Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 13
Karl Sigurbjörnsson Fagnaðarerindi Da Vinci lykilsins Da Vinci lykillinn heitir bók sem mörgum áskotnaðist um jólin og hlaut lof gagnrýnenda. Bókin er forvitnileg áhugafólki um kristna trú, guðspjöllin og sögu kirkj- unnar, vegna þess sem þar er haldið fram um tilurð þessa. Höfundur hennar, Dan Brown, heldur því fram að sagan sé byggð á staðreyndum. Hún stillir okkur þar með upp frammi fyrir grundvallarspurningum um rætur vestrænnar menningar. Sagan er hin furöulegasta. Höfundur heldur því fram að nán- ast allt þaö sem kirkjan hefur haldið fram um Jesú Krist séu lygi og blekkingar. Hópur biskupa á kirkjuþinginu í Níkeu ÍTyrklandi árið 325 hafi, að sögn Brown, vilj- aö styrkja valdagrundvöll sinn, og hafi búiö til guðdómlegan Krist og óskeikula ritningu, hvort tveggja nýjungar sem ekki hafi áður þekkst í kristninni. Guðdómleiki Jesú og kennivald Biblíunnar sé uppspuni sem eigi rætur að rekja til hatrammrar valdabaráttu á 4. öld. Hið sanna fagnaðarerindi hafi verið afskræmt og umbylt af páfavaldinu. Da Vinci lykillinn heldur því fram að Jesús hafi verið kvæntur Maríu Magdalenu, hafi átt börn og þau verið flutt til Suður-Frakk- lands. Kirkjan hafi þaggað þessa staöreynd niður til þess að geta haldið því fram að Jesús hafi veriö guödómlegur. Aukinheldur hafi orðspor Maríu Magdalenu sem skækju verið uppdiktað af Vatikaninu til þess að grafa undan áhrifum hennar og kvenna al- mennt í kirkjunni. Hin raunveru- lega saga hafi verið varðveitt af leynifélagi að nafni „The Priory of Zion" sem ýmsir frægir Evrópu- menn svo sem listamaðurinn Leonardo da Vinci hafi tilheyrt. Bók Dans Brown er spennandi glæpasaga. Lesandinn dregst inn í sannfærandi samsæriskenningar og situr uppi meö spurningar um sannleiksgildi þess sem kirkja og kristni stendur fyrir. Hann spyr sig ef til vill: Er það ef til vill aðeins lævislegt samsæri, til aö þagga niður sannleikann og viðhalda völdum harðsvíraðra og spilltra kirkjufursta? En prestar og guö- fræðingar og aðrir fræöimenn hrista hausa sína og spyrja hvern- ig í ósköpunum fólk getur lagt trúnað á svona þvælu. Bókin gerist aðallega í Suður- Frakklandi. Söguhetjurnar hafa komist á snoðir um hinn ótrúlega leyndardóm og ganga í gegnum miklar mannraunir til að komast undan lögreglunni og morðóðum munki. Höfundurinn gerir iðulega hlé á spennuþrunginni atburða- rásinni til aö draga fram „sögu- legar staðreyndir" - sem studdar eru tilvísunum i bókmenntir og fræðirit - um hjúskap og barneign Jesú. Það er þessi „staðreynda"- hjúpur sem heillað hefur svo marga lesendur. í grein í New York Times sem nefnist „Síðasta orðið: Da Vinci svindlið", lýsir bókmenntafræðing- urinn Laura Miller því, hvernig Dan Brown hefur fengið mest að efni bókarinnar úr sögulegum skáldsögum og „sögulegum" skáldritum sem fræðimenn hafa fyrir löngu afgreitt sem fals. Það eru bækur sem segja frá áhrifa- miklu leynifélagi, The Priory of Zion, sem stofnað var í Jerúsalem 1099 til að vaka yfir sönnunum þess aö Jesús hafi verið kvæntur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.