Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 10
Myndasafn Guðrúnar Ásmundsdóttur Ólafía Jóhannsdóttir höföaði engan veginn til hennar. (Edda Björgvinsdóttir). Seinna, er hún gat ekki sofið, tók hún einhverja bók á heimilinu sem hún dvaldi á, til að líta í og hjálpa sér við að sofa. Þetta var þá bók eftir Spurgeon. En þá staðnæmdust augu hennar við eina setningu og sem breytti öllu fyrir henni. „Jesús er mikill frelsari mikilla syndara." Þarna sannfærðist hún um synd sína, um það að blóö Jesú hreinsar af allri synd. Hún sá að hún þurfti sjálf að iðrast og játa þörf sína fyr- ir frelsarann. Nú tóku fjársjóðir Biblíunnar að Ijúkast upp fyrir henni á nýjan hátt. Einar Benediktsson (Guömundur Sigurös- son) og Kristín amman (Guörún). Síðan lá leiðin til Noregs? Já, Ólafíu fannst hún þurfa að fara til Noregs áður en hún kæmi hing- að heim aftur. Hún hélt þangaö og ferðaöist meðfram vesturströnd- inni norður eftir og hélt fyrirlestra. Þar sem jólin voru aö koma var henni boðið að dvelja á Ytteroy, úti fyrir strönd Norður-Noregs yfir hátíðirnar. En dvöl hennarvarð lengri, því hún veiktist heiftarlega og var lengi oft nær dauða en lífi. í þrjú ár var hún eiginlega föst á eynni þar sem hún var að þroskast, var í skóla hjá Guði. Þarna fékk Guð að vinna áfram þaö góða verk sem hann hafði byrjað í Kanada. Fólkið sem leyfði henni að vera hjá sér leit á það sem mestu gæfu sína að hafa hana og þau skildu með miklum söknuöi og sorg. Þarna var Ólafía mikið til ein meö trú sína, Guð sinn og bænina. Þarna var eins hún væri sett til hliðar og verið væri að undirbúa verkið sem framundan var. Hún fór svo þaðan til Oslóar og hóf þar starf sitt á meöal kvenna í borg- inni. Vændiskonurnar gáfu henni góðan vitnisburö. Ein sagði: „Hún talaði ekki mikið við mig um Guð, en ég held hún hafi talað mikið við Guð um mig." Þær fundu að Ólafía bað fyrir þeim, þær fundu aö hjarta hennar sló fyrir þær. Ólafía var kona vonarinnar og sagði: „Það er þetta með vonina, það er ekkert stórkostlegra en þegar örmagna mannssál teygir hendurnar móti skínandi voninni." Þegar hún var i Kanada höfðu konurnar sem hún kynntist þar gefið henni forláta úr með áritun. En þegar hún steig upp úr veik- indum sínum á Ytteroy og fór til Oslóar að hefja sitt mikla starf gaf hún systurdóttur sinni úrið sitt. Hún taldi sig ekki geta hjálpaö stúlkum sem ekkert áttu ef hún væri með svona flott úr á sér. Það mátti ekki hindra hana. Þú fórst í haust til Oslóar þar sem mikil hátið var i minningu Olafíu. Hvað varþar um að vera? Þetta var einstakt, allt sem við upplifðum þarna úti. Eg afhjúpaði fyrst minnisvaröa á húsi sem Ólafía bjó í ein fimm ár sem hún var þar að störfum. Síðan fórum við til styttunnar hennar, en búið var að flytja hana og koma henni fyrir á betri stað en verið hafði. Þar voru flutt ávörp, íslenski og norski fáninn við hún og norski þjóðsöngurinn sunginn. Vigdís, fyrrverandi forseti, afhenti Ólafíu- verðlaunin sem runnu til pakist- anskrar konu sem hjálpar konum frá heimalandi sínu til að standa á rétti sínum, að læra norskuna, hitta annað fólk og vera ekki bara lokaðar inni á heimilum sínum. Þessi verðlaun eru veitt þeim sem vinna í kyrrþey, á meðal hinna bágstöddu. Þarna var fjölmennur kór Islendinga sem söng. Við gengum svo meðfram Akersánni niður til Jakobskirkjunnar, þar sem leikritið um Ólafiu var sýnt á norsku meö mörgum úrvalsleikur- um. Gengiö var með kyndla og á leiðinni stöðvaði okkur maður sem spurði: „Hver flytur þetta mikla Ijós inn í myrkrið?" Þetta var mjög talandi fyrir Ólafiu. Sjáf fékk ég heiðursverðlaun fyrir framlag mitt til að halda minn- ingu og hugsjón Ólafíu á lofti. En Ólafia átti sin siðustu ár hér heima? Já, hún kom heim árið 1920 en andaðist þremur árum síöar. Þá haföi hún ekki komið hingaö í 17 ár. Henni fannst hún aldrei hafa komið inn í eins mikið andlegt myrkur og hún fann fyrir hér. Spíritisminn var æðandi yfir allt á þessum tíma. Þetta var því mikið áfall fyrir hana. Hún fór jafnvel að efast um að það væri Guðs vilji að hún kæmi afturtil íslands, hélt kannski að þetta væri aðeins hennar eigin óskhyggja. A þeim tíma bjó hún hjá Önnu Thoroddsen, og var að sinna fólki, baö fyrir því og sinnti þvi eftir bestu getu. En hún hafði engin fjárráð til að styrkja það. Til er lýs- 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.