Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 28
svolítiö. Þaö voru ekki mjög marg- ir á því fyrsta, en síðar fjölgaði mjög mikiö og mest voru tæplega 100 þátttakendur. í minum huga eru fjórir höfuðvaxtarbroddar í þjóökirkjunni í dag, flestir fara nokkuð leynt: Alfa, 12 spora nám- skeiðin, kyrrðardagar og Lúthersk hjónahelgi. HvaO er þaö sem hefur haft mest áhrifá trúarlífykkar? M: Það er af svo mörgu að taka, mér finnst t.d. spennandi hvernig Guð leiðir og hefur gert í gegnum árin. Annars í seinni tíð finnst mér friður Guös og kyrrðin og aö hvíla í næveru hans vera mér mjög mikilvægt. Það hefur haft mikil áhrif á mig. Þar hef ég upplifað Guö á nýja og dýpri hátt. Þar hef- ur Guö mætt mér persónulegra en áöur. Ég get talað viö hann og hann til min. Einmitt þegar ég hef hvílt í friði hans og nærveru þá hefur Guö mætt mér og ég fundiö hvernig hann læknar mig á sál og anda. Annars hefur þessi þáttur trúarinnar þ.e.a.s. innri lækning heillað mig mjög síðustu árin. Mér finnst stórkostlegt aö sjá hvernig Guðs andi vinnur í fólki. Mér finnst líka gott að vita að ég þarf ekki alltaf aö vera að gera eitt- hvað fyrir Guð, hann hefur áhuga á mér! Guð vill eiga tíma með mér sem Málfríöi, en ekki bara sem starfsmanni i Guös ríki. Það sem stendur upp úr í mínu trúarlífi er kærleikur, miskunn og náð Guðs sem er mér svo dýrmætt og svo óendanlega djúpt aö maöur er alltaf aö læra eitthvað nýtt. Þaö er þaö sem gerir lífiö með Guöi svo spennandi. R: Ég get alveg tekið undir allt þetta sem Málfríöur segir og þarf kannski ekki að segja meira. En mér hefur alltaf fundist hún öfundsverö fyrir hve einlægt og kæleiksríkt samband hún á viö Guö. Fyrir mér er það trúarreynsla útaf fyrir sig. Mesta trúarreynslan mín er þegar ég kynnist Guöi á persónlegan hátt. Það var lífsbreytandi fýrir mig. Annars held ég aö reynsla min af fyllingu Heilags anda sé það sem mótaöi mína trú að mestu leiti. Það að fá að reyna náöargjafir Guös í lífi minu hefur veriö mér af- skaplega trúarstyrkjandi. Það er eins og einhver eldur hafi kviknaði innra með mér og þessi eldur brennur ennþá. Þaö er þessi kraftur sem knýr mína trú. Núna síöustu árin er finnst mér tvennt standa uppúr. Þaö er sá læknandi kraftur sem býr í friði Guös. Og sá kraftur sem býr í fyrirgefningu og náð hans. Sú staðreynd að það er ekk- ert sem ég get gert til þess að Guð elski mig meira eöa minna, það finnst alveg stókostlegt. Ég hef oft reynt að reyna að skilja kærleika og náð Guðs en mér er þaö eiginlega ómögulegt. Þetta er eins og Mál- fríður segir, það er alltaf eitthvað nýtt sem kemur i Ijós. Að trúa á persónulegan Guð er ótrúlega spennandi ferðalag. Ragnar og Málfríöur fluttu í bæinn fyrir rúmum 2 árum og búa á Álftanesi. Nokkrum mánuðum síðar fór Málfríöur aö vinna á leikskóla KFUM og KFUK, en Ragnarvann í eitt ár til viðbótar á Keflavíkurflug- velli. Hann hófstörf hjá félögunum í janúar í fyrra. Segja má að þar hefjist nýr kafli í lífi þeirra. Hvernig stóO á þessum breytingum? R: Ég hélt persónulega að þegar við hættum með sunnudagaskól- ann f Keflavík, hefði barna- starfskaflanum í lifi okkar lokið, en svo var greinilega ekki. Þegar viö byrjuðum fyrst í barnastarfi fundum við að þetta var nokkuð sem Guð hafði lagt okkur á hjarta. Nú starfa ég hjá Landssambandi KFUM og KFUK og sé þar um æskulýðsstarfið. Þar fer geysilega fjölbreytt og margþætt starf fram; þar koma um 130 leiötogar sem eru sjálfboöaliðar á öllum aldri að starfinu, en leiðtogar eru yfirleitt 18 ára og eldri, en aðstoðarleið- togar eru yngri. Fræðsluefni er gefið út tvisvar á vetri og koma margir að því að skrifa þaö, en öll samræming á sér stað á skrifstof- unni hjá okkur. Á hverju ári eru um 2600 börn skráð í vikulegt æskulýðstarf hjá KFUM og KFUK. Fyrir utan þetta eru sumarbúðir og annað starf sem er í boöi. Sið- an er miðborgarstarfið innan ramma æskulýðsstarfsins, en það er nokkuð ööruvísi en hið hefð- bundna deildarskipta æskulýðs- starf. M: Ég hélt líka að hlé yrði á starfi mínu með börnum þegar við flyttum í bæinn, en Guð vill aug- Ijóslega nota okkur eitthvaö áfram að þessu leyti. Þaö var og er bæði spennandi og aö vissu leyti ógn- vekjandi að fara þaðan sem við þekktum alla innviði I Keflavík og á nýjan stað, þar sem Guð er að leiða okkur nýjar leiðir, sem hann sýnir okkur með hverju spori. Guö kemur manni sífellt á óvart, en þetta er hluti af því að leggja sig í Guðs hendur og biðja um hans hand- leiðslu, þá gerist eitthvað spenn- andi. Viö vorum t.d. búin aö biðja Guö aö vera meö okkur i að finna húsnæði og Raggi segir að innan sviga hafi ég beöið Guö að gefa okkur stað þar sem viö hefðum út- sýni, ef hægt væri, og stórkostlegra útsýni en þetta er vart hægt að hugsa sér! í þessu sem öðru getum viö tekið undir oröin: Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá (Sálm.37,5). Viö vitum ekki alltaf hvað er framund- an, en ef við leggjum allt I Guðs hendur, þá fer allt vel. Víð höfum aöeins náö að stikla á mjög stóru í viðburðaríku Iffi og starfi Ragnars og Málfríöar. Saga þeirra segir okkur aö ef Guö fær að vera Drottinn í lífi okkar og leiða okkur, þá verður lifiö sann- arlega spennandi og viðburðaríkt. Leyfum sögu þeirra að vera áskor- un til okkar að þora að stiga þau skref sem Guð leiöir okkur til í lífi og starfi. Þá munu fyrirheit Guðs fyrir líf okkar rætast og hann mun veita okkur vonarríka framtíð (Jer.29,11). Viömælandi Ragnars Snæs og Málfríðar er flugfreyja

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.