Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 24
Bænaganga á sumardaginn fyrsta 22 apríl 2004 tZZL'.'££: efniö fékk meðbyr strax frá byrjun en við gerðum ráð fyrir því að 100 til 150 manns tækju þátt. Raunin varð sú að 288 bænagöngumenn tóku þátt sem sýnir áhugann á svona samþættingu bænar, úti- vistar og samfélags kristinna manna. Að mínu mati er hér um að ræða nauðsynlega viðbót við flóru skrúðgangna út um alla borg á þessum fyrsta degi sumars og vonandi er þetta upphafiö að ár- legri göngu þeirra sem hafa hjarta fyrir málefnum höfuðstaðarins. Á bænastundinni í Fíladelfíu var gerð óformleg skoðanakönnun á áhuga viðstaddra á slíkri göngu aö ári og var á mönnum að heyra að þetta skyldi vera árviss viðburður. Líst mönnum vel á aö sumardag- urinn fyrsti verði árlegur bæna- göngudagur. Aö ganga í trú með markmiö í huga er mjög biblíuleg fram- kvæmd. Jósúabók fjallar um göngu Gyðinga í kringum Jeríkó- borg og hvernig borgarmúrarnir hrundu að lokum við fætur þeirra. „Fyrir trú hrundu múrarJeríkó- borgar, er menn höfðu gengið í kringum þá í sjö daga" - Hebr. 11:30. Ýmsir andlegir múrar eru til staðar í lífi Reykvíkinga, bæði hjá einstaklingum, fjölskyldum og hinum ýmsu hópum. Þessir múrar standa velferð og hamingju ein- staklinganna fyrir þrifum. Við eig- um aö krefjast þess sem við eigum rétt á samkvæmt Biblíunni og knýja fram gegnumbrot og lausn meö kröftugri bæn, eins og segir í Jakobsbréfinu. Guð hefur gefið okkur aðferðina en við þurfum að stíga fram og koma því í verk sem Guð hefur sagt okkur að gera. Guð gaf ísraelsmönnum fyrir- heitna landið en þeir þurftu engu að síður aö leggja sitt af mörkum og hrinda því í framkvæmd sem Guö haföi sagt þeim; aö ráðast til atlögu við óvinaborgirnar. Og þegar þeir gerðu það, lágu þær allar að fótum þeirra, eins og Guð hafði fyrir mælt. Okkur hinum trúuðu er gefið mikið vald og viö eigum að nýta okkur það í krafti Jesú Krists. Foglander og 7TS Útivistarhóparnir tveir sem stóðu að göngunni, Foglander og 7TS, hafa starfað í um 3 ár. Báðir þessir hópar starfa á þverkirkjulegum grunni og eru opnir öllu áhuga- sömu fólki sem vill njóta sköpun- arverks Guðs með útiveru og gönguferðum af ýmsu tagi. Ávallt er mikið beðið. Reyndar eru bæna- stundir i þessum ferðum eins sjálf- sagður hlutur og gönguskór og nesti. Því má segja að það hafi veriö eölilegt framhald af starfi Bænarefni: • Forseti íslands, Alþingi og ríkisstjórn • Kristin kirkja og að vakning verði í Reykjavík • Fjölskyldur og hjónabönd • Börn og unglingar • Þau sem minna mega sín • Ofbeldi, afbrot og spilling • Ávana- og fíkniefni og áfengisböl hópanna að ráöast í áðurnefnda bænagöngu. Einstakar ferðir eru auglýstar meö tölvupósti og SMS skilaboðum. Þú getur skráð þig í hópana með því að senda tölvu- póst á Foglander: foglander@vis- ir.is og 7TS: oskar@lysi.is. Höfundur er viöskiptafræðingur og einn af þremur forsvarsmönnum Foglander hafsteinn@card.is 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.