Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 27
Fyrir lendingu þarf að fljúga lágt yfir lendingarsvæðið til að fæla burtu menn og dýr sem annars myndu skapa hættu í lendingu. Að henni lokinni streyma tví- og fertætlingar aftur út á lendingarsvæðið. framarlega í salnum og fólk í kringum hann. Mennirnir labba þarna um allt samkomusvæðiö og leita að honum í tvo tima. Þeir horfa framan í hvern samkomu- gest fyrir sig og eru ekki nema 2- 3 metra frá honum. Og faöirinn, sem ætti nú að þekkja son sinn, fann hann ekki. Hann var samt þarna. Og eftir á sagði hann við mig aö þeir hafi horft framan í hann án þess að sjá hann." Ætlun föðurins var að taka son sinn af lífi og binda þar meö enda á þá miklu skömm sem kom yfir fjölskylduna þegar hann gerðist kristinn. Helgi segir að enn séu múslimar að hrella unga manninn en hann haldi áfram aö vitna um trú sína og hafi snúið mörgum, múslimum sem öðrum, til krist- innar trúar. 250 söfnuðir Við fljúgum ofar skýjum og nálg- umst nú Waddera eftir tveggja tíma flug frá Addis Abeba. Helgi biður mig um að litast um eftir glufu í skýjunum sem hann geti flogið sjónflug niður um. Glufan finnst og augnabliki síðar erum við lentir á heimatilbúnu flug- brautinni hans Helga i Waddera. Sem dæmi um árangur af starfi kristniboðsins á þessu svæði nefnir Helgi aö söfnuðirnir i Waddera og héruöunum (Kebra Mengist, Shjakiso o.fl.) í kring séu nú yfir 250 talsins. Fylgjendur Krists á þessu svæði skipta því tugum þúsunda. Þegar Helgi hóf sitt annað starfstímabil i Eþiópiu var hann beðinn um að fara til Neghelli enda kristniboðsstöðin i Waddera þegar mönnuð. Þegar Helgi og fjölskylda fluttust til Neghelli var ekiö i gegnum mörg þorp. Helgi spuröi kristniboöana sem voru með í för hvaða fólk byggi i þess- um þorpum. Þeir svöruðu því til aö þorpsbúar væru múhameðstrú- ar og engir kristniboðar færu þangað. Þetta vakti áhuga Helga, enda leit hann ekki á mú- hameöstrú þorpsbúa sem fyrir- stöðu i boðunarstarfinu. „Ég kunni ekki við það á þeirri stundu að spyrja kristniboðana hvers vegna þeir gerðu ekkert fyrir þetta fólk," segir Helgi og undrunin skín úr sólbrúnu andlitinu. Kastað út Eftir aö Helgi hóf störf í Neghelli fór hann til fjölmargra þorpa sem Tilgangur ferðarinnar til Waddera var aö kveðja samstarfsmenn. Margir fylgdu Helga út að flugvél þar sem skugginn af öðrum vængnum var notaður til faðmlaga. 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.