Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 8
kommúnismans í Austur-Evrópu. Þess vegna eru yfirvöld fljót að grípa til aögerða gegn skipulögð- um hópum fólks. Þannig var barist af hörku gegn Falun Gong þegar leiðtogi þeirra safnaöi saman þús- undum fylgjenda sinna á Torgi hins himneska friðar I Peking árið 1999. Sumir telja að yfirvöld séu búin að þurrka þá hreyfingu að miklu leyti út og því séu hin kristnu ein stærsta ógn við ríkiö hvað snertir félagasamtök og fjöl- da einstaklinga. Spurning er hversu lengi yfirvöldum tekst að halda stefnu sinni um trúfrelsi undir eftirliti. Margar ástæður fyrir vexti Ef horft er til kristinnar trúar nefna fræðimenn eftirfarandi sem helstu ástæöur fyrir útbreiðslu hennar en margt af þessu eigi einnig viö um önnur trúarbrögð. Knud Jorgensen, forsvarsmaður Areopagos í Noregi og Danmörku, telur eftirtalda þætti skipta miklu um andlega leit og þorsta margra Kínverja: • Menningarbyltingin (1966- 1976) eyðilagöi ekki aðeins kínverskt þjóðfélag heldur einnig óraunhæfar hugmynd- ir og ruddi þannig leið fyrir annað gildismat og nýja trú. • Harmleikurinn á Torgi hins 8 himneska friðar (Tinamen) í Peking 4. júní 1989 er yfir- völd landsins snérust gegn eigin börnum, stúdentunum, opnaði augu margra menntamanna. Á heildina litiö má segja að atburðir síðustu 50 ára hafi knúið milljónir manna í Kína til að horfast I augu við eigin sekt og synd. • Margt af því sem Mao gerði ýtti undir trúarlega endur- nýjun, eins og sameining hins mikla rikis, lagning samgönguæða, járnbrauta, símakerfis og notkun mandaríns sem kennslu- tungumáls. Margt er líkt með Kína samtímans og Róma- veldi á timum Krists. • Ákveðið samhengi er milli þjóðtrúar Kínverja og kristin- dómsins. Þess vegna er auð- velt að boða trúna á Jesú Krist í samfélagi sem mótast af þjóðtrúnni en um leið fel- ur kristindómurinn í sér höfnun á hjáguðadýrkuninni. • Kristindómurinn hefur notið þess aö vera „vestræn trú" á tímum þegar Kína reynir að halda dyrunum opnum í stjórnmálum og að læra af vestrænum áhrifum. • Kristindómurinn felur í sér öflugan trúarlegan og sið- ferðilegan boðskap sem fólk er í mikilli þörf fyrir í sam- félagi sem er í örri breytingu. • Kristindómurinn býður sjálfs- viröingu og persónulega sjálfsmynd sem er fólki dýr- mætt þegar samfélagið ógn- ar gildismati þess. Þetta á ekki síst við um konur, þjóö- arbrot í minnihluta og ungl- inga sem margir eiga erfitt með aö finna sjálfa sig. Auk þessara þátta bendir Knud á aö eftirfarandi þættir séu mótandi og fari ekki framhjá þeim sem heimsækja kristið fólk og kristna söfnuði í Kína: • Ofsóknir í áratugi og þjáning sem þeim tengist hafa mótað fólk. Það er ekki tilbúið að ganga veg málamiðlunar. Hann minnist sérstaklega heimsóknar til prédikarans Wang Mingado í Shanghai, en hann hafði þá setið í fangelsi í 30 ár. Fyrir honum var sann- leikur fagnaðarerindisins mik- ilvægari en lífið sjálft. • Hungriö eftir orði Guðs og biblíulegri boðun og trú á kennivald Biblíunnar. Frá ár- inu 1987 hefur Amity Print- ing Press prentað 27 milljón- ir Biblía í samræmi við leyfi yfirvalda. • Eftirfylgd og hlýöni einkennir trú Kínverja. Trúin mótar daglegt líf þeirra. • Bænin er miðlæg í lífi sér- hvers kristins manns. Hann fékk aö vera meö á bæna- stund í Xian áriö 1985, þar sem 600 konur söfnuðust saman klukkan sex að morgni og grétu þær og fögnuðu fyrir Drottni. • Vakningin í Kina er mótuð af iðrun og afturhvarfi. lörunin tengist fortíð og samtíö en beinir sjónum sínum að Kristi krossfestum. Boðun sem snýst um Jesú Krist, sem bar syndir okkar á krossinum - hin sak- lausa fórn miskunnarlauss stjórnmála- og trúarkerfis - hittir beint I mark á meðal fólks sem sjálft hefur þurft að þola svik og kúgun. Á meðal háskólafólks eru þau mörg sem lesa bók Moltmanns um „Hinn krossfesta Guð".

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.