Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 18
Lyklarnir þrír Eitt sinn heyröi ég Elisabeth Syré segja: „Lykill fortíðarinnar heitir fyrirgefning. Lykill nútíöarinnar heitir gleði. Lykill framtíöarinnar heitir trú." Því meira sem ég hugsa um þessi orð, þeim mun sannari finnst mér þau vera. Fortíðin er liðin og hún kemur ekki aftur. Við líðum öll áfram og erum særð innra með okkur. Lifið, aðstæöurnar og mennirnir hafa sært okkur, því að þetta er nú einu sinni ekki paradis, sem við erum stödd í, ekki enn. Við þurfum aö fyrirgefa til þess að komast áfram. Það er einatt fjarri því aö vera auövelt. Þegar við megnum ekkert sjálf, er samt sem áður lausn að finna, og hún nefnist Jesús. Við megum leita til hans, vera ein- læg og segja alveg eins og er: „Mér er í nöp við þessa mann- eskju. Ég megna ekki að fyrirgefa. Vilt þu fjarlægja allt hatur úr hjarta mínu og fylla mig með þín- um kærleika í staðinn?" Þá fáum við hjálp og styrk til þess að fyrir- gefa. Ef til vill gerist það skyndi- lega, allt í einu, og viö verðum endurleyst. Hugsanlega gerist það í þrepum. Þá megum við ekki gef- ast upp, heldur halda áfram í bæn, þar til við finnum, að viö getum fyrirgefið af hjarta. Þetta kemur okkur við, því aö ef við fyrirgefum ekki, þá fáum við heldur enga fyr- irgefningu frá Guöi. Þá er okkur haldið föstum í okkar eigin sekt. Þaö er eins og að sitja hátt uppi i tré og saga þá grein af, sem þú situr sjálfur á. Efvið höldum okkur fast við syndina í sjálfum okkur og hugsum aðeins um fortíðina, stað- næmist lífið, það rennur okkur úr greipum, við komumst ekkert áfram. Viö skulum af þeim sökum fyrir- gefa, segja skilið við fortíðina, svo að lífið fari ekki til spillis og sé okkur byrði. Lykill nútíðarinn- ar heitir gleöi. „Verið því eigi hryggir, því að gleöi Drott- ins er hlífi- skjöldur yðar," segir Ritningin (Neh 8.10). Já, gleðin verður okkur styrkur, og öfugt: Ef við erum lengi sorg- bitin á ferð, þá verður heilsa okkar bág: „Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin" (Ok 17.22). í öðru versi úr Oröskviðunum segir: „Rósamt hjarta er líf líkamans, en ástríða er eitur í beinum" (Ok 14.30). Svo mikið hefur það að segja, aö viö séum í góöu jafnvægi en ekki uppstökk. Það skiptir svo miklu máli fyrir heilsuna. Ef viö erum lengi hugsjúk og hnipin, þá rotnar mergurinn i beinunum. Oft getur þetta verið spurning um vilja. Viö veljum þaö að vera glöð. Það getur hjálpaö aö telja allt þaö upp, sem við getum þakkað fyrir dag hvern. Gleðin er smitandi. Það er auðvelt aö vera með glöðu fólki og það á þvi marga vini. Þannig heitir lykillinn að Lífinu með stóru L-i gleði. Lykillinn aö framtiðinni heitir trú. Hver sem trúir á Jesú, mun hafa eilíft líf, (sjá Jh 3.15-16). Og fullvissuna færð þú hér: „Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur" (Jh 3.18). Eilíft líf, hugsaðu þér! Það er mikil frelsun. Og hvernig veröur svo lifið hinum megin? Spennandi, engir erfiðleikar, mikil veisla. Rót alls ills, syndin, verður upprætt með öllu, og þvi verður enginn dauöi, engin vein, engin kvöl. Guð sjálfur mun þurrka hvert tár af augum, okkar. Okkur veröur boðið sæti við brúðkaupsborö á himni, langt, dúkað borð meö alls kyns kræsingum. Nú hugsar þú líklega sem svo, að þú sért einn brúð- kaupsgesta. Nei, þú ert brúðurin. „Eins og ungur maður fær meyjar, eins munu synir þínir eignast þig, og eins og brúðgumi gleðst yfir brúöi, eins mun Guö þinn gleðjast yfir þér" (Jes 62.5). Þau sem trúa kallast brúðurin, og brúðguminn er frelsari okkar, Jesús Kristur. Gleðstu því. Það besta er framundan. En mundu; lykillinn heitir trú. Effie Campbell, Þorgils Hlynur Þorbergsson þýddi úr færeysku.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.