Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit 4 Kirkjan vex örtíKína Ragnar Gunnarsson hefur kynnt sér vöxt kirkjunnar í Kína þar sem stefnan í trúmálum viröist vera „frelsi undir eftirliti." Allt bendir til þess aö kirkjan sé í mjög örum vexti í fjölmennasta ríki jarðar. 13 Fagnaöarerindi Da Vinci lykilsins Ein söluhelsta bók hér á landi undanfarna mánuöi er Da Vinci lykillinn, en hér skoðar Karl Sigur- björnsson biskup bókina annars vegar sem spennusögu og hins vegar söuglegan áreiðaleika hennar þegar kemur að staðhæfingum um kenn- ingar kirkjunnar. 16 Þú skaltekki drýgja hór Ólafur Jóhannsson sókn- arprestur heldur áfram umfjöllun sinni um boö- orðin og er nú kominn að því sjötta. ISBarnið mitt... Katrín Magnúsdóttir hug- leiðir fyrirgefninguna í eigin lífi og gildi hennar fyrir lif okkar allra. 23Bænaganga Hafsteinn G. Einarsson segir fréttir af merkilegri bænagöngu kringum Reykjavík á sumardaginn fyrsta. 25 „Mér var kastað út úr þorpunum“ Ragnar Schram settist með Helga Hróbjartssyni upp í flugvélina hans í Eþíópíu og spuröi hann spjörunum úr varðandi líf hans og starf sem kristni- boöa meðan þeir flugu um loftin blá. Auk þess: Frásaga, á döf- inni, bæn frá Kína, brand- arar og fréttir. Lifandi kirkja kemur saman Hvítasunnan er að baki. Oft er hún, og meö réttu, kölluð fæðingarhátíð kirkj- unnar. Heilagur andi var sendur og tíminn fyrir úthellingu and- ans „yfir alla menn" var kominn. Kallið til eftirfylgdar við Jesú Krist hefur hljómað alla tíð frá þeim degi. Post- ulasagan birtir mynd af straumhvörf- um, byltingu sem varö, andlegri sprengingu eða vakningu sem hófst í Jerúsalem á hvítasunnudag fyrir tæp- um 2000 árum. Þau voru mörg sem þáðu gjöf heilags anda, kusu að lifa í krafti andans og bera Jesú vitni í lífi og dauða. Ávöxturinn af úthellingu andans birt- ist á margan hátt. Hin kristnu tóku að koma saman og lofa Guð. Þau ræktu trúlega uppfræðslu postulanna og sam- félagið, brotningu brauðsins og bænirn- ar. Þannig fór kirkjan af stað, þannig heldur líf hennar áfram. Kirkjan er samfélag þeirra sem trúa á lifandi frelsara. Um þaö snýst kenningin, lofgjörðin, samfélagiö, broting brauðsins og bænin. Sá rammi sem fólk hefur sett sér innan hinna ýmsu kirkjudeilda og safnaða er ekki allur eins. Birtingarform tilbeiðslu, lofgjörðar og samfélags er frá- brugðið frá einni kirkju til annarrar og heimsálfa á milli. En einn er Drottinn. Heilagur andi er einn. Þess vegna eru þau sem trúa á hann einn líkami. Heilagur andi tengir þau saman. Hann skapar ein- ingu og kærleika þvert á mörk menning- arheima, hvort sem það er innan sama samfélags eöa á milli landa og heimsálfa. Kirkjunni er líkt við skip í lífsins ólgu- sjó. Stundum hvessir, stundum er sjórinn lygn. Freisting er til að láta berast undan vindi þegar á móti blæs en kallið er oft- ar en ekki að snúa stefni upp í vindinn. Oft er einfaldara að láta aöra segja sér hvert skal haldið en að fylgja eigin sannfæringu, hugsjón og stefnu. Önnur freisting er að setja traust sinn á ytra skipulag, eigin mátt og færni, fjármagn og jafnvel yfirvöld. Köllun kirkjunnar er engu að síður sú að setja traust sitt á engan annan en Drottin kirkjunnar, Jesú Krist. Skipulag, hæfileikar og fjármagn er gjöf Guðs, en krafturinn þarf að vera kraftur heilags anda. í nýlegri könnun kom í Ijós að 43% þjóðarinnar sækir aldrei kirkju, kristni- boðsakur sem telur um 120 þúsund manns. Leiða má rök að þvi að þessi tala segi ekki allt. Margt fólk iðkar sína trú, einkatrú, út af fyrir sig og kærir sig ekki um að sækja kirkju. Velferðarsamfélagið hefur gert okkur óháð öðrum. Sú hugsun smitar gjarnan yfir á trúna. Biblian leggur aftur á móti mikla áherslu á gildi samfélagsins. Hin fyrstu kristnu voru snert af heilögum anda. Þau komu saman, áttu samfélag, báðu og lofuðu Guö í sameiningu. Saman horfðu þau fram á veginn. Köllun kirkjunnar felst í þvi að ná til allra og kallið snýst um að gera fólk að lærisveinum sem lifir i trú fyrir frelsara sinn. Við megum aldrei sætta okkur við auða kirkjubekki og hálffulla samkomusali. Bjarmi beinir sjónum sínum nú aö Kína. Kirkjan þar er í örum vexti þrátt fyrir mótlæti og erfiðleika. Þar kemur fólk saman, ýmist opinberlega eða í leynum. Saman styrkir þau hvert annað. Margir telja kirkjuna í Kína vera eins og undiröldu sem hægt og sígandi komi upp á yfirborðið og móti samfélagið allt. í Afriku hefur kirkjan vaxið ört: Frá tíu milljónum árið 1900 til 360 milljóna árið 2000. Það er næstum helmingur íbúa álfunnar. Kirkjan kemursaman. Hún lifir í krafti andans. Hún ber frelsaranum vitni alla daga vikunnar. Við trúum á heilagan anda og kirkj- una, því andinn kallar hana saman og gerir hana að heilögu samfélagi þeirra sem trúa á fýrirgefningu syndanna og eilíft líf í Jesú Kristi. Ragnar Gunnarsson Bjarmi 98. árg. 2. tbl. júní 2004 Útgefandi: Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Ragnar Gunnarsson. Ritnefnd: Kjartan Jónsson og Haraldur Jóhannsson. Ritnefndarfulltrúi: Ragnar Schram. Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28,104 Reykjavík, sími 588 8899, fax 588 8840, vefslóðir www.bjarmi.is og sik.is. Árgjald: 3.200 kr. innanlands, 3.700 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. april. Verð í lausasölu 800 kr. Ljósmyndir: Asialink, Aeropagos, NOREA Radio, Gabriel Edland og Inga-Lill Rajala, Myndasafn Vatnaskógar, Ragnar Schram o. fl. Forsíðumynd: NOREA, Gabriel Edland. Umbrot: Reynir Fjalar Reynisson. Prentun: Prentmet. 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.