Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Síða 19

Bjarmi - 01.06.2004, Síða 19
Katrín Magnúsdúttir Barnið mitt, má ég eiga við þig eitt orð ... Flest trúum við því að Guð sé til. Að hann sé heilagur. Að hann stjórni öllu. En hver er Guð? Hvert er eðli hans? Ég hugsa að flest ykkar séu eins og ég, eöa kannist að ein- hverju leyti við ykkur í þessari lýs- ingu hér. Ég var nefnilega alltaf að reyna að þóknast Guði. Ég reyndi að halda boðorðin. Ég hélt að það væri honum þóknanlegt að bjóða fram hina kinnina ef ég væri slegin. Ég hélt að ég ætti alltaf að þegja og vera góö. Láta bjóða mér allt í nafni kristninnar. Ég trúöi því líka að Guö hjálp- aöi þeim sem hjálpuðu sér sjálfir. Ég fór alltaf meö bænirnar mínar. Og ég leitaði alltaf til Guðs um styrk ef einhverjir erfiöleikar bjátuðu á. En eitthvað vantaði, hvað...? Góður uppvöxtur, en... Frá því ég var barn þá fannst mér alltaf gott að kíkja inn á sam- komur hjá KFUMEtK eöa að fara í sunnudagaskólann. Það gaf mér alltaf góöa tilfinningu að syngja sálmana og það voru nokkrir sálmar sem voru í uppáhaldi hjá mér. Þaö voru m.a. sálmarnir „Guð vill að ég sé honum sól- skinsbarn" og „Ó faðir gjör mig lítið Ijós." En „Ó Jesú bróðir besti," „Ástarfaðir himinhæða" og „Enginn þarf að óttast síður" skil- uðu samt alltaf sínu. Ég trúi því að ég hafi búið aö þessari ein- lægu barnatrú sem ég hafði og hún hafi í raun bjargað mér í gegnum margt. En mig langar til þess að segja ykkur frá reynslu sem opnaði augu min fyrir hver Guö er í raun og veru! Eins og ég hef tekið fram þá fannst mér ég vera góð kristin manneskja. En hið innra meö mér var mikill sársauki sem ég hafði bælt niður. Ég haföi brostið hjarta. Ég hafði reynt að vera sterk og brosa i gegnum tárin. Bitið á jaxl- inn og reynt að vera jákvæð og skilningsrík. Ég hafði eins og við flest þurft aö takast á við lífiö sem oft sýndi á sér grimmilegar og ómannúðlegar hliðar. Ég var föst í böli sem ég gat ekki losað mig út úr, sama hvað ég reyndi. Mér fannst ég vera gömul þó að ég væri ung manneskja. Sál mín var út- brunnin. Ég lifði lífi sem ég hafði ekki valið mér sjálf. Ég þráði líf í jafnvægi. Ég þráði innri frið og sátt. Ég þráði hamingju og lífsgleði. Það kom tímabil í mínu lífi þar sem fótunum var algjörlega kippt undan mér. Ég átti ekkert eftir. Ég var algjörlega gjaldþrota á anda, sál og líkama - félagslega og fjár- hagslega. Á því tímabili las ég í kvöld- bæn í fermingarsálmabókinni að Guð elskaði mig að fyrra bragöi!!! Það sem enginn mannlegur máttur hafði getað gefið mér gaf Guð mér á einu augabragöi. Skil- yrðislausan kærleika. Kærleika sem bara elskaöi og kraföist ein- skis í staðinn. Ég hafði alltaf þurft að fórna svo miklu fyrir að vera elskuð og viðurkennd. Ég hafði aldrei fyrr mætt kærleika sem fyllti hjarta mitt án þess að taka eitthvað í staðinn. Kærleikur Guðs tók að bræða niður það sem var frosið innra með mér. Ég fór að finna fyrir innri hlýju og vaxandi innri myndugleika. Fermingarheitið endurnýjað Til þess að gera langa sögu stutta, þá tók ég nýja afstöðu. Ég endur- nýjaði fermingarheit mitt. Ég geröi meðvitaö og af fullri alvöru að nýju Jesú að Drottni og leiðtoga i mínu lífi. í Rómverjarbréfinul0:9 stendur: Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Það að „frelsast" eða að veröa hólpinn þýðir m.a. eftir orðabók; bjargað, hættan er liðin hjá, frelsi, öryggi, friöur og jafn- vægi. Ég fann strax og ég tók þetta skref, fyrir vernd Guðs. Mér fannst ég líka vera komin heim ef hægt er að segja svo. Guð fór að eiga við lif mitt. Áður en ég fékk innri lækningu og fyrirdæmingin stjórnaði lífi mínu, þá gat ég ekki tekið á móti neinu góðu, mér fannst ég ekki eiga það skilið. Þegar Guö fór að eiga við líf mitt þá fann ég að ég varð að gera upp öll min mál við hann. Ég fann að fyrr gæti ég ekki verið heil manneskja. Ég var stöðugt meö nagandi samviskubit. Fyrir- dæmingin og skömmin voru svo sterk hið innra meö mér að ég reif mig niður fyrir allt sem ég sagði og gerði. Ég átti alltaf von á ásök- unum eða refsingu. Ég var svo hrædd við að koma meö alla þessa skömm til Guðs, því ég trúði þvi að ég ætti allt slæmt skilið. Mér fannst alltaf einhver innri rödd segja: „Ef þú bara vissir hver ég er þá myndir þú ekki elska mig." Mér fannst ég svo óhrein. En ég þráði svo sterkt að verða hrein, sama hvað það kostaöi og ég kom með alla mína skömm til Jesú. Ég sagði honum frá öllum mínum leyndarmálum og öllu sem hafði legið svo þungt á hjarta minu. Hann hafnaði mér ekki eins og ég hafði óttast, hann ásakaði mig ekki heldur eins og ég

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.