Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 17
Þaö eru til hlutir sem geta verið gífurlega erfiðir, segjum t.d. þegar einhver nákominn deyr vegna læknamistaka, er hægt að fyrir- gefa slíkt? Ég held að það sé raunverulega hægt að læra að lifa með því en sorgarvinnan getur verið misjafnlega erfið og eigin- lega þarf í sumum tilfellum kraftaverk til að geta fyrirgefiö. En við skulum ekki líta framhjá því að mörgum hefur tekist að fyrirgefa það sem virðist verða ófyrirgefanlegt. Fyrirgefningarferlið er í eðli sínu þroskaferill. Þeir sem fara í gegnum mikla erfiða reynslu öðl- ast dýpri þekkingu og innsæi af þjáningunni og öðlast meiri hæfni til að hjálpa öðrum. Þessi reynsla gerir þá hæfari og sterkari. Hvað með fólk sem finnst það hafa gert ófyrirgefanlega hluti og ekki eiga fyrirgefningu skiiið? Við þurfum að skoða sektarkennd- ina sem er í gangi. Bandaríski sál- fræðingurinn George Kelly sagði eitt sinn að laun sektarinnar væri dauði sjálfsmyndar. Þú getur ekki lifaö ef þú ert full af sektarkennd, það kremur sjálfið. Það er sagt að laun syndarinnar sé dauði. Hver er munurinn á sekt og synd? Ég held að hann sé ekki mikill, hvort tveggja eru náskyld fyrirbæri og viö þurfum að skoða forsendur sektarkenndarinnar og athuga hvort hún byggi ekki á einhverju sem er hægt að uppræta. Stund- um byggir hún á misskilningi. Sá sem er fullur af sektarkennd þarf að fara í gegnum sáttargjörð gagnvart sjálfum sér og öðrum. En stundum eru þetta hlutirsem lig- gja djúpt og þurfa sálfræðimeð- ferðar við til að finna dýpri ein- kenni sem viðhalda sektarkennd- inni. Maður þarf stundum að ásaka og refsa fólki sem brýtur á manni, það er ferli sem þú ferð í gegnum, að tjá reiðina og særind- in. Það eru margar aðferðir not- aðar. I bæn er hægt að fela mál í hendur Guös en eins og ég segi enn og aftur, það verður engin fyrirgefning án réttlætis. Þarfekki eitthvað meira? Lokaáfanginn er ný sjálfsmynd, það að fara í gegnum ferli fýrirgefning- ar breytir okkur. Það breytir okkur á þann hátt að þegar við höfum fyrirgefið hefst ný byrjun og við erum ekki lengur föst i að horfa til baka, heldur getum við horft fram á veginn. Það sem var brotið á okkur hélt okkur i einhvers konar kreppu. Það er þroskaferli að geta fyrirgefið, það er sigur. Það að fá réttlæti styrkir sjálfsmyndina og eflir ónæmiskerfi sálarinnar. Við verðum ekki lengur eins viðkvæm fyrir áföllum, við erum búin að fara i gegnum erfiðleika og það styrkir okkur. Viö næsta áfall er maður næstum eins og bólusettur fyrir erfiðleikum. Sá sem hefur farið i gegnum erfiðleika er miklu sterk- ari. Ef maður fer ekki í gegnum erfiðleikana brjóta þeir mann niður. Og ef þú vilt ekki horfast í augu við hlutina verður þú taugaveikluð. Þegar þú sérð það sem þú vilt ekki sjá og bregðast við, kippistu við i vanlíðan. Þá ertu á flótta frá til- finningum sem þú vilt ekki komast i snertingu viö. Þeir eiga betra með að setja sig í annarra spor sem hafa farið í gegnum hliðstæða erfiöleika og takast á við hliðstæða hluti. Við getum sagt að fyrirgefning sé alltaf náðargjöf. Við höfum end- urheimt réttlæti, tilfinningalega heilsu og styrkleika og við höfum þá unnið mikinn sigur. Ef við ger- um þetta ekki og veljum ekki að fyrirgefa þá erum við með óupp- gerða hluti sem geta veriö eins og sálfræðilegt krabbamein. Biturleiki eyðileggur okkur, hann er eins og krabbamein. Við verðum að muna að sá sem getur ekki fyrirgefið hefur raunhæfar ástæður til að geta það ekki. Við sjáum kannski ekki þessar ástæður en þær eru til staðar og það skiptir máli að við séum ekki að dæma fólk heldur að reyna að skilja það. Það er þrennt sem fyrirgefn- ingin hefur í för með sér: Að við leysum gerandann undan sök, við leysum okkur sjálf undan að burð- ast með vandann og slítum þau bönd sem njörva okkur við þann sem braut gegn okkur og við lít- um fram á veginn i staðinn fyrir að dvelja við fortíðina og það er mikill sigur. Fyrirgefningin er fyrst og fremst það sem við gerum fyrir okkur sjálf, ekki fyrir aöra. Hvað með óuppgerða hluti í lífi fólks? Það er nauðsynlegt fyrir okkur, og þau lífsgæði sem við viljum búa við, að hafa ekki óuppgeröa hluti í lífi okkar. Við búum við skert lífs- gæði ef viö getum ekki fyrirgefið. Svo einfalt er það. Það að fá réttlæti styrkir sjálfsmyndina og eflir ónæmiskerfi sálarinnar. Við verðum ekki lengur eins viðkvæm fyrir áföllum, við erum búin að fara í gegnum erfiðleika og það styrkir okkur. Ef sársauki er fastur innra með okkur er ákveðinn hluta af lífi okkar í myrkri. Astandið sem þetta getur leitt til taugaveiklunar. Sá sem fyrirgefur ekki verður tauga- veiklaður i þeim skilningi að við- komandi ræður ekki við og vill ekki horfast i augu við ákveðna hluti vegna þess að slikt veldur vanlíðan. Það aö vilja ekki fyrir- gefa er hliðrunarferli, sem byggir kannski líka á þvi aö fólk hefur tilfinningalega ekki efni á því. En það þarf að fara í gegnum þetta á þeim hraða sem við ráðum við. Er munur á fyrirgefningu kristinna manna og þeirra sem ekki eru kristnir? Ekki held ég það í grundvallarat- riðum. í eðli sínu held ég að það sé ekkert mikill munur ef fólk hef- ur fýrirgefið af hjarta. Margir halda að eftir að hafa tekið skref trúar, afturhvarf, sé hreinlega búið að hreinsa út öll vandamál. Þetta er alger misskilningur, slíkt gerist ekki. Við þurfum að vinna með okkar mál, lifið er þroskaferli. Viö þurfum fyrst og fremst að vera heiðarleg. Fyrirgefningarvinnan er ferli sem þú ferð í gegnum og þú mátt ekki skjóta þér undan ábyrgö. Að lokum, um leið og við þökkum fyrir, hvar eru upplýsingar um þig og hvernig er hœgt að ná i þig? Ég er með heimasíðu, slóðin er: www.mmedia.is/msj. Viðmælandi Marteins Steinars er kennari, BA i guðfræði og starfsmaöur Kristniboðssambandsins. 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.