Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 21
tárin. Ég þarf ekki aö reyna aö vera sterk og þrauka daginn. Hann hefur ekki heldur ætlað okkur aö vera píslarvottar. Viö þurfum ekki aö láta illt yfir okkur ganga. Við þurfum ekki að sætta okkur viö erfiöar kringumstæöur. Jesú vann fullkominn sigur inn í allar kringumstæður þegar hann gaf líf sitt fyrir okkur. Hann sagöi á krossinum: „Þaö er fullkomnað." Hann bar sjálfan sig sem fórn í eitt skipti fyrir öll og aflaði okkur eilífrar lausnar og lækningar. Þaö eina sem Guð fer fram á viö okkur er aö viö tökum á móti þessum skilyrðislausa kærleika. Hjarta hans svellur af skilyröis- lausum kærleika til þín. Hann segir að eina syndin sem til er sé sú að við tökum ekki viö eöa trúum ekki á Jesú. í Jóhann- esarguðspjalli 3:16-17 stendur: Svo elskadi Guð heiminn, að hann gafson sinn eingetinn, til þess að hversem á hann trúirglatist ekki, heldur hafi eilift lif. Guð sendi ekki soninn i heiminn til að dœma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. Og i 1. Jóhannesarbréfi 4:7- 10,14-19 stendur: Þérelskaðir, elskum hverannan, þvi að kœrleik- urinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er afGuði fœddur og þekkir Guð. Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, þvi að Guð er kœr- leikur. i þvi birtist kœrleikur Guðs meöal vor, að Guð hefursent einkason sinn i heiminn til þess að vérskyldum lifa fyrirhann. Þetta er kœrleikurinn: Ekki aö vér elskuðum Guð, heldur aö hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþœg- ing fyrirsyndirvorar. Vérhöfum séð og vitnum, að faðirinn hefur sentsoninn til að vera frelsari heimsins. Hversem játar, aðJesús sé Guös sonur, I honum er Guð stöðugurog hann ÍGuði. Vérþekkj- um kœrleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kœr- leikur, og sá sem erstöðugur i kœr- leikanum er stöðugur i Guði og Guð er stöðugur i honum. Með þvi er kœrleikurinn orðinn fullkominn hjá oss, að vér höfum djörfung á degi dómsins, því að vérerum I þessum heimi eins og hann er. Ótti er ekki I elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Þvi að óttinn felur isér hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn I elskunni. Vér elsk- um, því að hann elskaði oss að fyrra bragði. Að taka á móti kærleikanum Þaö er svo ríkt í okkur að dæma. Við höldum einnig aö Guö sé á himnum meö refsifingurinn á lofti tilbúinn til aö varpa á okkur eld- ingu ef viö gerum eitthvað af okk- ur. Viö höldum líka aö viö gerum okkur velþóknanleg fyrir honum með því aö fara inn í dýrlings- eða píslarvættishlutverk. Þaö er alls ekki auðvelt að trúa og taka á móti þessum skilyrðis- lausa kærleika. Þaö er svo ríkt í okkur að viö þurfum aö verð- skulda kærleika eöa viðurkenn- ingu. Það er skrýtiö aö þaö sem er í raun svona yndislegt þarf aö vera okkur svo erfitt aö taka viö. Viö erum búin að flækja trúna með alls konar kenningum, siðum og boðum. En sönn trú er ekki kenning, siðir eöa bönn. Sönn trú er að trúa á algóðan Guö og Jesú frelsara okkar. Að taka á móti þvi sem hann hefur að gefa okkur. Guð elskar þig eins og þú ert. Sönn trú er það þegar þú hefur tekið á móti kærleika Guðs og hann hefur gefið þér nýtt lífsgildi. Þá leggur þú sjálfkrafa af það sem hefur skaðað þig. Það er kærleikur hans sem gefur þér styrk til þess. Ekki refsifingur Guðs sem segir að þú megir ekki. Guö leggur ekki nýjar byrðar á þig. Það erum við sem höfum gert þetta svona erfitt, þvi þaö er svo erfitt aö trúa á skil- yröislausan kærleika Guðs. Hann elskar okkur eins og við erum og hann vill að viö lifum frjáls. Það erum við sem höfum búiö til þessi dýrlings- og pislarvættishlutverk. En sannleikurinn er sá aö viö get- um engu bætt viö þá friðþægingu sem Jesús vann fyrir okkur á krossinum í eitt skipti fyrir öll. Viö þurfum bara að taka við henni. Þú getur ekki unnið þér hana inn. Þú verður einfaldlega að beygja hné þín og taka við henni. Skoðaðu hjarta þitt. Kannski þarft þú að biöja Guö um aö fyrir- gefa þér afstööu þína til hans. Þér finnst kannski að Guö hafi ekki gripið inn í kringumstæður þínar þegar þú þurftir þess. En sannleik- urinn er sá að hann bar þig í örm- um sér þegar neyðina bar að. Hann gaf Jesú sem lausnara inn í allar þínar kringumstæður. í Jóh. 10:10 segir Jesús: Þjófur- inn (djöfullinn) kemur ekki nema til að stela, slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þér hafið líf, líf í fullri gnægð. Og i Jer. 33:6 stendur: Sjá ég legg við hana umbúðir og grœðslulyfog lœkna þá og opna þeim gnœgð stööugrar hamingju. Hann lyftir af þér sorgarklœðun- um. Hann klœðirþig i skartklœði i stað hugarvils og gefur þér fagn- aðarolíu I stað hryggðar. Svaraðu kalli Drottins. Hann segir í Matt. 11:28: Komið til min, allirþérsem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvild. Þér býöst að taka viö kærleika Guös sem elskar þig aö fyrra bragði. Hann gefur þér sanna, lif- andi trú sem mun loga í hjarta þínu. Endurnýjaðu nú fermingarheit þitt: Himneski Faðir, ég þakka þér fyrir að þú gafst Jesú sem frelsara heimsins. Ég trúi því að þú reistir hann frá dauöum. Ég geri hann nú aö leiðtoga og Drottni í mínu lífi. Fyrirgef mér þá synd aö ég hef ef- ast og ekki tekið á móti og lifað í samræmi við friðþægingarverkið sem hann vann fyrir mig á kross- inum. Ég biö aö ég fái aö taka á móti fullkomnum kærleika þínum sem birtist i Kristi Jesú. Aö hann gaf líf sitt fyrir mig svo ég mætti vera heil(l) á sál og líkama. Blóöi hans var úthellt fýrir misgjörðir mínar. Hjálpaðu mér aö sleppa tökunum svo kærleikur þinn fái að leiöa mig og leysa. Ég gefst þér að nýju og er þá með réttu þitt barn. í Jesú nafni, Amen. Drottinn blessi þig. Katrín Magnúsdóttir er höfundur bók- arinnar „Brostin hjörtu, hver sér þau" og lækningardisksins „Fyrirgefðu." Katrín hefur að baki þriggja ára nám i sálgæslu og barnasálgæslu og starfar viö sálgæslu i Fríkirkjunni Veginum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.