Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 29
Sr. Sigurður Pálsson Kemur það mál Páskaprédikun Guðspjall: Mark. 16.1-7 Þá er hvíldardagurinn var liö- inn, keyptu þær María Magdalena, María móðir Jak- obs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vik- unnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafar- munnanum? En þegar þær líta upp, sjá þær, aö steininum hafði verið velt frá, en hann var mjög stór. Þær stiga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju og þær skelfdust. En hann sagöi við þær: „Skelfist eigi. Þér leitiö að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjá, þarna er staðurinn, þar sem þeir lögöu hann. En fariö og segið læri- sveinum hans og Pétri: „Hann fer á undan yöur til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann, eins og hann sagði yður"." Þá var þeirri samfylgd lokið. Jesús frá Nasaret haföi veriö tekinn af lífi og lagður í gröf. Þeir höföu þyrlast í allar áttir, vinir hans sem mest höfðu með honum verið. Eftir handtökuna í grasgarðinum eru aðeins þrír nefndir á nafn í frásögnum guðspjallanna. Pétur, sem gekk grátandi beiskum tárum út úr hallargaröi æösta prestsins eftir að hafa svariö af sér öll tengsl viö þennan sakamann. Júd- as, sem ekki gat horfst í augu við eigin brigöur og gaf sig dauöan- um á vald og Jóhannes, sem stóð viö hliö móður Jesú á meðan hann háði dauöastríðiö og gaf upp andann. En konurnar í læri- sveinahópnum töldu hlutverki sínu ekki lokiö. Þær fylgdust með hvar hann var lagður og hugsuðu sér að búa betur um strax aö loknum hvíldardegi. Og þær stóöu viö þaö. Á fyrsta degi vikunnar rifu þær sig upp fyrir allar aldir til aö Ijúka þjónustu sinni við látinn vin, þótt þærvissu ekki almennilega hvern- ig þær kæmust aö líkinu. Höföu reyndar áhyggjur af því hver myndi hjálpa þeim að velta stein- inum frá grafarmunnanum. Ekki voru þeir karlmennirnir úr læri- sveinahópnum neins staðar nærri. Endalok eða upphaf Fram að þessu líkist þessi frásaga meira endalokum en upphafi. Samt var það svona sem kirkjan lagði af stað út í veröldina. Leið- toginn í gröf sinni og fylgjendurn- ir flúnir í skelfingu, utan konurnar sem enn áttu nábjörgunum ólokið. Samt erum viö hér 2000 árum síðar, á fyrsta degi vikunnar eins og þá, og tökum undir með millj- ónum um víöa veröld: „Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn!" Það blasti viö þeim opin gröf. Þegar þær litu inn fundu þær ekki hann sem þær leituðu aö. En þær voru sendar meö boö: „Hann er upprisinn, hann er ekki hér. Farið og segiö lærisveinum hans og Pétri: „Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuö þér sjá hann, eins og hann sagði yður"." Eins og hann sagði yður, já. Voru þau þá ekki við öllu búin? Nei, þau viröast ekki hafa verið viö neinu búin. Og þegar konurnar tóku að segja frá, þótti engin sérstök ástæöa til aö taka þaö alvarlega, við mig? enda töldust konur ekki áreiðan- leg vitni í þann tíö. Reyndar trúir enginn heilvita maður því aö dauður maður gangi út úr gröf sinni, bara sisvona. Og það dugði ekki til þótt tveir karlanna í hópn- um segöust einnig hafa séð hann. Þeim var heldur ekki trúaö, enda var þetta fólk flest heldur skynugt og lét ekki segja sér hvað sem var. Samt erum við hér 2000 árum síðar, á fyrsta degi vikunnar eins og þá, og tökum undir með millj- ónum manna um víða veröld: „Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn!" Af hverju látum við hafa okkur í þaö? Hvaö breytti þessum vantrúaöa og vandræðalega fylgjendahópi i kirkju Krists sem hefur veriö á sig- 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.