Hún er þvi alin upp á drykkjumannsheimili en báðir afar hennar voru einnig alkóhólistar. Ólafía fluttist síðan til Viöeyjar og móðirin kom börn- unum til manns. Drykkjuskapurinn setti sitt mark á Ólafíu. Hún virð- ist hafa ákveðið að rísa gegn þessu, drekanum sjálfum, og helg- aði mikið af kröftum sínum því að berjast gegn áfengisvandanum. Hún vildi ekki lenda i sporum eða böli móðursinnar. Hún vissi líka aö hún myndi trúlega dragast að alkóhólistunum. Hún átti sérstakt samband við frænda sinn, Einar Benediktsson, þeirra á milli var gagnkvæm ást, en sú ást átti sér ekki von vegna drykkjuskapar Ein- ars. Það má segja að síðan hafi ást hennar verið yfirfærð á fólkið sem hún þjónaði. Hvers varðst þú visari i Noregi? Að sjálfsögðu varð ég margs vís- ari. Ég hafði miðstöð á þessu heimili og eftir dvölina þar ferð- aðist ég til Norður-Noregs, til Ytt- eroy. Þar dvaldi Ólafía i þrjú ár. En ýmislegt hafði gerst á undan því. Hún var fyrst hér heima og mikiö afrek hennar var að ferðast um allt ísland fyrir Góötemplararegl- una. Hún þurfti að sjá fyrir sér og fékk vinnu hjá vátryggingarfyrir- tækinu Star sem seldi tryggingar. Hún var með skrifstofu hér og fékk í tengslum við það styrki til að fara til útlanda. Hún ferðaðist fyrir regluna, hélt ræður í kirkjum, stofnaði stúkur sem fuku upp hér hver af annarri fyrir hennar til- stilli. Hún var einnig tengd heima- trúboðsstarfi Sigurbjörns Á. Gisla- sonar og Friðriks Friðrikssonar, en báðir ferðuðust þeir um landið, ekki síst Sigurbjörn. Henni fannst hún hins vegar ekki þess verð að vera með þeim. Fyrsta sinnið sem hún var með þeim og hélt ræðu bað hún við- stadda um að hjálpa sér að biðja upphátt, hún gæti það ekki sjálf. Þannig var hún alltaf heiðarleg. Sigurbjörn taldi hana mælskustu konu á íslandi og það var mikill fengur fyrir hann og Friðrik Frið- riksson að hafa hana með sér. Góðtemplarareglan var eina al- þýðlega reglan á þessum tíma þar sem allir komu saman, allar stétt- ir. Konurnar ætluöu að þurrka upp landið, þær fengu vínbannið í gegn á sínum tíma. Síðan var annað afrek sem hún og Ingveldur Guðmundsdóttir kaupmanhsfrú unnu saman. Þær stóðu fyrir utan helstu krá bæjarins, Svinastíuna, og stöðvuðu alla sem þar ætluðu inn og reyndu að tala um fyrir þeim. Sigurbjörn Á. Gíslason og Indriði Guðmundsson stóðu á næsta horni og fylgdust með stúlkunum að allt væri í lagi, en vildu ekki láta sjá sig þarna fyrir framan. Þá varð til þessi vísa eftir óþekktan drykkjumann: Þegar ég hér stíg á strönd, stendur á milli vina, Ólafía á aðra hönd og Ingveldur á hina . Þetta gekk vel hjá þeim því kráareigandinn fór í mál við þær, en þær unnu máliö. Þetta var mikið afrek unnið af konum i bæ sem var orðinn svo gegnsósa af víndrykkju að þegar fyrsta verka- lýðsfélagið var stofnaö var leitað til reglunnar, það þurfti að þurrka bæinn til að verkamennirnir gætu unnið vinnuna sína. Hvað veistu meira um samband Ólafiu og Friðriks? Friðrik Friðriksson og Ólafía skrif- uðust mikið á. Bréfin á milli þeirra eru svo falleg, vinátta þeirra var einlæg og hrein. Hún hughreysti hann þegar hann var að missa móðursína, en sjálfvissi hún að fólk gat misst þolinmæðina og dæmt sjálft sig fyrir kærleiksleysi ef það gat ekki uppfyllt allar óskir ástvinar síns. Hún virðist hafa Heilagur andi og Jesús Kristur hafa fylgt mér í vinnunni allri. Þar fyrir utan hefur ótrúlegasta fólk rétt mér hjálparhönd og veitt mér nýja sýn inn í líf þessarar konu. Ég finn mikinn samhljóm í trú hennar. verið trúnaðarvinur Friðriks og út- skýði fyrir honum að að þetta væri erfitt. Þetta var einlæg vin- átta þar sem fólk þorði að viður- kenna veikleika sinn. Ólafía var á meðal þeirra sem Friðrik fékk til að sjá um KFUK starfið í byrjun þar sem hann treysti sér ekki til þess sjálfur. Héðan hélt Ólafia siðan til Kanada og var þá trúuð eins og fólk flest var á þeim tima. Hún haföi velt fyrir sér sannindum kristindómsins en talar um að það hefði verið eins og alltaf vantaði eitthvað upp á. En þar vestra varö hún fýrir sterkum trúarlegum áhrifum. Hún hafði reynt að lesa í bók eftir Charles Spurgeon sem 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.