Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 19
ofninum hjá okkur. Ég ætla aö reyna aö skoöa ástæöurnar fyrir því hvaö okkur gengur illa aö baka þessa gómsætu köku, þó að fullur vilji sé fyrir hendi og alla dreymi um aö fá sneiö af kökunni. Hver vill ekki lifa hamingjusömu fjölskyldulífi? Staöa hjónabandsins og fjöl- skyldunnar hefur tekiö miklum breytingum hér á landi undanfarin 100 ár og þarf varla að fjölyrða um þaö. Áður voru það oft hag- kvæmniástæður sem réðu hjúskap og því aö fólk skildi ekki ef illa gekk. Heimilið var rekiö eins og fyrirtæki og fyrirtækið haföi for- gang fram yfir deilur og erfiðleika sambúöarinnar. Allir lögðu hönd á plóginn innan heimilisins, stórfjöl- skyldan bjó saman, börnin rökuðu og afarnir og ömmurnar prjónuöu sokka á ungviðið. í dag er þetta allt breytt. Nú er það í raun ástin ein sem heldur hjónabandinu og sambúðinni saman, og ef ástin og samband hjónanna bregst, rennur hjóna- bandið út í sandinn. Sumir reyna auðvitað aö klóra í bakkann barn- anna vegna. En margir gera sér ekki grein fyrir því að það þarf að rækta ástina eins og annað í líf- inu. Ást sem engin rækt er lögð við, kólnar og deyr. Og samband sem fær ekki friö til að þroskast og vaxa hlýtur sömu örlög. Þetta á einnig við um samband okkar við börnin okkar. Það er of seint að ætla sér að fara aö rækta sam- bandið við unglinginn ef við höf- um aldrei gefið okkur tíma fyrir hann sem barn. 2. Erfiðleikar fjölskyldnanna í starfi mínu sem prestur tala ég mikiö við hjón um vanda sem upp getur komið í sambandinu og eins við pör sem eru á leiöinni upp að altarinu. Auk hefðbundinna prestsstarfa hef ég unnið að fjöl- skyldumálum fyrir söfnuði um allt land og stutt viö sóknarpresta í þeirra starfi með fjölskyldum. Mér finnst vera sama hvert um landið ég fer og eiginlega líka við hvern ég tala, um allt land hefur fólk miklar áhyggjur af stöðu fjölskyld- unnar. Það eru líka ótrúlega margir sem eiga í erfiðleikum í sinni fjölskyldu, hvort sem þeir erfiðleikar eru á milli hjóna og sambúðarfólks eða á milli foreldra og barna. Því verður ekki á móti mælt að það er margt sem gerir fjölskyldum landsins erfitt upp- dráttar þrátt fyrir góðæri í landinu og vaxandi velmegun og þar meö margt sem hjálpar til að gera okk- ur erfitt aö baka kökuna góðu sem ég minntist á hérna áðan. Mikið vinnuálag einkennir flestar fjölskyldur til sjávar og sveita og verður það sérstaklega áberandi sé lengd vinnudags hér á landi borin saman við vinnudaga ann- arra Evrópuþjóða. Það erýmislegt sem veldur því að vinnudagurinn er svona langur en kannski fyrst og fremst sú staðreynd að laun eru mun lægri hér á landi en í ná- grannalöndum okkar. Og það er rótin að mörgum vanda. Neyslu- vörur heimilisins eru líka dýrar hér á landi en í Evrópu, þannig að lengri vinnutima þarf til að endar nái saman hjá fjölskyldunum. Lengri vinnutími kallar á yfirvinnu og aukavinnu sem aftur þýðir lengri fjarvistir frá heimilinu. Þetta er sérstaklega eftirtektar- vert hjá ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum, eignast húsnæði, börn, bíl og mennta sig i leiðinni. Ég hef stundum sagt að ungbarnafjölskyldan hér á landi sé eins og fyrirtæki sem myndi ganga vel ef fleiri starfsmenn væru fyrir hendi og ef fjármagniö væri meira innan fyrirtækisins. En því er ekki að heilsa. Hér á landi er enginn teljandi leigumarkaður og sjálfseignarstefnan er allsráð- andi í húsnæöismálunum. Enginn er maður meö mönnum nema hann komi sér upp eigin húsnæði. Lánin sem tekin eru til að fjár- magna húsnæði, bilakaup og aöra neyslu eru verðtryggð og því margfalt dýrari en gengur og ger- ist á meginlandinu. Af því að unga fólkið þarf að vinna baki brotnu fyrir fjölskyldunni, til að standa undir afborgunum og daglegum rekstri, eru þau fljót að fara yfir þau tekjumörk sem veita rétt til barnabóta, jafnvel eftir að reglum um tekjuskerðingu barnabóta hef- ur verið breytt. Barnabæturnar eru þá skertar ef börnin eru sjö ára og eldri og enn meiri vinnu er þörf. Ég hef ekki skilið hvers vegna við, ein fárra þjóða í Evrópu, tekju- tengjum barnabætur og það eru engin rök fyrir því að halda áfram að tekjutengja barnabætur sjö ára og eldri eins og ráö er fyrir gert. Ég hef alla vega ekki heyrt þau rök. Þvert á móti. Útgjöld fjöl- skyldunnar aukast til muna eftir að barn kemst á skólaaldur. Á Norðurlöndunum var mikil um- ræða fyrir nokkrum árum um það hvort tekjutengja ætti barnabæt- urnar en þar, eins og annars stað- ar í Evrópu, komust menn að þeir- ri niðurstööu að barnabætur væru eign barnanna og því ættu tekjur foreldra ekki að skerða þær. 3. Túrbófjölskyldan á ferðinni Þegar börnin stækka aukast kröf- urnar á fjölskylduna og foreldrana. Þaö þarf aö skutla börnunum fram og aftur í margs konar fé- lagsstarf, og auðvitað þarf líka að borga fyrir afþreyinguna, hvort sem það eru íþróttir, tónlistarskól- ar eða annað. Börnin þurfa líka að fá allt sem til þarf, nýjustu græjurnar, tólin og tækin. Ekki minnkar það stressið á heimilinu að vinnan gerir til okkar miklar kröfur og oft lenda foreldrar í samviskuklemmu þegar þeim finnst þau hvorki geta sinnt vinn- unni nægilega vel né börnunum, hvað þá maka sínum. Ég tala nú ekki um þegar blessuð börnin veikjast. Við foreldrar höfum rétt á 7 veikindadögum á launum á ári hverju vegna veikinda barna okk- En margir gera sér ekki grein fyrir þvf að það þarf að rækta ástina eins og annað í lífinu. Ást sem engin rækt er lögð við, kólnar og deyr. Og sam- band sem fær ekki frið til að þroskast og vaxa hlýtur sömu örlög. ar, hvort sem þau eru eitt eða fleiri. Vissulega má nú vera lengur heima í veikindum barna en áður og þá án launa, en hver hefur efni á því? Á Noröurlöndunum, svo aftur sé vitnað í nágranna okkar, hafa foreldrar rétt á 90-160 daga veikindaorlofi vegna veikinda barna á ári hverju. Ein góð flensa þurrkar fljótlega upp allan réttinn 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.