Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 28
Ibúðarhúsið sem Helgi hefur búið i árin sín í Waddera. Undirbúningur fyrir flugtak. látin höfðu verið afskiptalaus. „Ég man að ég fór fótgangandi frá þorpi til þorps og hitti ólíka þjóð- flokka. Mér var kastað út úr þorp- unum, þeir vildu ekki sjá svona mann eins og mig, þangaö til ég kom loks til þorps þar sem þeir vildu hlusta á mig. Og þá varö mér hugsað til biblíuversins þar sem Jesús segir lærisveinum sín- um að hrista dustiö af skónum og halda annaö vilji enginn hlusta á þá." (Matt. 10:14) En þorpsbúar leyfðu Helga ekki aðeins að prédika orð Guðs, held- ur fékk hann einnig að stofna þar lestrarskóla. Og innan örfárra vikna voru skólarnir orðnir þrir. Ég spyr Helga hvort lestrarskólarnir hafi verið besta boöunartæki þess tíma. „Já, það fannst mér. Haldnir voru biblíulestrar á hverjum ein- asta morgni i hverjum skóla fyrir sig. Einn daginn var ég mættur snemma í eitt þorpið og sá þá að miklu fleiri voru á biblíulestrinum en nemendur skólans. Þá höfðu þorpsbúar flykkst að skólanum til aö hlusta á biblíulesturinn. Þannig var prédikun orðsins orðin fyrir hendi fyrir stóran hóp fólks, án nokkurrar fyrirhafnar." Of geyst farið? Helgi segir að sumir hafi veriö ósáttir við hve mikinn áhuga hann hafði á að ná til múslimanna og töldu hann fara of geyst. „Mér fannst það nú reyndar ekki. Þarna var bara hlutur sem þurfti aö gera að mínum dómi. Við megum ekki fara framhjá einhverjum af því að hann er múhameðstrúarmaður." Helgi segist fljótlega hafa náð góöu sambandi við fólkið í af- skiptu þorpunum og lestrarskól- arnir hafi skotið upp kollinum einn af öðrum. Hann fékk líka tækifæri til aö halda samkomur og allir vegir virtust færir. Fagnað- arerindið fékk aö hljóma. Það eina sem átti eftir að gerast aö mati Helga var að múslimarnir yrðu kristnir „í hópum" eins og hann orðar þaö. „Þarna hefði getað orðið mikil vakning. Allar aöstæður vakningar voru fyrir hendi. En þá kom Sómalíustriðið (1975 og 76) og við urðum að hætta á þessu svæði." Vonbrigði Áriö 1991 kemur Helgi aftur til Eþíópíu. Hann var mjög spenntur að komast að því hvað hefði orðið um múslimana sem hann hafði prédikað fyrir og höfðu veriö svo opnir fyrir fagnaðarerindinu. Þegar Helgi kom til þorpsins Hútet, þar sem lestrarskóli hafði verið, var enginn þar. „Ekki ein hræða. Allir höfðu hlaupið frá 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.