Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 20
hér á landi. Og hvað gera foreldr- ar svo næst þegar barnið veikist eða þegar hin börnin veikjast? Hvað gera einstæðir foreldrar í þessari aöstöðu? Ætli þeir verði ekki bara að láta sig hafa það að reyna að fá frí úr vinnunni án launa. Þaö er ekki út af engu sem skýrsla Rauða krossinns um fá- tækt er birt var á liðnum vetri dregur fram kröpp kjör einstæðra mæöra, því flestir einstæðu for- eldrarnir eru mæður. Ég hef stundum sagt að ungbarna- fjölskyldan hár á landi sé eins og fyrirtæki sem myndi ganga vel ef fleiri starfsmenn væru fyrir hendi og ef fjármagnið væri meira innan fyrirtækisins. En við skulum líta aðeins á ís- lensku meöalfjölskylduna, þessa sem hvorki erfráskilin né í neinu fjárhagslegu basli. Ég hef leyft mér að kalla þessa fjölskyldu túrbófjöl- skylduna. Þið vitið öll hvað túr- bókrafturinn gerir fyrir bílana. Hann fyllir þá af aukakrafti og gerir það að verkum aö þeir kom- ast yfir hinar verstu torfærur. Gall- inn er sá að torfæruaksturinn fer illa með bílinn og hann slitnarfyrr en ella. Hið sama gerist með túr- bófjölskylduna. Hún rembist viö að standa sig i öllu við þær aðstæður sem henni eru búnar. En það er einmitt oft sú fjölskylda og þau hjón sem standa sig best, skila sínu hlutverki best bæði í vinnu og heima sem einn góðan veðurdag skilja, öllum að óvörum. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að pabbi og mamma voru svo upptekin af því að standa sig og kröfurnar á þau voru svo miklar að þau gleymdu að standa sig hvort gagnvart öðru. Hjónin þekktust einfaldlega ekki lengur. Samskiptin innan túrbó- fjölskyldunnar verða þannig gjarn- an yfirborðskennd. Aðalmarkmiðið veröur að koma á framfæri upp- lýsingum. Vinnudagurinn er langur og það veröur að ákveða hver á að sækja elsta strákinn í fótboltann og klukkan hvaö, hver á að fara með litlu systur á leikskólann og horfa á sýningu leikskólakrakkanna kl. 14:30 í dag, hver á að kaupa í matinn , hver á aö......I Auk þess þarf að sjálfsögðu að sinna öllum heimilisverkunum. Það verður lítill timi aflögu til þess að ræöa um það hvernig manni líöur, hvert sambandið sé að stefna eða annað sem tengist fjölskyldunni. Þetta ástand leiðir líka gjarnan til erfiðleika í kynlífi hjóna. Öll spenna hverfur úr sambandinu, kynlífið verður eins og einhver kvöð eða rútina, enn ein skyldan sem bætist við í amstri hversdags- ins. Neikvæð spenna í kynlífinu eykur svo aftur spennuna milli hjónanna sem var víst ærin fyrir. Ég gæti nefnt mörg dæmi um þetta af samtölum við skjólstæö- inga mína. 4. Samskiptaleysi innan fjölskyldunnar En það er fleira en langur vinnu- dagur sem íþyngir fjölskyldum landsins óþarflega og er á margan hátt eins og leifar frá horfnum tíma. Nú er það svo að langflest hjón vinna bæði úti. Þau eiga erfitt með aö skreppa burt frá vinnu hvenær sem er og treysta á ýmis gæsluúrræði fyrir börnin sin, meöal annars skóla og að sjálf- sögöu leikskóla. Við vitum öll hvað það getur verið erfitt aö fá pláss á leikskólanum en þegar plássið loksins er fengið eru blessuð börn- in komin í öruggt skjól á daginn. Skólinn aftur á móti kemur iöu- lega fram viö foreldrarana eins og á þeirri horfnu öld þegar mamma var alltaf heima og tilbúin að taka á móti börnunum heim. Oft er skóladagur barnanna slitinn i sundur af starfsdögum hjá kennur- um, fríi vegna foreldrafunda, fríi vegna læknaheimsókna, skólasetn- inga og skólaslita, litlu jóla og svo framvegis, ef ekki eru hreinlega bara göt i stundatöflunum. Eins og Úrsúla Ingvadóttir hagfræðingur sýndi fram á í ritgerð fyrir sköm- mu, þá valda síendurtekin fri í skólum hérlendis því að skóla- ganga barna tefst um ein tvö ár, að ekki sé talað um óþægindin sem frídagarnir valda foreldrum. Samskiptaleysið innan fjöl- skyldunnar er rótin að mörgum þeim vanda sem að unglingunum 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.