Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 25
fíagnar Schram Ljósmyndir: Ragnar Schram. I „Mér var kastað út úr þorpunum“ Flugvélin sem Helgi hef- ur notað við hjálparstörf og kristniboð í Eþíópíu undanfarna mánuði er ein umtalaðasta flugvél á Islandi hin seinni ár en hún var áður í eigu Ómars Ragnarssonar fréttamans og hét þá TF-FRU. Á flugi með Helga Hróbjartssyni kristniboða í Eþíópíu „Helgi er ekki allra. Hann getur ekki unnið með öllum og ekki geta allir unnið með honum. En hann er stór maður með stórt hjarta og kemst þangað sem aðrir komast ekki og afrekar þaö sem aðrir afreka ekki." Þessi lýsing á Helga Hróbjarts- syni kristniboða og presti eru orð norsks samstarfsmanns hans og vinar til margra ára. Orð sem lík- lega eru sögð af raunsæi og lýsa kostum og göllum þessa hávaxna íslendings sem helgaö hefur líf sitt boðun kristinnar trúar nær og fjær. Fyrir jólin í fyrra var Helgi að undirbúa starfslok sín fyrir íslenska kristniboðsfélagið í Eþíópíu. Sá sem þetta ritar hafði beðið Helga um spjall fyrir Bjarma og var það auðsótt mál. Erfiðara reyndist þó aö finna tíma til þess þar sem Helgi þurfti að ganga frá ýmsum lausum endum áður en hann hætti störfum. Skyndilega sá Helgi þó glætu og bauð mér að koma meö i flugferð til Waddera, þar sem hann hefur lengst af starfað. Ætl- un Helga var að kveðja samstarfs- fólk sitt á svæðinu. Og með myndavélina aö vopni settist ég við hlið Helga í gömlu FRÚ-na og á loft fórum við. Með kristniboðann í maganum Helgi segir að kallið til kristniboðs hafi komið snemma í sínu tilviki. „Faöir minn var mjög upptekinn af kristniboðinu og var í stjórn kristniboðssambandsins heima al- veg frá upphafi þess og til dauða- dags. Ég var með kristniboðann í maganum allan timann, alveg frá 12 ára aldri, þótt ég talaði ekki um það við nokkurn mann." 25

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.