Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 5
„Á uppvaxtarárum mínum kom píslarsaga Krists mér fyrir sjónir sem eins konar ævintýri," segir leikarinn, leikstjórinn, Osk- arsverðlaunahafinn og kaþólikk- inn Mel Gibson. Fyrir mörgum árum fékk trúin aukiö vægi í lífi hans á ný og þá „varð ég aö endurskoða afstöðu mína og segja við sjálfan mig; „þessir at- burðir gerðust í raun og veru. I kjölfariö fór ég að velta því fyrir mér hvernig þetta hafi verið og hvað Kristur þurfti að þola og ég sá fyrir mér þessa atburði á hvíta tjaldinu." En síðan eru liðin tólf ár. Mel Gibson hefur lagt mikið á sig til að kvikmynd hans um síðasta hálfa sólarhringinn í lífi Jesú Krists megi njóta sín á áður- nefndu tjaldinu hvíta. Gibson fjár- magnar myndina úr eigin vasa meö 25 milljónum bandaríkjadala sem gera má ráö fyrir aö hann fái margfalt til baka. Það kann að koma mörgum spánskt fýrir sjónir að mörgum mánuðum fyrir frumsýningu myndarinnar risu gagnrýnendur upp og skutu föstum skotum aö Gibson. Sumir þeirra höfðu komist yfir handrit aö myndinni með ólöglegum hætti en aðrir séð for- sýningará ófullgerðri myndinni. Þessir gagnrýnendur sögöu að I myndinni væru Gyðingar sakaðir um að bera ábyrgð á dauða Krists þrátt fýrir að sögulegar heimildir segi okkur að rómverska heims- veldið hafi látiö taka hann af lífi. Gibson hefur einnig verið gagnrýndur fýrir aö fara frjálslega meö frásagnir guðspjallanna, skálda í eyöurnar og fyrir beinar rangfærslur. í opnunaratriöi mynd- unum. Þá hafa sumir þeirra sem hafa séð myndina gagnrýnt leik- stjórann rómversk-kaþólska fyrir að gera fullmikið úr ofbeldi því sem Jesús mátti þola. Frelsarinn er barinn miskunnarlaust og áhorf- endur velta því fyrir sér hvort nokkur maður gæti lifað af slíkar barsmíðar. í krossfestingaratriðinu sjálfu er heldur ekkert dregið úr óhugnaðinum og blóðiö leikur stórt hlutverk. Leikstjórinn hefur bent á að myndin sé ekki söguleg heimildamynd heldur eigi hún að fá fólk til að íhuga hjálpræðisverk Krists. Fjöldi trúarleiötoga og blaða- manna hafði séð ófullgerða út- gáfu myndarinnar mörgum mán- uöum fyrir frumsýningu hennar sem var 25. febrúar sl. Einn þeirra sem sá myndina var Jóhannes Páll páfi II. Hann er sagður hafa hrós- aö myndinni og sagt hana lýsa at- buröunum eins og þeir gerðust. Páfagarður vildi þó ekki staðfesta þessi ummæli páfa. Billy Graham arinnar er frelsarinn t.a.m. á bæn í Getsemane og er hans freistaö af djöflinum sem leikinn er af konu. (Gibson segist hafa valið konu I hlutverkiö vegna þess að hann birtist oft i mynd hins fagra.) Viö fætur freistarans skríöur snákur sem Jesús stígur á og kremur höf- uð hans. Fyrir þessa myndrænu skírskotun í 1. Mósebók hefur Gib- son verið gagnrýndur enda er enga slíka frásögn að finna í guöspjöll- 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.