Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 14
Maríu Magdalenu og átt barn meö henni. í Suöur-Frakklandi hafi afkomendur þeirra stofnað fjölskyldur og niöjar þeirra meira aö segja veriö forfeöur frönsku konungsættarinnar. Miller segir aö Brown dragi meira og minna allar samsæriskenningasmíöar inn í bók sína, sögur um kaþara, musteris- riddara, rósinkransriddara, Vatikaniö, frímúrara, - „það vantar bara snjómanninn,'' bætir svo Miller viö! En hvernig kemur Leonardo da Vinci inn í myndina? Bókin segir hann meölim i leynifélaginu. En Leonardo hafi verið stríöinn og því hafi hann ekki setið á sér aö gefa eitt og annað í skyn af þessum mikilvæga leyndardómi. Á hinu fræga málverki hans af síöustu kvöldmáltíöinni sýni hann Maríu Magdalenu á hægri hliö Jesú til aö sýna aö Jesús hafi verið kvæntur maður. Augljóst mál, eöa þaö finnst söguhetjum Da Vinci lykilsins að minnsta kosti. En bandaríski listasögufræöingurinn Elizabeth Lev, sem kennir við Duquesne-háskólann, segir þetta firru í grein er hún skrifar fyrir Tímamótin í Níkeu Brown hefur rétt fyrir sér að einu leyti, í sögu kirkjunnar marka fáir atburðir eins afdrifarik vatnaskil og kirkjuþingið í Níkeu árið 325. Þegar Konstantínus, sem þá var nýlega oröinn kristinn, og nefndist síðar hinn mikli, kallaði saman fund biskupa frá öllum hlutum ríkisins til þings í Níkeu. Þá var kirkjan á krossgötum í guðfræöi sinni. Tilefni þessa þings var að hóp- ur manna undir forystu guöfræð- ings frá Alexandríu, sem hét Aríus, hélt því fram að Jesús hefði veriö mikilhæfur leiötogi en ekki guö í holdi. Aríus var snjall fræöimaður, rökfastur og áhrifaríkur. Hann dró saman niöurstööu ýmissa biblíu- texta til aö rökstyöja þaö aö Jesús gæti ekki veriðjafn Guði föður. Þar voru textar eins og Jóh. 14.28; þar sem segir „Faöirinn er mér meiri". Aríus taldi slíkan texta gefa þaö í skyn, að Jesús væri ekki Guös sonur. I Da Vinci lyklinum lætur Brown Aríus standa sem talsmann kristninnar fyrir daga Níkeuþings- ins. Hann staöhæfir aö fyrir daga fréttavefinn Zenit. Ástæöan er sú aö þaö er því miöur Jóhannes, yngsti lærisveinninn, sem Leon- ardo setur við hlið Jesú, trúr myndhefö síns tíma. Jóhannes er yfirleitt sýndur skegglaus ungling- ur og mildur á svip innan um skeggjaöa, öidungslega lærisvein- ana. Hann hafði sérstööu, „læri- sveinninn sem Jesús elskaði," en var vart af barns aldri. Brown not- ar þetta sem rök fyrir því að hér sé um konu aö ræöa, Maríu Magdalenu. - En Lev segist samt vera alveg viss um þaö aö ein- hvern staðar hafi María Magda- lena verið nálæg við þessa mikil- vægu, siðustu kvöldmáltiö, en alls ekki í stöðu eiginkonu meistarans. Nikeu hafi fylgjendur Jesú álitiö hann dauölegan spámann... mikil- hæfan og máttugan mann, en mann, dauðlegan mann. Nikeu- þingiö hafi gjörbreytt eðli kristn- innar. Sannleikurinn er nú annar. í frumkristni tignuðu menn al- menntJesú Krist sem upprisinn frelsara og Drottin. Áöur en kirkj- an setti fram skilgreiningar trúar- innar í trúarjátningum, settu leið- togar trúarinnar fram svo nefnda „reglu" eða „canon" trúarinnar, sem mælikvaröa þess hvaö satt væri og hvað ekki. íreneus biskup á 2. öld studdist við orö Fyrra Kor- intubréfs: „þá höfum vér ekki nema einn Guö, fööurinn, sem all- ir hlutir eru frá og líf vort stefnir til, og einn Drottin, Jesú Krist, sem allir hlutir eru til orönir fyrir og vér fyrir hann.“(1.Kor. 8.6) Oröiö sem þýtt er Drottinn, er á frummálinu, grískunni, Kyrios. Það orö var notað um goöin, þó aö dæmi séu til um aö þaö hafi líka verið heiöursávarp. En í grísku þýðingu Gamla testamentisins, sem kallast „sjötíumannaþýðingin” var þetta orð notaö til að þýöa hebreska oröiö Jahve, hiö heilaga nafn Guös. Rómverjar notuöu þetta orö lika um keisarann til að undir- strika guðdóm hans. Og rithöf- undurinn Jósefus, sem var Gyð- ingur á 1. öld, segir að Gyðingar hafi neitaö að nota þann titil eöa heiti um keisarann, einmitt vegna þess að Guð einn gæti verið Drottinn, kyrios. Kristnir menn notuöu þetta orö á sama veg um Jesú. Jesús er kyri- os, Jesús er Drottinn, var fyrsta kristna trúarjátningin. Ekki aöeins í helgum ritum sinum, - sem Brown heldur fram aö hafi verið soðin saman eftir Níkeuþingiö, - heldur i elsta kristna riti utan Nýja Testamentisins, Didache, sem fræöimenn eru sammála um að sé rituð ekki síðar en á ofanveröri 2. öld. í því riti er Jesús nefndur Drottinn. Auk þessa eru margvíslegar sannanir fyrir því aö kristnir menn fyrir daga Níkeu hafi játaö guð- dómleik Jesú með því aö biöja föðurinn í Jesú nafni. Kirkjuleiö- togar, þar á meðal Jústínus pislar- vottur, 2. aldar biskup og gáfu- maður, og einn öflugasti trúvarn- armaöur kristninnar, skíröi í nafni föður, sonar og heilags anda, og þar með viöurkenndi einingu og jafngildi hinnar þriggja persóna hins þríeina Guös. Níkeuþingið batt ekki enda á deilurnar um kenningar Aríusar, né heldur innleiddi þingiö nýja kenningu um guðdómleik Jesú Krists. Viðstaddir biskupar itrek- uöu trúmennsku sína viö viðtekin kristin kjarnaatriöi trúarinnar og mynduöu sameinaöa fylkingu gegn tilraunum til aö útvatna fagnaðarerindið um hinn kross- festa og upprisna Guðs son og frelsara. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.