Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 24
Kristín Sverrisdóttir Hugleiðing Krossinn þinn Hann var meö kross um hálsinn. Hann trúði á Quö. Hann glímdi við vanda. Hvað átti hann að gera? Hann var spurður: „Hefur þú beðið Guö um að hjálpa þér?" „Nei" var svarið. Það haföi honum ekki dottið í hug. Hvaöa þýðingu hefur krossinn fyrir þig? Er hann verndargripur? Merki um kristna trú? Eða eitt- hvað annaö og meira? Manstu eftir frásögunni úr Gamla testamentinu (4. Mósebók 21) í Biblíunni þegar Guð sendi eitraöa höggorma sem bitu fólkið í eyðimörkinni þegar Israelsmenn höfðu möglað og brotið af sér? Ástandið var slæmt. Móse leiðtogi þeirra var kallaður til. Hvaö var til ráða? Guð sagði Móse að gera eirorm og setja á stöng og allir sem litu upp á eirstöngina skyldu halda lífi. Bara ef þeir vildu líta upp gætu þeir bjargað lífi sínu. Þeir uröu að treysta þessum orð- um. Þeir sem geröu þaö héldu lífi. Stundum er sagt aö eirormur- inn og stöngin líkist krossi Jesú Krists. Hann er sonur Guös sem fæddist sem litið barn, ólst upp við guösótta og góöa siöi og varö fulltíða maður. Hann vann verk Guðs á jörðinni. Hann var dæmdur til að deyja á krossi og reis upp frá dauöum. í þessu liggur leynd- ardómur kristinnar trúar. Krossinn opinberar kærleika Guös til mannanna: „Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meöan vér enn vorum í syndum vorum" skrifar Páll postuli í Rómverjabréf- inu (5.8). Krossinn er einnig merki um friðþægingu fyrir syndir mannanna sem sýnir elsku Guðs til sköpunar sinnar. „Þetta er kær- leikurinn: Ekki að vér elskuöum Guö, heldur aö hann elskaöi oss og sendi son sinn til að vera friö- þæging fyrir syndir vorar" (1. Jóh. 4.10). Án krossins er engin kristin trú. Hann er merki trúarinnar, vonarinnar og lifsins. Kristnir menn eru merktir krossinum í skírninni og þegar viö signum okkur gerum viö kross- mark á okkur. Þaö er góður siður. Venjum okkur á að merkja okkur Kristi daglega og fela honum líf okkar. Við erum krossmenn, Krists- menn og kóngsmenn sem erum helguð honum. Öllum mönnum er boðið að koma aö krossi Krists og fela hon- um líf sitt. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar geyma margar perlur. Hann segir í 24. sálmi: Burt tók Jesús þá blygðun hér, beran því lét sig pína, réttlætisklæðnaö keypti mér, kann sá fagurt að skína. Athvarf mitt jafnan er til sans undir purpurakápu hans Þar hyl ég misgjörö mína. (Passíusálmur 24.3) Jesús hefur keypt réttlætis- klæönaö fyrir alla sem vilja þiggja. Hvaö er betra en eiga skjól undir purpurakápu hans þar sem mis- gjörð manns er falin? Jesús Kristur heyrir allar bænir og óhætt er að fela honum alla hluti og vanda. Fær hann aö vernda, leiða, blessa og frelsa þig? Fær hann að vera meira en verndargripur þinn? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.