Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 15
meiðslum - búið er að eyðileggja getu til aö treysta að nýju. Hvenœr kemurþetta fram? Um leið og verknaöurinn hefur verið framinn. Ég nefndi áðan dæmi þarsem hjónabandssamn- ingurinn er rofinn með því að annar aðili hjónabandsins yfirgef- ur hinn vegna þess að hann eða hún segist vilja „fylgja hjarta sinu" og „láta ástina ráða" - en þannig útskýring er oft gefin. I upphafi hjónabandsins var gengið út frá því aö báöir aðilar myndu standa saman í blíðu og stríðu en nú er hinn skilinn eftir með skuldirnar, ábyrgðina á börnum og, ósjaldan, fer fjárhagurinn í rúst þvi ekki verður lengur kleift að mæta fjár- skuldbindingum. Afleiðingin er sú að illmögulegt virðist vera að geta fyrirgefið. Hver eru þá fyrstu skrefin? Þá erum við komin að spurning- unni um hvað þarf til, til að geta fyrirgefið. Eins og áður segir þá erum við að tala um ferli. Sam- kvæmt athugunum Beverly Flanigan er fyrsta skrefið aö skil- greina eðli og umfang þeirra sál- rænu meiðsla og erfiðleika sem þú hefur lent í. Þetta er eins og að fara til læknis, þú þarft að geta áttað þig á þvi hvar meinið er og til þess sendir læknirinn þig e.t.v. í alls konar rannsóknir. Það þarf að greina og „kortleggja" einkennin. Við þurfum líka að átta okkur á því hvað tilheyrir okkur - að að- greina eigin sálræn meiösl frá sál- rænum meiðslum annarra. Við verðum að muna að viö getum ekki fyrirgefið fyrir hönd annarra. Stundum er fólk með særindi og er reitt fyrir hönd annarra, en við getum ekki fyrirgefiö fyrir hönd einhvers annars. Við þurfum einnig að átta okk- ur á því hvort sá eða sú sem braut á okkur sé ábyrg(ur). Ennfremur þurfum við að draga þann sem braut á okkur til ábyrgðar og hér kemur inn þáttur ásökunar. Ég held að réttlæti verði aldrei nema við getum ásakað. Sumir kristnir menn vilja ekki horfast í augu viö þessa staðreynd vegna sektar- kenndar - þ.e. vegna þess aö þá eru þeir ekki lengur „góðir". Það að mega ekki ásaka þann sem braut á okkur er í raun og veru alls ekki raunhæft. í fagnaðarer- indinu er engin fyrirgefning án réttlætis. Einhver þurfti að taka á sig brotin. Það kostaöi að fyrir- gefa og það er í raun og veru ekki biblíulegt að trúa því að þér sé ætlað að fyrirgefa án þess að mega vera trúr eigin tilfinningum - að fara í gegnum ferli þar sem gerandinn er ásakaður. Ef það er brotiö á okkur þá verðum við að segja sannleikann - i Jóhannesar- guðspjalli 8. kafla 32 versi kemur einmitt fram að sannleikurinn geri okkur frjáls. i Rómverjabréfinu 14. kafla 17. versi kemur ennfremur fram aö Guðs ríki er ekki bara matur og drykkur heldur réttlæti, friður og fögnuöur. En ef réttlæti þvi sem gerðist. Það þarf að rjúfa þennan vítahring svo fólk átti sig á því að það er ekki ábyrgt, sér- staklega er þetta áberandi þegar börn lenda í þessu, þau fara að trúa því aö þau séu ábyrg. Það Við þurfum að lyfta þolandanum upp úr stöðu fórnarlambs, þannig að hann eða hún sé ekki lengur í stöðu þess undirokaða en gerandinn í stöðu þess sem hefur brotið okkur niður (sá sem hefur sigrað). hefur veriö logið að þeim, þeim mútað með sælgæti og kannski hafa vakna einhverjar notalegar kenndir (t.d. líkamsviðbrögð) með- kemst ekki á verður ófriður og vanlíðan, þannig að forsendan fyrir friði og fögnuöi er réttlæti. Við verðum þá að taka réttlœtið alvarlega? Já, ef einhver brýtur á okkur, þá er það ranglæti og við verðum aö kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Við getum kallað það synd, að missa marks og valda skaða. Viö þurfum að draga fólk til ábyrgðar. Línurnar fara aö skýrast þegar viö getum dregið fólk til ábyrgðar og rofið þennan vítahring ruglings- legra tilfinninga og sjálfsásakana. Stundum álitur fólk, sem t.d. lend- ir i kynferðislegri misnotkun, sig vera ábyrgt að einhverju leyti fyrir an á misnotkun stendur og þá fara þau að telja sér trú um að þau eigi einhvern þátt i verknað- inum. Við þurfum aö fara I ná- Ef við erum að fyrirgefa án þess að hafa efni á því, án þess að hafa farið í gegnum missinn, án þess að hafa syrgt missinn, án þess að hafa ásakað þann sem braut á okkur, þá erum við að bæla niður heilbrigðar og réttmætar tilfinningar. kvæma rannsókn á hver beri sök- ina, beina athyglinni frá þolanda yfir á geranda og draga þann sem 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.