Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 15
„Símbréf frá himnum“? Vegna hins miölæga hlutverks Biblíunnar í kristninni þá eru spurningar um sögulegt gildi hennar gríöarlega mikilvægar. Brown heldur því fram að Kon- stantínus keisari hafi sett upp starfslið til að endurskoða fyrir- liggjandi trúartexta og um leið gera hinn mannlega Jesú að guð- dómi. En af ýmsum ástæöum ganga rök Browns ekki upp. Hann bendir réttilega á að Biblían hafi ekki borist á símbréfi frá himnum. Það er einmitt málið. Tiluröarsaga Biblíunnar er býsna flókin og margþætt, og fullmannleg að margra smekk. En Brown litur framhjá þeirri staðreynd aö löngu fyrir Níkeuþingið hafði ritasafn Nýja testamentisins verið að mót- ast og var fullmótað í þeirri mynd sem við þekkjum þaö í dag þó nokkru fyrir daga Konstantínusar og afturhvarf hans til kristni árið 313. Það er kaldhæðni að söfnun og samsetning rita Nýja testamentis- ins hófst fyrir alvöru þegar trúflokkur nokkur, kenndur við Markíon, setti saman helgiritasafn um miöja aöra öld. Markíon hélt því fram að guð Gamla testa- mentisins væri annar en sá guð sem Jesús boðaði. Markíon taldi guð Gamla testamentisins vera guð lögmáls og endurgjalds, en guð Jesú Krists væri kærleikur. Þess vegna hafnaði Markion Gamla testamentinu og þeim rit- um Nýja testamentisins sem höfðu á sér gyðinglegan blæ, þar á meðal Matteusarguðspjalli, Markúsarguðspjalli, Postulasög- unni og Hebreabréfinu. Önnur rit endurskoðaöi hann til að draga úr öllu sem minnt gæti á gyðingdóm. En árið 144 lýsti kirkjan í Róm kenningar Markions villutrú. Þá mynduðu fylgismenn hans eigin trúsöfnuö. Sem andsvar viö því fóru leiðtogar kirkjunnar að leggja niður fyrir sér hvaða mælikvarða skyldi nota til að ákvarða hvaða rit ættu heima i Bibliunni, bæði Gamla og Nýja testamentinu. Annar keppinautur á sviði guð- fræði og trúarhugmynda knúöi kirkjuna í sömu átt. Það var Montanus. Hann hrósaði sér af því aö hafa fengið opinberun frá Guði um yfirvofandi heimsendi. Guö- spjöllin fjögur og bréf Páls postula voru alþekkt í kristnum söfnuðum og mikils metin, en þau höfðu ekki verið sett saman í eina bók, eitt helgirit. Montanus notaði það rými sem þetta gaf honum til aö breiða út opinberanir sínar. Sem svar viö því gáfu leiötogar kristn- innar út lista yfir þau rit postul- anna sem talin voru sönn túlkun boðskapar þeirra. Þessi listi kallast Ritasafn Muratoris. Það líkist verulega núverandi Nýja testa- menti, að öðru leyti en þvi að þar eru tvö rit sem síðar voru tekin út úr ritasafninu, Opinberun Péturs og Speki Salómons. Mælikvarðinn sem stuöst var við var sá að hægt væri að sýna fram á að höfundar ritanna væru postular Jesú eða nánir lærisveinar þeirra. Þegar Nikeuþingið var haldið þá deildu kirkjuleiðtogar aðeins um trúverðugleika tveggja bóka sem nú eru i Nýja testamentinu, þetta eru Opinberun Jóhannesar og Hebreabréfiö. Það var vegna þess að ekki var hægt aö sýna fram á meö óyggjandi hætti hverjir væru höfundar þeirra bóka. Leiðtogum frumkirkjunnar var í mun að geta staðfest uppruna rita Nýja testamentisins og tengt þau með sem beinustum hætti við sjálfa postulana. En þeim var ekki síður Ijóst aö þessi rit voru sam- hljóma í vitnisburði sínum um fagnaðarerindið. Þau voru rit sem byggðu upp í trú, byggðu upp samfélag trúarinnar. Slík rit væru innblásin af Guði. Arangurinn væri augljós vottur þess, þaö er út- breiðsla kirkjunnar, vitnisburðarins um Jesú Krist, krossfestan og upp- risinn Guðs son og frelsara heims- ins. Og hið sama er okkur Ijóst, heilög ritning flytur það fagnað- arerindi sem enn er kraftur Guðs til hjálpræðis. Það gefur enn fólki um víða veröld kraft og djörfung og gleði trúar, vonar og kærleika. Þó að þau sjónarmið sem Da Vinei lykillinn heldur fram um uppruna kirkjunnarog ritningar hennar séu ófrumleg, þá sannar það að hugmyndir eru oft lífseigar óháð sannleiksgildi þeirra. Þær birtast enn og aftur í ýmsum myndum. Það sem Brown heldur fram líkist hugmyndum Aríusar og hinna margvíslegu arfa hans í ald- anna rás, sem hafa mælt gegn samhljóma vitnisburði postulanna og þeirrar kirkju sem reist er á grundvelli þeirra. Kirkjan stendur og fellur með því sem postularnir héldu fram um Jesú Krist, að hann sé Guð sonur. Þaö byggir ekki á meirihlutaákvörðun einhvers þings né samsæri og valdabrölti spilltra kirkjufursta. Og falssagnfræði spennusagnahöfundar breytir engu um sannleiksgildi þess sem Nýja testamentið og kirkjan halda fram. Góöar spennusögur eru gulls ígildi. Da Vinci lykillinn hefur allt til að bera sem slík. En sagnfræði og sannleiksgildi bókarinnar er lit- ils virði. Nema þá efvera mætti til að vekja athygli á hinni sönnu og sígildu spennusögu sem Nýja testamentiö segir um Jesú Krist, Drottinn og frelsara heimsins. Höfundur er biskup íslands og tók saman og byggöi að mestu á Christi- anity Today og Kristeligt dagblad. Greinin hefur birst á vefsíöu þjóðkirkj- unnar, www.kirkjan.is. biskup@biskup.is 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.