Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.03.2004, Blaðsíða 12
Engin orð geta lýst því... Biö þú um auðmýkt til að fela þig valdi sannleikans, um náð til að leita hans með kostgæfni, náð til aö meta hann dýrmætari öllu ööru, náð til að beygja þig undir dóm hans um sekt þína og spillingu. Meöan vér höldum aö vér af sjálfum oss megnum að finna sannleikann, finnum vér hann ekki, því aö á meðan vér höldum þetta erum vér i mótsögn viö lögmál hans, en þegar vér komum til Drottins allslausir og biðjum hann aö gefa oss afnáö sinni hæfi- leika til að veita sannleikanum við- töku, þá öðlumst vér þenna hæfileika. Mótspyrna vor á móti Drottni er ótrú- lega einbeitt og líf- seig. Ég held að Guð hafi orðið að svipta mig algerlega heilsu og kröftum svo aö ég mánuðum saman lá milli lífs og dauða, - já árum saman hefi ég veriö því nær ófær til vinnu og mannlega talaö ónóg sjálfri mér, - til þess að ég yröi aö þreifa á sannleikanum, yrði fyrir reynd- ina að sannfærast um að Guðs orð er sannleikurinn, er líf og andi, að ritningarnar vitna um Jesúm Krist, sannan Guð og sann- an mann, sem dó fyrir syndir vorar og var særður fyrir vorar misgerðir, aö kjarni allrar ritningarinnar er Jesús Kristur, fórnfæröur syndurum til frelsis, að ekkert er til sem hreinsað fái sálina og gert hana hæfa til eilífrar sambúðar við Guð, nema blóð Jesú Krists, sem var úthellt á Golgata til lausn- argjalds fyrir alla, sem trúa á hann; það eitt getur tekið burt sekt mina, og það eitt nið- urbrýtur vald syndarinnar yfir hjarta mínu. Blóð Jesú Krists er það eina, sem getur drepið eitur syndarinnar í mannshjartanu, það er það eina, sem getur slökkt eldinn og drepið orminn sem aö öðrum kosti nagar hjartað að eilífu. Aldrei get ég full- þakkað Guði fyrir, að hann hefir gefiö mér náð til að trúa sinu orði og að meötaka Jesú Krist sem frelsara minn, sem einustu von mina um sátt viö Guð, fyrirgefningu, frið og eilift frelsi. Engin orð geta lýst því, hvað það er að fá að hvíla i friðþægingu Jesú Krists, að öölast vitn- isburð Andans um, aö vér séum Guðs börn og séum hluttakandi i arfleifð heilagra í Ijósinu. Öll önnur gleöi er eins og böl í samanburöi við þessa gleði. Þá öölumst vér friðinn sem enginn og ekk- ert getur tekiö frá oss, „því að hann er vor friður." (Ef. 2:14) Ólafía Jóhannsdóttir Tekiö úr formála hennar aö 1. útgáfu á Daglegu Ijós á daglegri för, hugvekjubók sem er efnisleg rööun ritningarstaöa fyrir sérhvern dag ársins. Ólafía umritaði bókina og gaf hana fyrst út á ís- lensku árið 1908. Hún hefurverið endurútgefin nokkrum sinnum. leikarar og Guð var með okkur, þar af leiðandi var sýningin ná- kvæmlega eins og ég vildi að hún væri. Það er ekki oft sem maöur upplifir það í þessum bransa get ég sagt þér. Það er alltaf eitthvað sem mætti fara betur. En svona átti þetta að vera, Ólafía látlaus en leikin af snilld. Þar hef ég fengiö stórkostlega leikkonu, hana Eddu Björgvinsdóttur, sem glitrar þarna eins og Ólöf var sjálf. Edda hefur bæði dýptina og er húmoristi, enda var Ólafía það líka. Allt þetta hefur Edda. Þetta var svo skemmtilegt. Nú voru fœrri sem fengu aö sjá leikritið en vildu. Á að taka þráöinn upp aftur? Já, ég hef verið að velta fyrir mér að fara aftur af stað. Ég hef feng- iö eina fyrirspurn, en ef af verður er þetta mikil fyrirhöfn. Illa hefur gengiö að fá styrki til verksins en vinnan við þetta allt er mikil. En ég á mér hugsjón, m.a. um að bjóða upp á dagskrá t.d. á laugar- degi þar sem farið yrði til Viðeyjar og upp á Mosfell, á þá staði sem hún bjó á. Síðan yrði leiksýning síðdegis. Þá gæti ég komið meira aö, þvi það er ekki pláss fyrir Ólöfu í einu leikriti, saga hennar er miklu meiri en svo. Ég hef verið aö gera svipað í tengslum við Ein- ar Benediktsson, að fara í ferðalög á þá staði þar sem atburðirnir áttu sér stað. Það er afskaplega skemmtilegt form. Hvaða áhrif hefur þetta haft á þig og trú þina? Það er nú ekkert smáræði. Hún er meö mér ef svo má segja, þ.e. minning hennar. Ólafía og trú hennar hefur mótað mig mikið, hún er með mér, þ.e. minning hennar og ég allt í einu oröin svo vel að mér í aldamótafólkinu. Ólafía var mikil baráttukona og fyrsta konan sem flutti ræðu á Þingvallafundi. Hún þótti með mælskustu konum á þessum tíma. Hún mætti að sjálfsögðu mikilli andstöðu. Valdimar, eiginmaður Brietar Bjarnhéðinsdóttur, kallaði hana prédikandi pilsapostula. Ætli þaö hafi ekki líka búið einhver öf- und að baki. Ólafía hefur alls staðar veriö skínandi stjarna. Hún var mótuð af sinni trú og ekki vafi að vegna trúar sinnar hefur hún ekki veriö metin sem skyldi. Hún væri miklu meira umtöluð í þessum bæ, ef hún þætti ekki hafa bara veriö einhver kona sem var aö gera góöverk úti í Osló. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að fyrir henni stóðu allar dyr opnar úti um allan heim. Hún var þekkt nafn á Englandi og í Sviss, Noregi, Bandarikjunum og Kanada. Henni stóð til boða mikil virðing, en hún kaus að vera með þeim sem minnst máttu sín í þjóðfélaginu. Að vinna verk Guðs á meðal þeirra líttilmótlegustu. Það finnst mér sterkur vitnisburður. Þar með sláum við botninn í sam- ræðurnar. Við bíðum spennt og sjáum hvort Ólafía fari ekki aftur aö sjást á fjölunum þegar vorar í lofti, lesendum Bjarma og öörum til yndisauka. 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.