Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 22
Sr. Olafur Jóhannsson Verndum og verjum lífið! Um 5. boðorðið Fimmta boðorðið snýst um helgi mannlegs lífs. „Þú skalt ekki morð fremja" segir í II.Mós. 20:13. Að baki þessu boðorði býr mikil alvara enda erum við sköpuö í mynd Guðs og mikið alvörumál að vanvirða þá mynd, hvað þá eyðileggja hana eða brjóta niður. Auk þess er okkur einungis gef- ið eitt líf og ekki hægt aö hugsa sér stærri synd gagnvart neinni manneskju en að taka þetta eina líf hennar fyrir fullt og allt. í fljótu bragði virðist líklegt að flest fólk sé ekki svo ógæfusamt aö verða fyrir því að brjóta þetta boðorð. Sem betur fer eru morð fátíð og sjaldgæft aö einhver taki líf annars. Hér er þó margt að at- huga og hætt við að fleiri okkar séu sek viö fimmta boðorðiö en okkur óraði fyrir. Þú skalt ekki mann deyða! Þannig er boöorðið oftast orðað og það er eðlilegt enda er alveg Ijóst í samhengi textans á frum- málinu aö átt er við mannslíf. Þar er boðið reyndar einfaldlega: Deyðið ekki! Og orðið sem stendur fyrir aö deyða er einungis notað um manndráp. En um leið opnast boðoröið og fleira getur fallið undir það en beint morð. Hvers kyns mannvíg hljóta aö felast í því sem boðorðið bannar enda eru engar undan- tekningar tilgreindar i framhald- inu. Bannið er skilyrðislaust. Af þessum sökum hefur það oft leitt til innri baráttu og sam- viskukvala þegar ungir menn eru kaliaðirtil aö gegna herþjónustu og sendir á vígvöllinn í því skyni að berjast viö óvini og granda þeim. Hlýtur það ekki að vera brot á fimmta boðorðinu? Stundum er vissulega reynt aö réttlæta aöild að styrjöldum með því aö þær séu óhjákvæmilegar til að losna við harðstjóra eða koma á betra og sanngjarnara þjóðfé- lagi. Einnig hefur margur hermað- urinn staðiö frammi fyrir því að vilja veröa fyrri til en andstæöing- urinn - þegar um er að ræða líf gegn lífi. Þá er vafasamt að hlutur her- mannsins sem tekur í gikkinn sé verri en herforingjans sem sendi hann á vettvang eða yfirvaldanna sem ákváðu aö taka þátt í stríð- inu. Og enn má spyrja hvort yfir- völdin séu sekari en þjóðin sem kaus sér þessa stjórn. Þegar hern- aðarbandalög eiga í styrjöldum ganga hermennirnir fram i nafni þeirra þjóða sem tilheyra hernað- arbandalögunum. Þá skiptir ekki öllu máli hver sleppir sprengjunni eða hleypir af skotinu. Við erum öll meðsek! Hér komum við þó aftur að spurningunni um það hvort strið geti verið óhjákvæmilegt og um sé að ræða skárri kostinn af tveimur slæmum þegar góöur kostur er ekki til. Stundum þarf lögregla eða her að skjóta mannræningja eða hryðjuverkamenn til að bjarga öðrum mannslífum. Sagan bendir til þess aö stundum hafi blóðsút- hellingar verið nauðsynlegar til aö stöðva harðstjóra og koma í veg fyrir að enn fleiri mannslífum yrði fórnað á altari brjálaðrar drottn- unargirni. Þú skalt ekki granda eigin iífi! Hvert mannslíf er einstakt og dýr- mætt. Þó er stundum svo komið að lífið er orðið eintómt enda- laust svartnætti og svo óbærileg þjáning aö engin leið eöa iausn virðist til. Uppgjöfin er endanlega staöfest þegar fólk fellur fyrir eig- in hendi. Því miður hefur þaö færst í vöxt og mikilvægt er að vera vak- andi fyrir einkennum og vísbend- ingum um hættuna. Mögulegt er að fækka sjálfsvígum með því að vera á varðbergi og gripa inn í aö- stæður þeirra sem teljast í áhættuhópi. Lengi vel voru sjálfsvíg álitin ófyrirgefanleg synd. Vissulega eru þau andstæð þeirri helgi lífsins sem fimmta boðorðiö minnir á og iðulega sitja ástvinir eftir meö ólæknandi sorg og hjörtun full af sektarkennd, stundum í bland viö reiði í garð þess sem fór án þess að kveðja. Ekkert okkar getur þó fyllilega sett sig í spor þeirra sem velja þessa leiö og síst skyldum við dæma þau, minnug orða Jesú: „Dæmið ekki..." (Matt. 7:1). Frekar ættum við að kappkosta aö rækta og uppbyggja eigið lif - líkama, sál og anda - svo við styttum þaö hvorki beint né óbeint með áhættusömu líferni eöa sinnuleysi. í þvi felst m. a. að hafna öllu eitri sem slævir hug- ann, mengar líkamann og skemmir persónuleikann. Þú skalt ekki meiða aðra! Fimmta boöoröið minnir okkur á að fara varlega svo við gröndum ekki lífi með óvarkárni eöa skeyt- ingarleysi. Þaö á t. d. við í umferöinni þar sem við ættum að hugsa meira um aðra, sýna aðgát og ástunda tillitssemi. Fátt er hræðilegra en að þurfa að lifa við þá skelfingu að hafa valdið öðrum dauða eða örkumlum. Boðorðið um helgi lífsins kallar okkur til ábyrgöar á lífi og limum annarra sem verða á vegi okkar. Það minnir okkur einnig á sér- staka ábyrgð á því lífi sem okkur er trúað fyrir þegar við önnumst

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.