Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 16
Sr. Olafur Júhannsson „Þú skalt ekki drýgja hór!“ Um þetta boðorð sagði Marteinn Lúther: „Vér eigum að óttast og elska Guð svo að vér lifum hreinlega og siðlega í orðum og verkum og sérhver hjón elski og virði hvort annað." Útskýring Lúthers er kjarni málsins. Hann minnir á að 6. boð- orðið dregur fram gildi og mikil- vægi hjónabandsins sem ramma utan um samlíf en um leið leggur hann áherslu á kærleika og virð- ingu á milli hjónanna. í kirkjulegri hjónavígslu er spurt: „Vilt þú með Guðs hjálp reynast henni trúr/honum trú, elska hann/hana og virða í hverj- um þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?" Já-ið viö þeirri spurningu, viljayfirlýsingin um trúmennsku, kærleika og virðingu, er grund- völlur þessa nánasta sambands sem tvær manneskjur geta átt. Guð sagði..... í fyrsta kafla Biblíunnar (I.Mós. 1:27) er sagt frá því að Guð hafi skapað manninn, karl og konu, eftir sinni mynd. Strax í næsta kafla (I.Mós. 2:24) er talað um að maður yfirgefi föður og móður en búi við eiginkonu sína svo að þau verði eitt hold. Hjónabandiö er hluti af skikkan skaparans. Hvort sem samfélög eru mótuð af kristni, gyöingdómi eða öðrum trúarbrögöum, er hjónabandiö víðast hvar mikilvægt í uppbyggingu fjölskyldna og sam- félagsgerð. Hjónabandið er einn af horn- steinum samfélagsins. Því er ætl- að að skapa ramma utan um sam- líf og samskipti þeirra tveggja sem standa að hjónabandinu en líka myndun og mótun nýrra einstak- linga í getnaöi, fæðingu og upp- eldi barna. I hjónabandinu gefst okkur kostur á óviðjafnanlega nánum og innilegum tengslum við aðra manneskju. Við erum makar en maki þýðir jafningi. Það felur í sér að þessi manneskja er mér jöfn í þeim skilningi að hugsanir hennar og tilfinningar, skoðanir og vilji, er jafnrétthá mínu eigin. Yfirgefa...bindast.... Þegar Jesús vitnaði í I.Mós. 2 sagði hann aö maður ætti að yfir- gefa föður og móður og bindast konu sinni (Matt. 19:5). Lykilorðin eru yfirgefa og bindast. Stundum stafa erfiðleikar í hjónaböndum af því að fólk hefur ekki náð að yfirgefa blóðfjölskyldu sína í þeirri merkingu sem hér á við. Hafa þarf á hreinu að héðan í frá eru þau tvö ný eining, nýtt samfélag, ný fjölskylda. Foreldrar mega ekki undir neinum kringumstæðum skipta sér af með þeim hætti aö það hindri þessa einingu. Sama gildir um systkini, vini og kunningja sem veröa að taka tillit til þess að for- gangsröðin hefur breyst og tíma er varið til þess að rækta sam- bandiö. Eins getum við þurft aö yfir- gefa áhugamál, venjur, félagsskap - hvaöeina sem tekur tíma og krafta meö þeim hætti að þaö kemur i veg fyrir að eining í hjónabandinu sé markmið og keppikefli. Á sama hátt er mikilvægt að bindast makanum umfram alla aðra - vera bundin andlega og fé- lagslega - ekki stöðugt hangandi saman, en alltaf í einingu, sátt og skilningi. Við megum ekki bindast neinum öðrum meira en makan- um. Gjöf kynlífsins Kynhvötin og kynlífið eru dásam- legar gjafir Guös, hluti af sköpun hans. Lengi vel var það mikið feimnismál, jafnvel ekki rætt. Nautn í kynlífi mátti alls ekki ræða og konur voru nánast þolendur en ekki gert ráð fyrir aö þær gætu fengið kynferðislega vellíðan eða fullnægingu. Þaö er samt ekkert óhreint við samlíf karls og konu i hjónabandi. Kynlífið er gjöf Guðs, ekki neyðar- ráðstöfun til að viðhalda stofnin- um, heldur hefur Guð gefið okkur kynhneigðina til að gleðja og auðga sambandiö og binda hjónin fastari böndum. í samtíö okkar má segja að við séum í öfgunum hinum megin. Ofuráhersla er lögð á kynlífs- reynslu - en því miður of oft úr tengslum við þann ramma ábyrgðar og umhyggju sem biblíu- legur skilningur setur. Gott kynlíf sprettur ekki af sjálfu sér. Það er ávöxtur einingar og kærleika, tillitssemi og þolin- mæði þar sem við mætum hvort öðru, lærum hvort á annað, setj- um okkur hvort í annars spor. Það getur framkallað sterkasta og nánasta samfélag tveggja en líka mestan aöskilnaö, einangrun og sárindi. Kynlíf er ekki alltaf jákvæð og sæl reynsla. Því miður er mikið um þvingað kynlif þar sem einstak- 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.