Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 13
Kristín Bjarnadóttir Kraftaverk eða ferill Rætt við Martein Steinar Jónsson sálfræðing um fyrirgefninguna Fyrirgefning Guös er hornsteinn kristinnar kenningar. En fyrir- gefningin er einnig mikilvæg i mannlegum samskiptum. Því fór vel á aö Bjarmi fékk sálfræðing- inn Martein Steinar Jónsson til aö fræöa okkur um hana. Hann var spurður í þaula, en fyrst af öllu langar okkur aö kynnast manninum. Hver ertu og hvernig starfar þú? Ég heiti Marteinn Steinar Jónsson og er klínískur sálfræö- ingur. Fyrir þá sem ekki vita þá snýst klínisk sálfræði um ein- kenna- og orsakagreiningu og, í framhaldinu, meðferö, t.d. í tengslum viö þunglyndi og kvíða, slæma sjálfsmynd, félagsfælni, þráhyggju - og áráttu, o.s.frv. Ég hef einnig menntun á sviði fyrirtækja- og vinnusálfræði en sú grein sálfræðinnar snýr að úttekt og vinnu meö mannlega þáttinn innan fyrirtækja og stofnana. í því felst t.d. úrlausn ágreinings á vinnustaö að undangenginni ut- tekt og greiningu þeirra áhrifa- þátta sem orsaka vandann; úttekt og vinna í tengslum viö frammi- stöðu og frammistöðumat, efling þjónustumenningar, og svo mætti lengi telja. Ég er 43 ára og lærði klíníska sálfræði í Bretlandi, við Lúndúna- háskóla (University College London) og fyrirtækja- og vinnu- sálfræði við 'Surrey University'. Að námi loknu vann ég um tíma í Bretlandi en kom heim árið 1996 og setti upp sálfræðistofu. Ég hef eiginlega eingöngu starfað sjálf- stætt. i dag er ég með stofu i Bæjarlind 12, Læknalind, en sinni einnig sálfræöiþjónustu úti á landsbyggðinni. Auk þessa starfa ég sjálfstætt sem fyrirtækja- og vinnusálfræðingur innan fyrir- tækja og stofnana (námskeið, fyr- irlestrar og vinna meö mannlega þáttinn) - þar kemur „Úttekt og úrlausn" við sögu, sem er fyrir- tækið mitt á þeim vettvangi). Ég starfa líka aðeins úti á landi í verktakavinnu, fer til ísafjarðar tvisvar í mánuði og veiti sálfræði- þjónustu á spítalanum. Einnig held ég námskeið og kem aö erf- iðleikum í fyrirtækjum. Hver er trúarlegi þátturinn í lifi þinu? Trúarlegi þátturinn er undirstaðan, hinn kristni mannskilningur. Ég byggi á kristinni trú og er trúaður. Ég tek þátt í starfi Lindarkirkju með sr. Guðmundi Karli og kem þar m.a. að Alfa-námskeiðum. Trúin gefur mikilvæga innsýn á lifið sem og aðstæöur fólks og skiptir það miklu - ekki síst þegar trúaö fólk leitar til min. Þekking og reynsla á sviði trúarinnar er ennfremur mikilvæg viöbót viö sálfræðimenntun mina. Auk þess að lesa sálarfræði les ég bækur um guðfræðileg málefni. Báðar þessar greinar, sálfræði og guð- fræði fjalla um viöfangsefni mannlegrar tilveru - þau grund- vallargildi sem við öll þurfum að í trúnni er talað um náðina og hún er mikilvægt hugtak sem gengur út á að þú fyrirgefur sjálfum þér þó að þú eigir það ekki skilið. takast á við í lífinu. Náðarhugtak- ið er til dæmis mikilvægt bæði i guðfræöilegum sem og sálfræöi- legum skilningi - viö þurfum að hafa náð fyrir fólki. í trúnni er tal- að um náðina og hún er mikil- vægt hugtak sem gengur út á að þú fyrirgefur sjálfum þér þó að þú eigir það ekki skiliö. I raun og 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.