Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 31
undir sjálfum sér í staö þess aö eiga allt undir Guði. Og þetta nýja upphaf er þegar orðið og þetta nýja líf er þegar hafiö í trúnni. Það er hér og nú, það er líf í trú á það sem þegar er gefið með dauöa og upprisu Jesú Krists. Og þetta er líf í von, eftirvænting um það sem enn er ekki orðiö, þótt það sé þegar oröiö. Eða eins og guðfræðingurinn Karl Barth orð- aði það: „Páskarnir eru hinn stóri pantur vonarinnar, en samt er sú framtíö sem vonast er eftir orðin að nútíð i páskaboðskapnum. Páskaboðskapurinn eryfirlýsing um sigur sem þegar er unninn. Stríðið er á enda, - þótt einstaka herdeildir hleypi af skotum vegna þess að þær hafa ekki heyrt um uppgjöfina. Spilinu er lokiö, þótt andstæöingurinn geti enn leikið fáeina leiki. í raun er hann mát. Klukkan er gengin út, þótt pendúllinn sláist enn til nokkrum sinnum. Það er i þessu millibils- ástandi sem við lifum, hiö fýrra er farið, sjá allt er oröiö nýtt, þótt enn sé það ekki bert." Þaö er þessi lifandi von sem veldur því að kristinn söfnuöur heldur áfram að ganga til fundar við hinn upprisna í guðsþjónustunni og heldur áfram aö vitna um hinn upprisna sem lifandi staðreynd. Kirkjan rök- ræöirekki leyndardóma trúarinnar heldur vitnar um þá sem lifandi staðreynd. Endurfædd til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum gengur kristin kirkja, þ.e. söfnuður Krists, þau sem hafa sett von sina á hann, til fundar viö lif- ið, með þeirri gleði og þeim sárs- auka sem það hefur aö geyma hverjum og einum, og til fundar viö dauðann. Því að hann sem mestu máli skiptir er sá sem ætíð er nærri þeim sem sett hafa von sína á hann. „Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn. Hann hefur afmáö dauðann." Guö gefi ykkur öllum gleðilega páskahátíð. Höfundur er sóknarprestur viö Hallgrímskirkju i Reykjavík Sannleikann eða kærleikann Hugsanir út frá Efususbréfinu 4:15 Á æskuárunum var stundum farið í bófahasar og tekin upp hótun úr kvik- myndum villta vestursins: „Peningana eða lífið!" En valið var ekki mikið, peningarnir skyldu teknir, hvort sem viðkomandi væri lifandi eða dauður. Viðkomandi réði því einu, hvort yrði. í umræðu um siðferðismál kemur stundum svipuð staða upp, annaðhvort er að velja sannleikann eða kærleikann. Af tillitssemi viö þann sem málið varöar, og ekki skal gert lítið úr því, er tilhneig- ing til að ýta sannleikanum eða kenn- ingunni til hliöar. Til þess má nota ýmsar aðferðir. Allt er það gert í nafni kærleik- ans og hver vill ekki ganga kærleikans veg? Óskandi væri að málið væri svo einfalt. En svo virðist ekki vera. Kirkja Krists ber ábyrgð gagnvart Guöi og mönnum, kenningunni og kær- leikanum. Páll postuli hvatti Efesusmenn til að týna hvorki sannleikanum né kær- leikanum. Okkur er ætlað að „ástunda sannleikann i kærleika." (Ef. 4:15) Góð orð, góð áminning, en hvernig í ósköp- unum er unnt að lifa í samræmi við þessi orð? Eitt er víst, þaö er hvorki ein- falt né auðvelt. Kennimaöurinn leggur áherslu á kenninguna og rétta boðun. Sálgætirinn á kærleikann og kærleiksþjónustuna. Kirkjan þarf að sinna hvoru tveggja, ekki aöeins öðru hvoru. Þar sem kenningin og sannleikurinn týnist verður lítið ann- að eftir en mannúðarstefna með visku mannsins að leiðarljósi um hvað sé gott og illt, rétt og rangt, kærleikur eða and- hverfa kærleikans. Grundvöllurinn verður besta lagi góö og heilbrigð heimspeki mannúðarstefnunnar. Hin hættan er sú að týna kærleikanum í nafni kenningar- innnar. Þarsem kærleikurinn týnist hafnar fólk auöveldlega í lögmálshyggju og fariseisma. Þar sem barist er týna menn gjarnan kærleikanum, einnig þegar barist er fyrir góðum málstað að þeirra eigin eða ann- ara mati. Ástæðan er sú að þegar barist er fyrir einhverju er einnig barist gegn einhverju öðru. í baráttu týnir fólk gjarnan kærleika sínum nema til þess eða þeirra sem barist er fyrir. Svo virðist stundum sem kærleikurinn stangist á viö sannleikann. Eða aö kær- leikurinn tali gegn kærleikanum. Viö slikar aðstæður er erfitt að nota aöeins eigið hyggjuvit. Þar höfum við Guös orð, okkur til leiðsagnar og hjálpar. Við allar kringumstæður þurfum viö að biðja um að halda auömýkt okkar frammi fyrir Guöi og náunganum. Jesús fyrirgaf syndir, en afsakaði þær ekki. Hann tók öllum opnum örmum og kallaði fólk til iðrunar og nýs lífs. Armur okkar á að vera öllum opinn, þeim sem eru okkur ekki sammála, þeim sem lifa á annan hátt en við kjósum og þeim sem skilgreina sig sem andstæðinga okkar. Biblían okkar þarf lika aö vera opin, lesin og leiðsögn okkar í lifsins ólgusjó. Að sameina þetta tvennt getur reynst hrika- lega erfitt. Það er engu að siður köllun okkar sem einstaklinga og kirkju. Lausn- in er ekki alltaf einföld og sársaukalaus, en orðin standa um að ástunda sann- leikann í kærleika. Stundum virðist það ógerlegt. Mættum við engu að siður fá náð til aö keppa eftir því í umgengni okkar viö aðra og Ritninguna. Ragnar Gunnarsson 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.