Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 11
fangelsi á yfirnáttúrulegan hátt og tókst aö flýja. Hann hefur sagt sögu sína í bókinni The Heavenly Man (Maður himinsins) sem kom út fyrir tveimur árum. Yun reynir aö benda kristnu fólki á Vestur- löndum á þaö hvernig yfirvöld reyna aö kúga hin kristnu í Kína, takmarka tjáningarfrelsi um trú- mál, hefta starf kristilegra hreyf- inga, þjálfun leiötoga, útgáfu kristilegs lesefnis og eyöileggja söfnuðina innan frá. Spennandi framtíð Daniel Bays, sagnfræðingur í kin- verskri kirkjusögu viö Calvin Col- lege í Michigan segist ekki undr- ast ef þaö kemur í Ijós aö kristin- dómurinn hafi vaxið hraðar í Kina en nokkurs staðar annars staöar i heiminum síðastliöin 20 ár. Shafer segir í grein sinni í Newsweek: „Lifandi kirkja gæti leyst mörg vandamál leiðtoga Kína". Á sumum stööum horfa embaettismenn í gegnum fingurog láta kirkjurnar óáreittar þar sem þær reka barnaheimili fyrir munað- arlausa, dvalarheimili fyrir aldraða og vinna að ýmsum öðrum góðum, þörfum málefnum. Og jafnvel þó að leiötogarnir í Peking leyfi ekki raunverulegt trúfrelsi halda kristnir Kínverjar áfram að boða orðið, heima jafnt sem heiman." Þó svo erfitt sé að fá góða heildarmynd og sýn á stöðu mála í Kína vegna þess hve ríkið er fjöl- mennt og stórt, verður því ekki neitað að þjóðfélagið er i örri þró- un og margar breytingar eiga sér stað á sviði trúarinnar. Spurning er hversu lengi yfirvöldum tekst aö halda stefnu sinni um trúfrelsi undir eftirliti. Ekki leikur vafi á aö Kína á eftir að verða mun meira áberandi á alþjóöavettvangi á næstu árum en verið hefur. Talið er aö í Kina séu 30-100 milljónir kristinna manna. Sifellt fleiri hallast að þvi að rétt tala sé nær þeirri hærri. Vöxtur evangel- ískra og karismatískra safnaða er talinn vera 9% á meðan fólks- fjölgunin er aðeins 0,6°/o. Ofsóknir og harkalegar aðfarir gegn heimilissöfnuðum á undan- förnum mánuðum munu varla brjóta kirkjuna á bak aftur. Til þess er hún of öflug og orö Guðs Kínverska alþýðulýðveldið I aldaraðir var Kína framarlega á meðal þjóða heims og stóð flestum þeirra framar á sviði lista og vísinda. Á 19. öld og fyrri hluta þeirrar 20. voru oft óeirðir og landið á barmi borgarastyrjaldar, hungursneyðar og undir erlendri stjórn. Eftir heimsstyrjöldina siðari náðu kommúnistar völdum undir stjórn Mao Zedong, þar sem nánast ríkti al- ræði og eftirlit með daglegu lífi fólks. Fjöldi fólks sem ekki féll í kramið var tekinn af lífi. Eftir fráfall hans og valdatöku Deng Xiaping var smám saman farið að opna landið fyrir efnahagsendurbótum á grundvelli frjálsrar markaðshyggju. Framleiðsla hefur aukist til muna. Eftirlit stjórnvalda er enn nokkuð strangt en losaö hefur verið um hömlur á sviði viðskipta og efnahagslífs. Kína er fjórða stærsta land veraldar (9.596.960 ferkílómetrar) á eftir Rússlandi, Kanada og Bandaríkjunum, en fjölmenn- asta ríki jarðar með um 1,3 milljarða íbúa. Fólksfjölgun er um 0,6°/o á ári. Höfuðborgin er Peking. Þjóðhátíðardagur Kínverja er 1. október. Meirihluti þjóðarinnar, eða um 1,2 milljarður, telst til svonefndra Han-Kin- verja. Þær 100 milljónir sem eftir eru, eöa um 6,7% eru ýmis minnihlutaþjóðabrot sem dreifast á 62,5% landsins. Á meðal þeirra eru fólk af tíbetskum og kóreönskum uppruna, múslimsk þjóðarbrot, þjóðflokka- brot Yunnan-skóganna sem minna á frum- stæða þjóðflokka þriðja heimsins og hirð- ingjar norðursins sem sumir lifa ekki ósvip- uðu lifi og eskimóarnir. Samtals eru þessir minnihlutahópar næstum 400 sinnum fjöl- mennari en íslenska þjóðin. Opinber stefna ríkisins í trúmálum er guðleysi en stjórnarskráin tryggir þegnun- um trúfrelsi gegn því að þeir séu skráðir í trúrfélög sem eru opinberlega viðurkennd og skráð sem slík af yfirvöldum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöld- um i Kina telja um 200 milljónir lands- manna sig vera trúaðar en bakgrunnur þeirra er misjafn. Opinberlega er gert ráð fýrir fimm trúarbrögðum: Búddisma, islam, taóisma, rómversk-kaþólskum og mótmæl- endum. Samtals er um að ræða um 3000 trúarlegar hreyfingar, 300.000'presta af ýmsu tagi og 74 menntastofnanir. I land- inu eru 85.000 opinberir samkomustaðir fyrir trúariðkun. Fyrir utan þetta er að finna ýmiss konar þjóðtrú og tilbeiðslu staðbundinna guða og forfeðra auk spá- mennsku ýmiss konar. Þessi trú hefur verið að styrkjast á liðnum árum en er oft kölluö „landsbyggðarhjátrú". Þjóðtrúin hefur mikil áhrif, einkum i sveitunum þar sem hún mótar lif bænda i rikum mæli. Búddistar eru stærsti hópur trúaöra í Kína og sam- kvæmt heimildum rúmlega 100 milljónir og múslimar um 20 milljónir. (Areopagos, nr. 2, 2002, http://www.cia.gov/cia/publications/fact- book/geos/ch.html) verður ekki fjötraö með þeim hætti, en andstaða yfirvalda gæti þvert á móti eflt kirkjuna enn frekar. Sagan vitnar um það aftur og aftur hvernig ofsóknir urðu til að efla kirkjuna, styrkja hana og hreinsa og í kjölfar þeirra hafi komið mikiö vaxtarskeið. Ástandið í Kína er kall til okkar aö biðja fyrir yfirvöldum, fyrir þjóðinni, réttlæti og friði og fyrir kristnum bræðrum og systrum sem lifa i felum og þjást vegna trúar sinnar og sannfæringar. Höfundur er skólaprestur, kristniboöi og ritstjóri Bjarma ragnar@sik.is Helstu heimildir: Aikman, David: Jesus in Beijing: How Christianity is Transforming and Changing the Global Balance of Power. Jorgensen, Knud: Nár Kina vákner rystes verden. Lambert, Tony: Kinesisk relegionspoli- tikk og husmenighetene. Shining, Gao: Kinesisk kristendom i et nyt ártusen. Östen og vi, nr. 2, 2002. Shafer, Sarah: Onward Chrisian Soild- ers. Newsweek International, 10. May 2004. Greinar og fréttamolar í timaritinu Ápne dorer, 2003-2004.. www.christianitytoday.com www.chritianity-books.com www.ywam.org/books/oper- ation_china.htm 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.