Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 10
man hefur veriö ásakaöur fyrir að hafa ekki breytt nöfnum heimild- armanna sinna og þar meö stofn- aö þeim í hættu. í janúar sem leið voru þrír framámenn mótmælenda í Henan-sýslu fangelsaöir. Aögerð- irnar virtust tengjast fundi þeirra aðila í Kína sem sjá um eftirlit með trúrbrögöum í landinu. Á þeim fundi var þeim sýnd nýlegt fjögurra klukkustunda myndband, The Cross: Jesus in China (Kross- Islenskir kristniboðar í Kína Áriö 1921 hélt Ólafur Ólafsson kristniboði til Kína. Hann hafði þá stundað nám við kristni- boðsskóla í Noregi i fjögur ár. Hann kynntist þar konu sinni Herborgu og héldu þau til ís- lands eftir starfstímabil sitt árið 1928. Þau héldu til annars starfstímabils síns í Kína árið 1930 og komu heim 7 árum síð- ar. Megnið af tímanum störfuðu þau i Henan-sýslu. Astrid og Jóhann Hannesson héldu til Kína árið 1939 og störfuðu þar til ársins 1947. Leiöin lá þangaö á nýjan leik árið 1948 og voru þau þá að mestu við störf í Hong Kong er þau komu heim, Astrid fyrst árið 1952 og Jóhann ári seinna. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumála- ráðherra ræddi meðal annars um stöðu kristninnar í Kína á prestastefnu í apríl. Þar sagöi hann meðal annars: „Þegar ég var að lesa um kristindóminn i Kína, leitaði hugur minn til séra Jóhanns Hannessonar, sem var þar kristniboði og ég kynntist ungur sem þjóðgarðsverði á Þingvöllum. Sáð- kornin, sem hann og aðrir kristniboðar skil- du eftir í Kína, bera nú meiri ávöxt en nokkurn gat órað fyrir í landi Konfúsíusar og kommúnisma. Fordæmi séra Jóhanns, sem einnig sat prestastefnu á sínum tíma, minnir okkur enn á, aö vegir Guðs eru órannsakanlegir." (Lifandi Steinar 1989, http://www.domsmalara- duneyti.is/radherra/raedur-og-greinar/nr/853) inn: Jesús í Kína) en það er fram- leitt af Soul for Christ Foundation í Kaliforníu af Yuan Zhiming, kristnum lýðræðissinna. Einnig var þeim veitt innsýn í bók Aikmans. Svo virðist sem aðgerðir yfirvalda beinist sérstaklega gegn þeim ein- staklingum sem nefndir eru i bók- inni og á myndbandinu. Einkum er reynt að ná þeim sem starfa i Peking. Prestar og aðrir leiðtogar safnaðanna eru teknir fastir og fangelsaðir. Þaö er leiðtogum kommúnistaflokksins áhyggjuefni að tala kristinna í landinu skuli vera hærri en tala félaga í komm- únistaflokknum. Á meöal þeirra sem voru hand- tekin í janúar var Deborah Xu. Hún hefur verið leiðandi í heimil- issöfnuðunum í Kina. Hún hefur oft veriö fangelsuð áður en í þetta sinn var henni haldið leyndri þan- nig að enginn vissi hvert farið var meö hana. Bróðir hennar flýði land og sótti um hæli í Bandarikj- unum fyrir fjórum árum þar sem hann leiðir hreyfinguna Aftur til Jerúsalem. Fjölskylda þeirra hefur verið kristin í fjórar kynslóðir og þau systkinin hafa unnið náið saman. Annar þekktur einstakling- ur sem hefur flúið Kína á liðnum árum er Yun sem var leiddur út úr 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.