Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 23
um börn og þau önnur sem síður geta varið sig. Misnotkun á þeirri aðstöðu er mjög aivarlegt brot gegn fimmta boðorðinu. Á ég að gæta bróður míns? Þeirri sístæðu spurningu úr 4. kafla I.Mósebókar svarar Jesús mjög ákveðið játandi í sögunni um miskunnsama Samverjann (Lúk. 10:27-37). Að skilningi hans er bláókunnugt fólk bræður okkar og systur, náungi okkar sem viö berum ábyrgð á. í upphafi 21. aldar farast dag- lega þúsundir fólks úr hung- ursneyö og sjúkdómum sem til eru lyf við og kunnátta til að meö- höndla en misskipting gæða veld- ur þvi að systkini okkar um víða veröld deyja að ástæðulausu. Við erum samábyrg fyrir þessu af því að við látum undir höfuð leggjast að gera ailt sem hægt er til að breyta ástandinu og bæta hag þeirra verst settu. Rétt eins og í sögunni um Kain og Abel (I.Mósebók 4) hrópar blóð bróöur okkar til Guðs af jörðinni, kallar á réttiæti og miskunnsemi. Hverju svörum viö? Þú skalt ekki deyða fóstur! Við íslendingar sjáum fram á það að vinnandi fólk veröur sífellt lægra hlutfall þjóðarinnar. Eftir nokkur ár getur þaö leitt til skerð- ingar á velferðarkerfinu. Fáum viröist samt hafa dottið í hug að staöan væri önnur og betri ef við færum okkur hægar í fóstureyö- ingum. Árlega eru höggvin stór skörö í fæðingarárgangana, svo stór að á tæpum þrjátíu árum skipta þau börn tugum þúsunda sem aldrei fengu að fæðast - af ýmsum ástæðum. Um leið og getnaöur hefur átt sér stað er orðiö til nýtt líf sem þroskast og dafnar, fyrst i móöur- lífi og eftir fæðingu utan móður- lífsins en þó ennþá fyrst um sinn algjörlega ósjálfbjarga og háö umönnun annarra. Vissulega eiga sér staö fóstur- lát. Oft er eins og náttúran grípi inn þegar hið nýja líf á ekki von um eðlilegan þroska. Það er ráð- stöfun Guös. Við eigum hins vegar ekki að taka okkur vald hans og höfum engan rétt til þess. Þvi miður virðist samtíöin á köflum ekki gera skýran greinar- mun á getnaðarvörn og fóstur- eyöingu. Okkur er ekki ætlaö að bregðast eftir á við óvelkomnum getnaði með því að eyða hinu nýja lifi sem kviknað er. Þá er afar varhugavert aö fara að skilgreina verðugt líf og óverö- ugt eins og tilhneiging er til þegar rætt er um aö eyöa þeim fóstrum sem gætu bent til alvarlegrar fötl- unar. Hver er þess umkominn aö dæma fyrirfram um líf annarra? Eða viljum við smám saman losna við frávik og erfiðleika og rækta upp fullkomið, lýtalaust mannkyn? Eins og í tilviki styrjaldarátaka má hugsa sér að fóstureyðing sé réttlætanleg þegar valiö snýst um líf gegn lífi. í öðrum tilvikum er það hæpiö. hugsun kemur fram i I.Jóh. 3:15 þar sem hatri er líkt við manndráp enda er hugarfariö það sama þótt verkn- aðurinn hafi ekki veriö framinn. Af þessu er Ijóst að í kristinni trú er það litið mjög alvarlegum augum að koma illa fram við aðra. Undir þetta fellur að sjálfsögðu beint og óbeint kynþáttahatur sem mannkynssagan er því miður full af. Af sama meiði er einnig vandamálið einelti sem mikiö er til umræöu um þessar mundir. Að gera öðrum lífið óbærilegt með stöðugri stríðni og leiðindum er brot á boðorðinu um helgi lífsins. Viö erum öll sköpuð í mynd Guös og eigum öll aö fá að njóta þess lífs án þess að eiga á hættu árásir á persónu okkar eða félagslega einangrun vegna kvikindisskapar annarra. Má flýta andláti? Að sama skapi er ekki hægt aö verja það þegar andláti er beinlin- is flýtt með lyfjagjöf eða öðrum aðgeröum. Annars eðlis er þegar óhjá- kvæmiieg meðferð tii að lina þjáningar flýtir hugsanlega and- látsstundinni og eins þegar ákveö- ið er að taka úr sambandi tæki sem aö nafninu til hafa haldið sjúklingi á lífi þótt heiladauði sé orðinn. Tæknin má ekki verða svo harður húsbóndi að reisn og manngildi verði aukaatriöi. „Þér hafió heyrt....en ég segi yður....“(Matt. 5:21-22) Jesús útskýrði fimmta boðorðið á þann hátt að reiöi og svívirðingar væru beint brot gegn þvi. Svipuð Hver stenst þessar kröfur? Af framansögðu ætti að vera Ijóst að það er ekki eins auðvelt að halda fimmta boöorðiö og viröist við fyrstu sýn. Öll erum við vist brotleg en ættum þó að kapp- kosta að hafa þetta boðorð aö leiðarljósi, eins og öll hin. Látum útskýringu Marteins Lúthers á fimmta boðorðinu hvet- ja okkur: „Vér eigum að óttast og elska Guð svo aö vér eigi meiðum ná- unga vorn eða vinnum honum nokkurt mein á líkama hans, held- ur björgum honum og hjálpum í allri líkamlegri neyð." Höfundur er sóknarprestur i Grensáskirkju 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.