Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 17
lingum, einkum konum en jafnvel börnum, er þrýst meö valdi til aö uppfylla kynferöislegar langanir annarra. Slíkt kynlíf er auðvitaö langt utan þess ramma sem sjötta boðoröið setur. Það á einnig við um hvers kyns lausung og tilraunastarfsemi þar sem kynlíf er álitið jafneinfaldur og hversdagslegur hlutur eins og aö drekka saman kaffi eða spila borðtennis. Kynlíf án virðingar er mikil misnotkun, vanvirða við gjöf Guös, lítilsvirðing á öðrum og svik við sjálfan sig. Lauslæti í kynferöis- málum hefur áhrif á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagiö í heild. Það eykur líka hættu á útbreiðslu smitsjúkdóma (kynsjúkdóma). Að auki stuðlar það að því að gengis- fella gjöf kynlífsins, þessa dýr- mætu gjöf sem okkur er gefin. Dýrmætar gjafir missa gildi sitt séu þær gefnar mörgum. Tilfinn- ingin fyrir því, hve frábært kynlífið er, týnist ef það er stundað á báða bóga og án þess að vera liöur í djúpu og varanlegu kærleikssam- bandi. Ekki drýgja hór! Þetta boöorð er sett til aö vernda konur á tímum þar sem þær áttu undir högg að sækja. Við slíkar að- stæður er boðorðið áskorun til karlmanna um að láta ekkert verða til þess að þeir svíki og yfirgefi þá konu sem þeir hafa bundist. Boðorðið er „þú skalt ekki drýgja hór". Á því eru engar und- antekningar og engir fyrirvarar, ekkert „ef", „en" eða „nema". Og auövitað gildir það jafnt um bæöi kynin. Brot gegn þessu boðoröi hefur oft víðtæk áhrif - á fleiri en eina fjölskyldu, á börn, á maka, á vina- hóp, á samfélagið í heild. Það er mikilvægt að láta hjónabandið skipa þann sess sem þvi ber og hafa þann forgang sem þvi er ætlað að hafa. Hjónabandið er skuldbinding tveggja sjálf- stæðra, frjálsra og jafnrétthárra aðila. Það gerir kröfu til hjónanna og kröfur til umhverfisins um að virða helgi þessa hjónabands sem stofnað hefur verið. Þess vegna er hjónabandiö ekki einkamál þeirra tveggja sem að því standa, heldur kemur það samfélaginu við. I hverri hjóna- vígslu eru a. m. k. tveir vottar við- staddir auk vígslumanns og hjónaefna. Það áréttar að hjóna- bandið erviöurkennd stofnun í samfélaginu sem á aö njóta rétt- inda, verndar og virðingar. Þau eru ekki framar tvö, heldur einn maður (Matt. 19:6). Og Jesús telur að framhjáhald sé eina gilda ástæða hjónaskilnaöar (Matt. 19:7-9). Vissulega geta hjón beðið slikt skipbrot að hjónaskilnaður sé óhjákvæmilegur. En á meðan hjónaband er í gildi á að virða það. Það er heiðarlegra að slíta því en að vanvirða þaö og hegða sér eins og það sé léttvægt. Kærleikur og kynlíf Jesús minnti lærisveina sína á að ástunda sams konar kærleika og hann hefur sýnt okkur (Jóh. 13:34-35). Sá kærleikur er fórnfús og fyrirgefandi og kemur að fyrra bragði. Kynlíf er hluti af tjáningu þess kærleika, oft dýpsta mynd hans. Rammi þess er hjónabandið. Út fyrir þann ramma ættum við alls ekki að fara - ef við viljum sjálf- um okkur og öörum það besta - hvorki áöur en við höfum bundist né með öörum aöila en makanum. Kynlífið heyrir hjónabandinu til. Þannig var þaö í Biblíunni og það hefur ekki breyst aö samlíf hjónanna byggist á sáttmála hjónabandsins þar sem bæði hafa skuldbundið sig í opinberri athöfn. Fyrst og fremst eru þau tvö tengd saman í kærleika. Kærleikur er meira en kynlíf. Hann næryfir allan persónuleikann en kynlífið er líkamlegt - samt þarf fleira að vera til staðar en líkamleg nautn. Kynlífið tengist vilja, tilfinningum og öllum persónuleikanum. Hjónabandiö er staðurinn sem helgaður er kynlífinu. Án sáttmála hjónabandsins er kynferðislegt samband laust og tengslin án skuldbindingar. Kynferöislegt samlíf er hluti af eðlilegu sambandi hjóna. Vissu- lega getur það verið í algjöru lág- marki - eða hreint ekki iökað - en samt sem áður getur hjónabandiö veriö gott og varanlegt af þvi að hjónin eiga hvort annað að og til- heyra hvort öðru á sérstakan hátt. Gagnkvæm umhyggja þeirra er enn mikilvægari en kynferðisleg útrás. Trúmennska er dyggð Oft er sagt eftir framhjáhald að þetta hafi bara gerst - nánast óvart. Slíkt er ábyrgðarlaust. Við berum ábyrgð á gerðum okkar. Vissulega getum við ekki ráðiö við allar hugsanir sem skjóta upp kollinum en við berum ábyrgð á þvi hvort við fóstrum girndina og leyfum henni að taka völdin. Jesús leit þannig á að afstaða okkar væri vandamálið, aö í huga okkar kvikni óhreinar hugsanir (Matt. 15:19 ) sem geti haft áhrif á gerðirnar. Hann bendir líka á (Matt. 5:27-28) að ósiðlegar augngotur eru synd. Sá, sem horfir á konu með girndarauga, hefur þegar drýgt hór með henni i hjarta sínu. Uppspretta syndarinnar er i huga okkar. Þar verðum við að berjast ef við viljum standast. í samtíð okkar vill fólk ekki binda sig, skuldbinda sig. Þjóðfé- lagið er flóknara en nokkru sinni fyrr og sótt aö hjónabandinu úr ýmsum áttum. Þá reynir á viljann og staðfestuna, elskuna og virð- inguna. Trúmennska í hjónabandi leiðir af sér hamingju en ótrúmennska er afneitun hins besta í okkur sjálfum og breytir hamingjunni i þjáningu. Drýgið ekki hór - boðorðiö er gefið án útskýringa. Hér er ekkert um að ræða eða túlka. Boðið er undantekningar- og skilyrðislaust. Höfundur er sóknarprestur i Grensáskirkju i Reykjavík sroljoh@bakkar.is 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.