Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 20
Myndasafn Vatnaskógar: Lárus Páll Birgisson. haföi búist viö, í staöinn heyrði ég hann segja: „Þaö er ekkert sem getur aðskiliö þig frá kærleika mínum. Ég elska þig eins og þú ert." Ég fékk síðan aö fyrirgefa sjálfri mér. Allt sem ég hélt aö ég þyrfti aö lifa með og allt sem ég hélt að ekki væri hægt aö fá fyrir- gefningu fyrir, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég fann að hann náöaöi mig niður í innstu hjartarætur. Frá þeirri stundu hvarf þaö gamla og ég haföi eignast nýja byrjun. Náö Guðs brýtur okið af þér. Guö hefur trú á þér. Þegar hann horfir á þig sér hann ekki mistökin sem þú hefur gert heldur mögu- leikana sem þú átt. Þú þarft ekki að sætta þig við fortíðina eöa lifa meö hana ein eöa einn þíns liðs. Máttur fyrirgefningarinnar Ég valdi einnig aö fyrirgefa manni sem haföi hafnað mér og sært mig mjög djúpt. Guö sýndi mér aö ég yröi aö fyrirgefa honum svo ég gæti fengið græöslu og lausn inn í þessar kringumstæöur. í bæn kom ég þá meö manninn til Jesú og ég fyrirgaf honum. Ég fékk þá að sjá í sýn aftur þessar kringumstæður þar sem mér hafði verið hafnaö og ég sá Jesú koma inn í þær. Hann tók í hönd mína og leiddi mig út úr þeim þannig aö mér fannst ég bara vera áhorfandi. Hann sagði ekki neitt en ég var umvafin kærleika hans. Þegar hann var búinn aö leiða mig af- síöis út úr þessum kringumstæö- um, þá gekk hann sjálfur inn í þær. Það sem gerðist var aö hann fórnaöi sér í minn staö. Hann tók á sig mína höfnun og minn sárs- auka og ég varð frjáls. Þegar ég hugsa til baka um þessar kring- umstæöur, þá sé ég þaö sem Jesús geröi fyrir mig. Hann gekk á milli min og þessara kringumstæðna og leysti mig. Hann tók burt sársauk- ann í hjarta mínu. Þegar Guð læknar okkar innri mann gerist það oft á svona myndrænan hátt. Viö sjáum með okkar innri augum hvernig Jesús kemur inn í kring- umstæðurnar. Hann er sá sami í dag, gær og um alla eilífö. Þess vegna getur hann farið með okkur til baka inn í þær aöstæöur sem hafa bundið okkur. Fyrirgefningin færir þér lækn- ingu sem færir þér fullkomið frelsi. Þú ert ekki lengur fórnar- lamb. Þú verður sigurvegari. Þar sem slæm reynsla hefur mótaö þig, þar fær kærleikur Guðs aö móta þig aö nýju. Kærleikur hans gerir alla hluti nýja. Þegar þú fyrirgefur þá byrjar kærleikur Guðs aö móta þig aö nýju og fortíðin stýrir þér ekki lengur. Kærleikur hans græðir brostin hjörtu, þaö sem hefur ver- ið sundrað eöa brotiö i sálu þinni. Slæmar minningar missa sárs- aukabroddinn. Þegar þú fyrirgefur þá eignast þú nýtt líf. Þú eignast nýja sann- færingu sem ekki er hægt að taka frá þér. Þú verður sigurvegari. Fyr- irgefningin læknar persónuleik- ann! Hún færir þig út úr þeim aö- stæðum sem hafa bundið þig og hún færir þér innri friö og jafn- vægi. Persónuleiki þinn blómstrar. Kærleikur Guðs yfirgnæfir allt Guð hefur sýnt og sannaö það fyrir mér aö það sem gefur mér styrk til að fyrirgefa eöa að takast á við erfiðar kringumstæö- ur er kærleikur hans. Hann elskar mig og þig aö fyrra bragði, áður en viö höfum gert nokkuð til aö veröskulda það. Hann fyllir hjarta okkar með þessum skilyrðislausa kærleika sem ber okkur í gegnum alla erfiðleika. Hann gefur okkur einnig von fyrir daginn í dag og komandi framtíð. Hann segir: „Þú þarft ekki aö óttast. Hættan er liðinn hjá. Ég er hjá þér og vern- da þig. Ég mun aldrei yfirgefa þig." Ég verð seint eöa aldrei dýr- lingur. Ég get ekki frelsaö mig sjálf. Ég verð algjörlega aö treysta Guði fyrir lífi mínu og ég þarf aö gefa honum stjórnina. Ég þarf aö sleppa tökunum. Ég þarf ekki aö bíta á jaxlinn og brosa í gegnum 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.