Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 6
vegna þessa. Ferskt og þekkt dæmi um slíkan hóp er einmitt Falun Gong, en fylgismenn þeirra hafa verið fangelsaðir í þúsunda- tali og fjöldi þeirra hafa látist í fangelsi m.a. vegna pyntinga á liðnum árum, þar af 64 frá þvi nóvember í fyrra fram í febrúar í ár samkvæmt upplýsingum mann- réttindastofu í New York. Herferð- in gegn Falun Gong hefur einnig bitnað á kirkjum, moskum og musterum sem ekki eru skráð op- inberlega. Taliö er aö áhangendur Falun Gong séu um 2,1 milljón og áhangendur þeirra annars staðar í heiminum nálægt 100 milljónum. Falun Gong-liðar líta ekki sjálfir á sig sem trúarbrögð. Ýmsir hópar heimilissafnaðanna eru sannfærðir um að kristnir Kín- verjar eigi að vinna að útbreiðslu fagnaðarerindisins um Jesú Krist á meðal annarra þjóða. Kirkjan í Kína er margskipt Óhætt er að segja að kirkjan í Kína sé margskipt. Þó má greina þrjá meginstrauma, opinberu kirkjuna, neðanjarðarkirkjuna og menntakristiö fólk. Opinbera kirkjan lýtur eftirliti yfirvalda. Flún skiptist í rómversk- kaþólska og mótmælendur. Yfir- leitt er talað um „Þrjú sjálf" í því sambandi, þar sem kirkjan á að vera sjálfstæö og þarf ekki á kristniboðum aö halda, fjármagni að utan og á að vera sjálfbær á allan hátt. Söfnuðirnir eru skráðir og kirkjurnar samþykktar af yfir- völdum. Opinbera kirkjan hefur verið ásökuð fyrir deyfð og aö hafa gefið eftir til að halda yfir- völdum góðum. Kirkjuleiötogar sem hafa verið á ferö í Kína ný- verið hafa þó greint frá því aö þeim hafi komiö á óvart hve mikiö líf og kraftur var í þeim söfnuðum sem þeir heimsóttu. Fimm til sex milljónir eru skráðar i rómversk- kaþólsku kirkjuna en talið að aör- ar 10 milljónir séu ekki skráðar. Yfirvöld telja auk þess að mót- mælendur séu nálægt 15 milljón- um. Vegna takmarkana yfirvalda hefur verið erfitt að mennta presta fyrir kirkjurnar. Þær standa því frammi fyrir miklum skorti á menntuðu forsvarsfólki. í Peking eru um 100 opinberar kirkjur sem eru troðfullar hvern sunnudag, þar sem guðsþjónustum er oft endur- varpað niöur í kjallara svo fólk geti fylgst með á sjónvarpsskjá. Neðanjarðarkirkjan Neðanjaröarkirkjan er nafn á heimilissöfnuðum sem vilja ekki gerast aðilar að hinni opinberu kirkju þar sem kirkjan eigi ekki að lúta neinu valdi nema Jesú Kristi sjálfum. Reyndar eru dæmi um söfnuði sem hafa viljað láta skrá sig en ekki fengið það og mætt fyrir bragöiö ofsóknum. í júní í fyrra hafði heimilissöfnuður í Gu- angxi-sýslu sótt um að fá opin- bera skráningu og sagt að ganga frá öllum pappírsmálum. Þegar komið var á staðinn voru allir teknir fastir og sendir í endur- menntunarbúðir. Að lokum voru þau látin laus en langt er frá því að allir hafi veriö svo heppnir. Einnig er nokkuð Ijóst að aðstæð- ur eru breytilegar í hinu víðfeðma ríki. Sums staðar hafa hinir óskráðu söfnuðir þó nokkuð sjálf- ræði, fá að byggja eða kaupa sér húsnæði óáreittir, en annars stað- ar er vel fylgst með öllu og kristið fólk fangelsað ef einhver fjölgun á sér stað. Þannig eru nokkur dæmi á liönum misserum um aö gengið hafi veriö fram af hörku til að brjóta heimilissöfnuðina á bak aftur. Yfirleitt er taliö að um 30 milljónir manna séu í heimilis- söfnuðum. Tímaritið Newsweek International birti í siðasta mán- uði grein um neðanjarðarkirkjuna í Kína. Þar segir greinarhöfundur, Sarah Sehafer: „Um allt Kínaveldi snýr fleira og fleira fólk sér til Jesú Krists sem Drottins síns og frelsara. Fjöldi þeirra hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Meö efnahagsumbótum yfirvalda kemur aukiö frelsi einstaklinganna sem er mjög hvetjandi í þessu efni." Flún bendir sérstaklega á að hinn róttæki armur mótmælenda höföi til margra Kínverja til sveita, sem búa á svæðum sem efna- hagsumbæturnar hafi ekki náð til. Schafer bendir einnig á að fyrir tíma kommúnismans hafi kristni- boðar flykkst til Kína, en nú séu þeir sjálfir farnir að senda kristni- boða til annarra landa. Schafer telur neöanjarðarkirkjuna skiptast í fimm hópa. Hver þeirra eigi sér ráð níu öldunga sem hittist árs- fjórðungslega. Þessi ráð hafa tekið þátt í að vinna gegn villutrúar- söfnuðum sem hafa eyðilagt fyrir hinum kristnu og aö mati þeirra sjálfra náð mun meiri árangri en yfirvöld í því að brjóta niður sér- trúarhópa. Menntakristnir Hiö skrýtna bland frelsis og eftir- lits birtist m.a. í rekstri mennta- stofnana landsins. Yfirvöld leyfa t.d. aö við marga háskóla séu til stofnanir um trúarbrögð og heim- speki. Þetta hefur valdiö óróa vegna aukins áhuga á trúarbrögð- 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.