Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 30
Síðasti fundur Helga og stöðvarstjórans á kristniboðslóðinni í Waddera. og kasta kveöju á vini sína þar. Engir vegir liggja til þorpsins og því kemur flugvélin sér vel. Eftir nokkurra mínútna flug frá Wadd- era lendum við á sléttu við Gúrra. í þorpinu rekur kirkjan grunnskóla með um 500 nemendum. Þótt Helgi segi það ekki berum orðum það. Áður ráku bandarísk kristni- boðssamtök flugþjónustu í Eþíóp- íu. Helgi segir þá þjónustu hafa verið afar mikilvæga fyrir kristni- boöið og hjálparstarfið. En árið 1996 voru samtökin rekin úr landi og Helgi ákvaö þá að láta á það reyna hvort hann fengi flugrekstr- Skólabyggingin í Gúrra lætur ekki mikið yfir sér en þar stunda um 500 börn nám. er greinilegt að störf hans í þessu þorpi eru honum ákveðið gælu- verkefni. Og kannski dæmi um það hvernig Helgi fer sínar eigin leiðir, enda virðist yfirstjórn kristniboðs- ins lítið vita um starfið í Gúrra. Flugválin Þegar Helgi Hróbjartsson fær góða hugmynd er fátt sem getur stöðv- að hann. Flugvélin er dæmi um arleyfi í landinu. Eftir þriggja ára ferli undirbúnings og alls kyns umsókna fékk Helgi leyfi frá eþíópískum yfirvöldum, mörgum til mikillar furðu. Að baki sér hafði Helgi 220 stuðningsmenn enda dýrt að reka flugvél. Vélina notaði Helgi svo við kristniboð og hjálparstörf en nú hefur kristniboðið ákveðið að leggja vélinni og kaupa þjónustu annars flugfélags þegar á þarf aö halda. Aðspuröur um hvað veröi um vélina segir Helgi aðeins: „Það eru ákveönar hugmyndir í gangi." Helgi er ekkert að fela von- brigði sín með að þurfa að hætta fluginu. En hann er þó bjartsýnn á framhaldið, enda oft fengiö meiri mótvind á ferli sínum sem kristni- boði. Á erfiðum tímum hefur hon- um þó aldrei fundist hann yfirgef- inn af Guði. „Þótt ég skilji ekki alltaf hvers vegna erfiöleikarnir koma þá hef ég aldrei litiö svo á aö Guð hafi yfirgefið mig. Ég hef alltaf treyst orði Guðs og hann er alltaf með mér þótt ég hafi ekki alltaf tilfinningu fyrir þvi. Sú full- vissa hefur haldið í mér lífinu." Nú er Helgi að komast á eftir- launaaldur og hann segir ekki al- veg Ijóst hvaö taki við hjá sér. En fátt bendir þó til þess að kristni- boðinn sem Helgi fékk í magann 13 ára gamall muni yfirgefa hann þrátt fyrir aö hrukkunum fjölgi og hárunum fækki. Höfundur er BA i ensku og fjölmiðla- fræðum og kennirviö norska skólann í Addis Abeba ragnars@eecmy.org 30

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.