Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 30
urför síðan með þennan boðskap sem uppistöðu í erindi sínu: „Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn," - þrátt fyrir glímuna við vantrú og efa og þrátt fyrir ítrekaðar árásir efnis- hyggju og vitsmunahroka sem tel- ur það eitt hjálpa manninum sem vitsmunir hans fá afrekað. lega verið, því hann hafði fæðst á tilteknum stað og á tilteknum tima, og ekki var hann kynntur sem goðsagnapersóna. Hann var heldur ekki aðeins fortíð, hann var einnig nútíð. Allt sem um hann var sagt, - var heyrt og skilið í Ijósi dauöa hans og upprisu. Og þessi söfnuður trúaöra tók að Trúin á upprisuna Þau mættu honum eitt af öðru og þekktu hann aftur sem þann sem hann var og sannfæröust um að sá sem var - er. Trú hinna fyrstu votta á hinn upprisna er megin- ástæða þess að þau tóku að segja frá honum, ekki í þátíð, heldur í nútíð. Hefði enginn trúað á upp- risu hans hefði enginn ómakað sig að segja frá honum, hvorki lífi hans né dauða. Mergurinn málsins fyrir þeim sem sögðu frá var ekki sagan af honum sem eitt sinn hafði lifað, heldur vitnisburöurinn um hann sem enn lifir og mætir fólki í því sem um hann er sagt. Hann lifnaði þó ekki við í frásögn- um úr fortíðinni, eins og gengið fólk lifnar viö í frásögum af því. Það voru ekki oröin sem reistu hann frá dauðum, heldur var þaö hinn upprisni sem gæddi vitnis- burðinn lífi. Upprisan gerði þá sem um hana heyrðu að samtima- mönnum hans. Hann hafði vissu- hittast á upprisudaginn, fyrsta dag vikunnar, og guðsþjónusta þeirra var ekki til minningar um hann heldur staðurinn þar sem hann mætti sínu fólki í orðinu og trúnni og náöarmeöulunum og trúin var og trúin er gleðin yfir því að hinn upprisni er ekki síður ná- lægur þótt hann sé ekki framar sýnilegur. Kjarni trúarinnar Dauði og upprisa Jesú Krists eru miðlæg í kristinni trú frá önd- verðu, ekki aðeins vegna þess aö þessir atburöir eru miðlægir í veru Jesú Krists, heldur vegna þess að þeir eru miðlægir atburðir í tilveru sérhvers manns. Að heyra um dauða og upprisu Jesú Krists er að sjá allt, ekki aðeins veru hans, heldur einnig veru sjálfs sín í nýju Ijósi. Að heyra um dauða Jesú Krists er aö heyra um það sem varðar dauölegan mann meira en eigin dauði, vegna þess að þá heyrum við um hann sem dó fyrir alla. Fagnaðarerindið boðar mann- inum að hinn eiginlegi dauði sé að baki, sá dauði sem bíður sé aðeins óeiginlegur dauði vegna þess að í dauða og upprisu Jesú Krists er maðurinn þegar stiginn yfir frá dauðanum til lífsins. Að trúa fagn- aðarerindinu er að heyra það ein- mitt svona. Að heyra þaö sem eitthvað sem kemur manni við meira en manns eigin dauði er að trúa því. Því að i fagnaðarerindinu heyrum við ekki aðeins um upprisu Jesú Krists, heldur einnig um upp- risu okkar sjálfra. Heyri ég ekki í vitnisburðinum um Krist fagnaöar- erindið um eigin upprisu, hef ég alls ekki heyrt fagnaðarerindið. Eg hef þá aðeins heyrt frásögu af kraftaverki sem ósennilegt er að hafi gerst og kemur mér svo sem ekkert við. Páll postuli talar tæpitungulaust um upprisuna sem grundvöll kristinnar trúar er hann segir: „Ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar." En hann heldur áfram og segir: „En nú er Kristur upprisinn, sem frumgróði þeirra sem sofnaöir eru." (1. Kor. 15:17 og 20) Og þessi upprisa er ekki and- legt fyrirbæri, því að Biblían þekk- ir enga mennsku aðra en þá sem er bæöi líkami, sál og andi. Þegar við því játum trú á upprisu mannsins eða upprisu holdsins erum við að játa upprisu manns- ins alls og gjörvallrar sköpunar- innar. Með upprisu Jesú Krists hefst ný sköpun. Kristin trú er því ekki ódauöleikatrú, því að ódauð- leikatrúin greinir manninn að í hið likamlega sem deyr og hið and- lega sem lifir. Upprisutrúin er trú á upprisu mannsins alls, nýja sköpun, trú á að maöurinn þiggur að nýju líf úr hendi Guös. Uppris- an merkir aö einu tengslin sem halda þegar önnur rofna eru tengslin við Guö og þessi tengsl við Guð merkja aö maðurinn er ekki lengur bundinn við sekt sína heldur aðeins við Guð. Upprisu- trúin er trú á nýja sköpun, nýtt upphaf. Merking upprisunnar Upprisan erfrelsun mannsins undan þvi vonlausa hlutverki sem hann hefur kosið sér að eiga allt b 30 j

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.