Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 5
ur verið bent að það séu ekki sist kristnar þjóðir Vesturlanda sem hafi komið með þessi áhrif til landsins og tekið þátt í að breyta Kína, eins og mörgum öðrum þjóðum heims, til góðs og ills. Kristniboðarnir komu á sínum tíma til þess að útbreiða trúna og eðlileg afleiðing þess er að landið var leitt áfram á veg breytinga og þróunar í átt að nútímanum. Þar hefur skólastarf og menntun gegnt lykilhlutverki I að efla sjálfsvitund einstaklinga og þjóð- arinnar í heild og aö ryðja lýðræð- ishugsun braut. Á sínum tíma komu Jesúítar til landsins og þýddu og gáfu út fjölda rita um stærðfræði, nátt- úruvísindi og tækni. Ýmsar kirkjur og kristniboðshreyfingarnar komu upp skólum og menntastofnunum víða um landið. Um aldamótin 1900 voru í landinu 1100 skólar sem kristniboöar höfðu komið á laggirnar og árið 1920 var talan orðin 7384 skólar og 14 háskólar. Fjöldi Kínverja fékk menntun sína í þessum skólum. Kristniboðshreyf- ingarnar ruddu brautina fyrir heil- brigðiskerfi landins en árið 1949 voru 70% allra sjúkrahúsa rekin af kristniboðum. Kristniboðarnir gáfu út tímarit, dagblöö og fjöldann allan af bókum. Þeir beittu sér fyr- ir takmörkun vinnuálags á verka- fólk og réttindum þeirra, börðust fyrir einkvæni og gegn því að fæt- ur kvenna væru reyrðir. Hugmyndir um lýðræöi, félagsleg réttindi og lagasetningar til varnar einstakl- ingnum eru á margan hátt árang- ur af starfi kristniboða í landinu. Á frumskeiði nútímavæðingar haföi kristindómurinn því mikil áhrif. Bent hefur verið á að þó svo að áhrif kristindómsins hafi verið mikil hafi þau jafnframt verið tak- mörkuö, ekki síst þar sem um er að ræða trúarbrögð sem minni- hluti þjóðarinnar aðhyllist og kristindómurinn hefur oft á tíðum verið kenndur við útlendinga. Kristindómurinn hefur á undan- förnum 55 árum, eftir valdatöku kommúnista árið 1949, verið mótaöur af yfirvöldum og afskipt- um þeirra. Stefnan er að trúar- brögðin aðlagi sig sósíalismanum. Kristindómurinn sker sig úr öðrum trúarbrögðum með áherslu sinni á Ljósmyndir úr Ijósmyndasafni NOREA radio: Gabriel Edland og Inga-Lill Rajala. einn persónulegan Guð, kenningu um synd, dóm, náð og réttlæti Guðs og að öll séum viö jöfn frammi fyrir Guði. Trúfrelsi undir eftirliti Stjórnarskrá landsins tryggir trú- frelsi en krefst þess aö trúarlegar hreyfingar láti skrá sig hjá yfir- völdum. Samkvæmt stefnu stjórn- valda hafa allir frelsi til aö trúa eða láta það ógert. Engu að síður reyna yfirvöld aö takmarka trúar- iðkunina, þannig að hún fari ein- ungis fram innan stofnana, hreyf- inga, kirkna og mustera sem yfir- völd hafa viðurkennt. Reynt er að hefta vöxt og viðgang þessara hópa. Því má segja að annars veg- ar sé allt leyft en hins vegar að stjórnvöld verði að hafa stjórn á öllu sem gerist þar sem þau óttast myndun hópa og hreyfinga sem geta ógnað stöðugleika ríkisins. Vaxandi áhugi á trúarbrögðum veldur yfirvöldum áhyggjum og gerir þeim erfitt fyrir aö fram- fylgja stefnu sinni um „frelsi undir eftirliti." Kommúnistaflokkurinn er Vaxandi áhugi á trúarbrögðum veldur yfirvöldum áhyggjum og gerir þeim erfitt fyrir að framfylgja stefnu sinni um „frelsi undir eftirliti“ formlega aöeins fýrir guðleysingja og hefur óttast trúarbrögðin, einkum vegna óeirða sem menn kunni að standa fyrir í þeirra nafni eða með þau sem undirrót. I Kína er fjöldi nýrra trúar- hreyfinga sem yfirvöld óttast 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.