Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 31
Fyrsta Alfa-ráðstefnan í Arabaríki í mars var fyrsta Alfa-ráðstefnan haldin í Arabaríki er um það bil 300 leiötogar kirkna í Egyptalandi og frá nágrannaríkjunum komu saman I Alexandríu. Anglíkanski biskupinn í Egyptalandi og Norð- ur-Afríku, Dr. Mouneer Anis, ávarpaði þátttakendur og sagði meðal annars: „Alfa-námskeiðin eru verkfæri í höndum heilags anda til að umbreyta lífi fólks, fjölda, fjölda fólks." Alfa-nám- skeiðin virðast ekki síst höfða til ungs fólks á svæðinu og vera öfl- ugt tæki til að boða trúna á með- al araba. (Alpha News, April-July 2004) Vaxandi ofsóknir í Eritreu Eftir að Eritrea varð sjálfstætt ríki viðrðist sem kjör mótmælenda í landinu hafi versnað til muna. Að- eins þrjár kirkjur eru leyfðar í landinu, þ.e. réttrúnaðarkirkjan, rómversk-kaþólska kirkjan og hin evangelísk-lútherska. Síðastliðin ár hafa 12 kirkjudeildir þurft að hætta starfsemi sinni samkvæmt skipun yfirvalda. Hundruð fólks hafa verið fangelsuö vegna trúar sinnar eða fyrir það að taka þátt í kristilegum samverum og guðs- þjónustum. Fólk er hvatt til að segja til nágranna sinna ef þeir sækja kristilegar samverur, gegn umbun. Ljóst er að það eru ekki múslimar sem standa að baki þessum ofsóknum heldur sú sorg- lega staðreynd að það eru yfirvöld í samstarfi við réttrúnaðarkirkjuna sem sér ofsjónum yfir þeim vakn- ingum sem átt hafa sér stað á meðal mótmælenda í landinu. (Ápne Dprer Nr. 5 Mai 2004) Erfiðleikar í Víetnam Kristið fólk í fjalllendi Víetnam hefur sætt ofsóknum lengi vel. Yfirvöld hafa reynt að fá fólk til að ganga af trúnni meö því að hjálpa hinum fátæku að koma yfir sig húsi afneiti það Jesú Kristi. Einkum er um að ræða fámenna þjóðflokka sem dreifðir eru um stórt svæði. í Daklak-héraði var fjalllendinu lokað í apríl vegna friðsamlegra mótmæla gegn trú- arlegri og þjóðernislegri kúgun ráðamanna. Lítið er vitaö um það hvernig hin kristnu hafa það á svæðinu og er kristiö fólk um heim allan hvatt til þess að biðja fyrir kristnum bræðrum og systr- um i fjöllum Víetnam. (Apne Dorer Nr. 6 Juni/Juli 2004) A léttum nótum I umsjá Magnúsar Viðars Skúlasonar Bráf til Guðs Starfsmaður i flokkunardeildinni hjá ís- landspósti rakst á umslag, með hálflélegri skrift og ekki með neinu frimerki. Það var stílað á Quð. Starfsmaðurinn opnar bréfið og þegar hann les i gegnum bréfið, áttar hann sig á því aö það er frá gamlli konu. Hún var í ör- væntingu yfir því að sparifénu hennar, 20.000 krónum, hafði verið stolið frá henni. Gamla konan bað örvæntingarfull um hjálp þar sem páskarnir væru framund- an og hún ætti ekkert sem hún gæti látið í sig og á. Starfsmaðurinn fann til með konunni og fór af stað með söfnun í deildinni hjá sér og náði að skrapa saman 18.000 krón- um handa konunni. Hann setti siðan bréfið í ábyrgðarpóst og það fór til konunnar samdægurs. Viku síðar rakst sami starfsmaður á annað bréf sem var stílað á Guð. Hann opnaði það og i því stóð: „Kæri Guð, Þakka þér kærlega fyrir þessar 18.000 krónur, þær munu koma sér mjög vel. E.s. Það vantaði 2.000 krónur upp á en það var ábyggilega af því að þessir þjófar hjá póstinum komust í umslagið." Til himna Leiðtogi i sunnudagaskólanum spurði börnin: „Ef ég myndi selja húsið mitt, bíl- inn minn og selja allt innbúið mitt og dót- iö sem ég á og gefa peningana til kirkj- unnar, myndi ég þá komast til himna?" „NEII", svöruðu öll börnin í kór. „En ef ég skúraði gólfið í kirkjunni á hverjum degi, þurrkaði af öllu og gerði allt rosalega fínt og fallegt, kæmist ég þá til himna?" Enn og aftur svöruðu öll börnin í einum róm, „NEII". „Það er aldeilis", sagði leiðtoginn. „Hvaö þarf maður þá að gera til að komast til himna?" Þá heyrðist í ungum 5 ára herramanni sem sat aftast, „Þú verður að vera dáinn til að komast til himna!" Hjónabandið Ung fjögurra ára stúlka, sem var forvitin um flesta hluti, virtist ekki alveg vera með það á hreinu hvaö hjónaband væri. Faðir hennar ákvaö þá að taka fram Ijósmyndirnar sem teknar voru í brúðkaupi þeirra, í þeirri von að myndir af atburðinum gætu sett hlutina í samhengi fyrir dóttur hans. Þau flettu saman í gegnum albúmið, faðirinn benti stúlkunni á það þegar móð- irin kom til kirkjunnar, þegar hún gekk inn, hvernig athöfnin gekk fyrir sig og loks af hverju það var veisla i lokin. „Skilurðu núna hvernig þetta gengur fyrir sig?", spurði faðirinn. „Ég held það", sagði stúlkan, „er þetta þegar hún mamman hóf störf hjá okkur?" Með vinstri Siggi litli gisti heima hjá ömmu sinni og afa eina helgi eftir erfiða viku á leikskólan- um. Amma hans Sigga litla ákvað á laugar- dagsmorgninum að fara með hann út á róluvöll enda hafði snjóað alla nóttina og umhverfiö var dásamlegt. Amman sagði við Sigga litla: „Er ekki alveg eins og listamaður hafi málað um- hverfið okkar? Vissir þú að Guð málaði þetta handa þér?" Siggi litli sagði: „Já, Guð gerði það og hann gerði það með vinstri hendinni sinni." Þessi athugasemd drengsins ruglaði ömmuna aðeins í ríminu og hún spurði Sigga litla af hverju hann héldi að Guð hefði gert þetta með vinstri hendinni sinni? „Nú," sagði Siggi litli, „okkur var kennt það i sunnudagsskólanum í síöustu viku að Jesús situr á hægri hönd Guðs föður al- máttugs!" Þarftu prófarkarlestur á þetta? Enn einn ofvirkur Matrix-aödáandinn vekur undrun i biblíuleshópnum sínum. 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.