Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 4
Ragnar Gunnarsson Ljósmynd: Hans Kristofer Goa. Ég gekk eftir Víöimelnum í Reykjavík um daginn. A gang- stéttinni andspænis sendiráöi Kínverska alþýðulýðveldisins sat ungur drengur á fermingaraldri í tilbeiðslustöðu með lokuð augu en beindi höndum sínum í átt aö sendiráðinu. Ekki vissi ég alveg hvað hann var að gera en eflaust vildi hann hafa áhrif, tjá trú sína eða fá að iðka og um leið að vera ákveðin ógnun eða mótmæla. A unglingsárunum minnist ég þess að hafa heyrt talað eða lesið um „Gulu hættuna", þegar Kín- verjar yrðu svo margir að þeir myndu flæða yfir heiminn og leggja hann undir sig. Napóleon á að hafa sagt: „Þegar Kína vaknar mun heimurinn skjálfa." Hvort sem fólki finnst eitthvað til í þess- um staðhæfingum eða ekki er þvi ekki aö neita að augu fólks bein- ast í auknum mæli aö þessu víð- feðma og fjölmennasta ríki ver- aldar meö yfir 1,3 milljaröa íbúa. Staöa Kína á alþjóöavettvangi á án efa eftir að styrkjast með bættum efnahag landsins. Á und- anförnum árum hafa augu sumra beinst að stöðu trúarbragða og þá einkum kristninnar í Kína. Að fá rétta yfirsýn yfir gang mála er hins vegar engan veginn einfalt og alltaf hætta á þvi aö alhæft sé út frá einsökum atburöum og að- gerðum. Kristniboð í ríki mikilla breytinga Kína hefur siglt hraðbyri inn í nú- tímann með áherslu á vísindi, menntun, fjölmiöla, löggjöf, lýð- ræði og góða ráðsmennsku lands- ins gæða og efnahags. Á þaö hef- 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.