Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 26
svo vorum viö líka nokkur sem hittumst einstaka sinnum í Kefla- vík. Þaö er svo í ágúst 74 aö viö stofnum hóp sem við köllum Kristið æskufólk í Keflavík (KÆK). Hverjir voru helstu mótunarþœtt- irnir í lífi ykkar hvað þetta varðar? M: Þaö voru eiginlega mest börn kristniboöskvennanna og vinir þeirra sem voru í þessum hóp. Það má segja að þetta hafi oröiö til fyrir þeirra bænir. R: Á þessum tíma kynntist ég mörgu nýju fólki. Þannig komumst viö t.d. í kynni viö hóp sem hittist í Mosgerði 7. Þar voru t.d. Friðrik Schram, Eiður Einars- son, þú sjálf og fleiri. Þegar við stofnuöum Kristiö æskufólk, höfö- um viö líka komist í kynni viö Ungdom i Oppdrag, sem eru norsk kristniboösamtök innan Youth With a Mission (YWAM, Ungt fólk með hlutverk) en það hafði komið boðunarhópur frá þeim hingað. Þau voru með götutrúboð í Reykjavík niðri í miðbæ og víðar sumarið 74, þau komu til Kefla- víkur og hvöttu okkur að gera eitthvað meira og við stofnuðum KÆK í framhaldi af því. M: Kristið æskufólk var í raun- inni æskulýðsfélag innan þjóð- kirkjunnar. Það var reyndar mjög merkilegt dæmi, í það minnsta í okkar augum, því viö teljum þetta fyrsta „karismatíska" æskulýðsfé- lagið innan þjóðkirkjunnar. Þarna var „karismatíska" vakningin, eða náöargjafavakningin, nýlega kom- in til landsins. R: Já, og þaö voru skiljanlega margirsem höfðu áhyggjuraf þessu, fólk vildi aðvara okkur og taldi að við værum á hættulegri braut. Við fengum nokkrar heim- sóknir þar sem fólk kom til að sjá og reyna aö tala okkur til. Söngstíll okkar var líka öðruvísi en fólk átti að venjast, við sungum t.d. mikið á ensku og Norður- landamálum svokallaða kóra sem voru sungnir aftur og aftur í lof- gjörðarstíl meö uppréttum hönd- um. Nú er þetta ósköp eðlilegt og flestir textar á íslensku. Siðan óx annað starfút frá þessu? M: Þetta var mjög blómlegt og gott starf og flestir þessara krakka hafa varðveist í trúnni og eru í kristilegu starfi, margir hverjir í forsvari á sínum stað. Á þessum tíma byrjuðum við með barna- starf, KÆK sá um sunnudaga- skólastarf í fjórum sóknum i nokk- ur ár: Innri- og Ytri Njarðvík, Vog- um og Keflavík. Við Raggi héldum því síðan áfram og vorum í 25 ár með sunnudagaskólann í Keflavík og hátt í 10 ár með sunnudaga- skólann í Vogum. Hluta af þessum tíma vorum einnig með sunnu- dagaskóla í Grensáskirkju. En sunnudagaskólinn í Keflavík var okkar heimaakur. Það var oft fjöl- mennt og fullt út úr dyrum, mest held ég aö það hafi verið þegar við töldum um 560 með fullorðn- um. Þegar maöur starfar svona lengi fer maöur að upplifa að börnin sem voru hjá okkur fyrst koma aftur með sín börn. Það er dálítið skrýtin tilfinning. R: Ég fór i skóla hjá YWAM í Noregi eða SOE (School of Evang- elism) eins og það var kallað, þetta var eins konar biblíu- og kristniboðsskóli þar sem áhersla var lögð á kristniboð í borgum. Á meðan ég var í þessum skóla kom eitt sinn hollenskur kennari, Herman ter Welle. Hann kenndi um starf á meðal barna. í einni kennslustundinni sagði hann við mig að ég ætti eftir aö vera í barnastarfi stóran hluta ævinnar og aö ég ætti eftir að ná til allra barna á íslandi og barna í Færeyj- um! Mér fannst þetta mjög sér- stakt en á sama tíma ótrúlegt því mér fannst ég ekki kunna að koma fram við börn. Þau voru hrædd viö mig og ég viö þau. Hefurþetta komiö fram? R: Já ég er enn í barna- og ung- lingastarfi. Þegar við vorum meö fastan þátt i Stundinni okkar hjá Bryndísi Schram þá má kannski segja aö ég hafi a.m.k. náö til flestra barna. M: Við áttum eftir aö kynnast þessum manni betur. Eftir að Raggi kom heim frá Noregi giftum við okkur og þá fengum við bréf frá Herman ter Welle þar sem hann bauð okkur á Evrópuráð- stefnu um barnastarf. Viö fórum í sex vikna flakk um Evrópu en það var brúðkaupsferðin okkar og þá fórum við á þessa ráðstefnu í Hollandi. Þessi ráðstefna hafði mikil áhrif á okkur bæði og skerpti hugsjón okkar um barnastarf. R: Þessi ráðstefna var reyndar ávöxtur af Lausanne 74 fundin- um, mikilli kristniboðs- og boðun- arráðstefnu sem haldin var árið 1974. í Lausanne 74 var starfs- hópur um trúboð á meðal barna og unglinga, en i honum voru t.d. þau Herman ter Welle, Loren Cunningham, og Claire-Lise de Benoit (Ragnar og Málfríður þýddu síðar barnabók eftir hana sem UFMH gaf út og heitir hún: Það ersatt og allir œttu að vita það) Hópurinn komst aö þeirri niðurstöðu að stefnt yrði að Evr- ópuráðstefnum um boðun fagn- aðarerindisins á meðal barna. Við fórum á þessar ráðstefnur í nokk- ur ár og síðasta árið fórum viö sem starfsmenn. Síðasta árið fóru fleiri með okkur héðan. M: Á þessum Evrópuráðstefn- um fengum við margar hugmyndir og þar mynduðust sambönd, sem við erum meö enn í dag og á ráö- stefnunni 76 kynntumst við í fyrsta sinn brúðunotkun í barna- starfi. Við vorum ákaft hvött til að byrja með brúður, þó það yrði það eina sem við tækjum með okkur 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.