Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 9
Kirkjan á næstu árum Margir sjá merki þess aö staða kirkjunar muni eflast á næstu árum. Kristindómurinn sé salt og Ijós þjóðfélagsins I auknum mæli og að á næstu áratugum muni nýjar leiðir opnast þar sem staöa kristni og kirkju muni eflast. Yfir- völd eru enn að glíma við þann vanda, hvernig megi innleiða vestræn gildi eins og lýðræði og mannréttindi án þess að missa stjórnina. í október I fyrra gaf fyrrum fréttaritari Time í Peking, David Aikman, út bókina Jesus in Beijing: How Christianity isTrans- forming and Changing the Global Balance of Power. (Jesús í Peking: Hvernig kristindómurinn er að breyta valdajafnvægi heimsins). Þar heldur hann því fram að tala kristins fólks I Kína sé nærri 80 milljónum og að á næstu árum muni eiga sér stað miklar breyt- ingar i alþjóöastjórnmálum þar sem trúarbrögðin skipti mestu. Þá muni áhrifa kristindómsins í Kína gæta sterklega, þar sem margt bendi til þess að þriðjungur Kin- verja gerist kristinn á næstu 30 árum. Þar er þá um að ræða hundruð milljóna. I Kína verði fjölmennasta kirkja heims og hin kristnu I landinu muni án efa velj- ast í leiðtogastöður og stýra stærsta efnahagskerfi heimsins. Hann tekurdæmi af viðskiptajöfr- um og stórtækum verktökum sem séu kristnir. Hann telur allt að því helming þeirra sem eru I þjónustu Kínverska rikisins á erlendri grund vera kristna. Það sem er að gerast í Kína sé svipaö því sem gerðist í Rómaveldi á fyrstu tugum kristn- innar. Áhrifin geti orðið gífurleg. Aikman segir það mat margra Kínverja og kínverskra mennta- stofnana að kristindómurinn sé lykillinn að velgengi Vesturlanda. Aikman dregur ekki úr þeirri þján- ingu sem fólk úr heimasöfnuðun- um hefur mátt þola, og dregur fram þá miklu djörfung, trú og sigur sem finna má á meðal þeir- ra. Fjöldi fólks hefur hætt lífi sínu og þurft að greiöa fyrir trú sína meö dauðanum. Hann bendir á að neðanjarðarkirkjan hafi náð aö ávinna lykilpersónur innan Komm- únistaflokksins. Gagnrýni á Aikman Skrif Aikmans hafa mætt gagnrýni fólks sem þekkir til I Kína. Gagn- rýnendur telja hann leggja of mik- ið upp úr tengslum lýöræðisþró- unar og stöðu kristindómsins og aö það sé ekki einhlítt að þetta tvennt vaxi saman. Einnig sé áherslan á velgengi einhæf, margt fólk i Kína sé upptekiö af þeim þætti og vilji heyra minna um að deyja sjálfum sér og lifa í hlýðni við Krist. Því sé ekki víst að krist- indómurinn veröi svo öflugur. Ekki sé geröur mikill greinarmunur á mismunandi guöfræðistefnum sem ráði ríkjum og hvert þær leiði. Einnig er afstaðan til „Þriggja sjálfa kirkjunnar" talin of neikvæð, þar sé einnig margt gott að ger- ast, til séu öflugir lifandi söfnuðir, þar sem fólk mætir með Biblíurnar sínar I messu, biður af ákafa, syngur heils hugar og ekki sé ann- aö að sjá en Jesús sé tilbeðinn og tignaður af öllu hjarta. Bók Aikmans virðist einnig eiga þátt I auknum ofsóknum á hendur kristnu fólki I Kína á liðn- um mánuðum og vikum. Bókin hefur sýnt yfirvöldum að trúlega sé staða kristninnar betri en þau héldu. Hún tengi stöðu kristninnar við framþróun lýðræðis I landinu og þar sjá þau hættu á ferð. Aik- 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.