Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 7
heyrt háværar ásakanir um gyð- ingahatur úr öðrum áttum. í fyrstu brást hann reiður við þeim ásökunum og hótaði að lögsækja þá sem sökuöu hann um slíkt. Gibson er nú sagður hættur við lögsókn og hvetur gagnrýnendur til að sjá myndina í endanlegri út- gáfu og dæma hana svo. En mun myndin koma sér illa fyrir Gyð- inga? „Biblían segir að Jesús hafi komiö til eignar sinnar, en hans eigin menn ekki tekið viö honum. Því breytum við ekki," segir Mel Gibson. „Ætlun mín er að skapa listaverk sem stenst tímans tönn og fá fólk af ólíkum trúarbrögðum til að velta þessum atburðum fyrir sér í einlægni. Ef ítarleg skoðun á lífi mínu og verkum sl. 25 ár leiðir í Ijós að ég hafi einhvern tímann ofsótt eða mismunaö fólki vegna kynþáttar eöa trúar mun ég bæta fyrir þær misgjörðir. En það er einfaldlega ekkert slíkt að finna." En hvort sem áhorfendur myndarinnar saka Gyöinga um að hafa tekið Jesú af lífi eða ekki segir Ritningin okkur aö dauði hans og upprisa séu gleðifréttir fyrir allt mannkyn. Jesús dó fyrir syndir allra manna, Gyðinga, mús- lima, kristinna, svartra, hvítra og allra annarra. Því er óréttlátt aö halda því fram að Gyðingar einir beri sök á dauöa hans - þaö ger- um við öll. í þessu samhengi hefur Mel Gibson einmitt látið þau orð falla að það hafi veriö syndir hans sjálfs sem hafi krossfest Krist. Fyrstu viðbrögð almennings að lokinni frumsýningu myndarinnar vestanhafs voru misjöfn. Áður- nefnd gagnrýni Gyðinga heldur áfram, mörgum finnst myndin of ofbeldisfull, margir tárast, Gibson er áfram sakaður um skáldskap og The Passion of the Christ á vefnum Víða má finna fróðleik um myndina og er hér bent á nokkrar vefsíður sem lesendur Bjarma hafa væntanlega ánægju af því að skoða. Af nógu er að taka en hér er helst að finna tengsl við hinn enskumælandi heim. Hin opinbera vefsiöa myndarinnar er www.thepassionofchrist.com. Þá má einnig vísa á Internet Movie Database, vefslóðin að henni er: http://www.imdb.com/title/tt0335345/. Þar er aö finna almennar upplýsingar um myndina og vísanir á gríðarmikiö efni. Myndskeið (trailer) sem gefinn voru út eru á www.thepassion.tv. Utgefendur tímaritsins Outreach sjá hana sem tækifæri til boðunarstarfs og hafa sett upp sérstaka siðu sem finna má á www.thepassionoutreach.com. Ef flett er áfram má finna ýmis hjálpargögn og námsefni til notkunar i sambandi við myndina, svo sem myndskeið, tilvitnanir, hugmyndir til notkunar í kristilegu starfi o.fl.: www.thepassionoutreach.com/reso- urcesproducts.asp. Kynningarefni er að finna á www.outr- eachmarketing.com/. Ókeypis efni til kynningar á myndinni (til að útbúa dreifimiöa og kynningar- spjöld) eru á www.passionmaterials.com. Ef einhver vilja nota tækifæriö til að nýta sér myndina til hugleiðinga og pré- dikunargerðar má benda á www.sermon- central.com. Fyrir þau sem vilja skoplega kynningu á myndinni, en hún er skrifuð af Jim Watk- ins, „The top ten signs that the star of Let- hal Weapon directed The Passion of the Christ": watkins.gospelcom.net. Vefrænt smárit hefur verið sett upp af American Tract Society. Þar má skoða myndskeiö, lesa um myndina og fá send rit um fagnaðarerindið (á ensku að sjálf- sögðu): www.passionofchristmovie.com. Lesa má umfjöllun um myndina og blanda sér í skoðanaskiptin á ensku á www.gospelcom.net/entertainment/passion. Þá er hjálp aö fá fyrir starfsfólk I ung- lingastarfi. Þar eru greinar, hugmyndir, tenglar til að smella á og umfjöllun um aldurstakmörkun myndarinnar: www.youthspecialties.com/thepassion. Youthspecialities hafa um langt skeið verið leiðandi í að finna leiðir til að ná til ung- linga með fagnaðarerindið. Bandaríska tímaritasamsteypan Christi- anity Today er með sérstaka síðu eða svæöi sem tileinkað er myndinni. Þar er fjöldi greina og tengla og alltaf eitthvað nýtt að bætast við. www.Christi- anityToday.com/Fun/Speci- al/ThePassion.html. Sjá einnig http://www.christianitytoday.com/movies/ special/passionofthechrist.html. Einnig má benda á www.thepassiontoolbox.com. Að henni standa Campus Crusade for Christ og boö- unarhreyfing Billys Graham. Þar er tenglar fyrir margar aðrar síður og fleiri tungumál og menningarsvæði en ensku. Fræðsludeild kirkjunnar er að vinna að framleiöslu fræðsluefnis sem væntanlegt er um miðjan mars og má fylgjast meö því á heimasíöu þjóðkirkjunnar, www.kirkj- an.is/kirkjustarf . Ætlunin er sú aö tengja efnið Passíusálmunum. Deus ex cinema-hópurinn heldur úti vefsíðu um trúarstef í kvikmyndum og verður án efa fróðlegt aö fylgjast meö um- ræðunni þar: www.dec.hi.is. Þar eru þegar farin að birtast skrif um myndina. Ragnar Gunnarsson margir falla fram og þakka Drottni fyrir það sem hann lagði á sig fyr- ir mannkynið. Og þar sem tekjur af miðasölu fyrsta sýningardag í Bandaríkjunum einum námu um 20 milljónum bandarikjadala er Ijóst að myndin mun ekki einungis valda deilum heldur einnig mala gull fýrir Gibson og félaga. En hvað sem gagnrýni og tekjum áhrærir stendur Mel Gibson við orö sín að Heilagur andi hafi starfað í gegnum hann við gerð myndarinnar og hann vonar aö hún muni fjölga fylgjendum Krists. Höfundur er BA í ensku og fjölmiöla- fræöi og starfar sem kennari við norska skólann í Addis Abeba, Eþíópiu. ragnars@eecmy.org 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.