Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 26
Helgi á fundi með skólastjórnendum í Gúrra. Nýlentur á sléttunni við Gúrra. Jafnan safnast mikill mann- fjöldi við vélina eftir lendingu. Þegar svo Helgi játaöist frels- ara sínum í fermingunni var hann líklega sá eini í hópi jafnaldra sinna sem þegar var farinn að leg- gja drög að kristniboðsstörfum á erlendri grund. Helgi segir bros- andi að þessi sannfæring um að hann ætti að gerast kristniboði hafi komið smám saman en ekki á einhverju einu augnabliki. Við fljúgum i um 3000 metra hæð. Flugið hefst reyndar í um 2400 metrum þar sem Addis Abeba er í fjalllendi og telst þriðja hæsta höfuðborg heims. Helgi er í stöðugu sambandi viö flugturninn í Addis alla leiðina og svo virðist sem flugumferðarstjórinn sem hann er í sambandi við sé nýr í starfi, því hann kannast ekkert viö Helga og biöur hann ítrekað að gera grein fyrir sér. Helgi hlær sínum hraustlega hlátri að þessari vankunnáttu karlsins í turninum. Kirkjan á kristniboðslóðinni í Waddera. Á tveimur jafnfljótum Stefnan er tekin á Waddera en þar hóf Helgi störf ásamt fjölskyldu sinni í lok sjöunda áratugarins. Hann segir að móttökurnar hafi verið góðar. „Já, okkur var tekið mjög vel. Þá voru reyndar ekki nema 28 meðlimir í kirkjunni." Þegar fjölskyldan hafði komið sér fyrir í nýju húsnæði fór Helgi í gönguferðir. Hann gekk um lands- svæðið umhverfis Waddera til aö kynna sér aöstæöur. Greinilegt er aö Helgi sér ekki eftir þessum gönguferðum því hann segir þær hafa verið lykilinn að góðum tengslum við fólkið í héraðinu. Á fyrstu árum Helga í Waddera varð mikil fjölgun í kirkjunni. „Þeir kristnu skiptu orðið hundruðum áður en ég vissi af, svo það varð eins konarvakning á fyrstu árum mínum þarna í Waddera. Þetta var auðvitað alveg gríðarleg hvatning fyrir mig," segir kristniboðinn og strýkur hátt ennið af gömlum vana. Múslimarnir Margir vita að Helgi hefur m.a. sinnt kristniboði og hjálparstarfi á meðal múslima. Hann segir þá hafa verið í Waddera þegar hann kom þangað fyrst en hann hafi ekkert verið að gæta sérstakrar varkárni í því sambandi, „enda voru þeir ekki eins róttækir í þá daga," segir hann og mér verður hugsað til unga mannsins sem Helgi sagði mér frá nokkrum dög- um fyrir flugferðina. Ég biö Helga um að rifja upp þá sögu. Umræddur maöur var áður múslimi en ákvað að snúa baki við islam og tók á móti Jesú Kristi. Slík ákvörðun er yfirleitt ávísun á höfnun og útskúfun af hálfu fjöl- skyldu og vina sem halda sig við islam. Umræddur maður hefur verið duglegur að vitna um trú sína og farið víða í þeim tilgangi. „Einu sinni var hann beðinn um að tala á samkomuröð," segir Helgi. „Þar vitnaði hann um sína trú. Allt i einu mætir faðir hans á svæðið með byssu í beltinu og handjárn. Með honum eru þrír vopnaðir karlmenn. Fólkiö í saln- um sér aö þeir eru með byssur og er ekkert að hjálpa þeim aö finna manninn. Ungi maðurinn sat 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.